Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 57
MIÐVIKUDAGUR 20. apríl 2011 45 FÓTBOLTI Barcelona og Real Madrid eigast við í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á Mestalla-vellin- um í Valencia í kvöld. Um risaslag er að ræða, eins og ávallt þegar þessi tvö lið eiga í hlut. Þau mætt- ust í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og skildu þá jöfn, 1-1. Þess má svo geta að þau mætast tvíveg- is í undanúrslitum Meistaradeild- arinnar á næstu vikum. Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér spænska meistara- titilinn enda með átta stiga forystu á Real. Það er því kappsmál fyrir Madrídinga að láta þennan titil sér ekki úr greipum renna og það til erkifjenda sinna. „Það getur allt gerst í þess- um leik og stemningin verður sjálfsagt hátíðleg,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona. „Við verðum fyrst og fremst að hvetja okkar menn áfram en bera samt virðingu fyrir andstæðingnum.“ Hann sagði að sínir menn væru búnir að skoða leik helgarinnar vel. „Við þurfum að spila betur, skapa fleiri færi og láta boltann ganga hraðar á milli okkar.“ Barcelona varð síðast bikar- meistari árið 2009 og fór úrslita- leikurinn þá einnig fram á sama stað. Bið Madrídinga er talsvert lengri, en liðið varð síðast meistari árið 1993. Iker Casillas, sem hefur staðið vaktina í marki Real síðan 2000, hefur unnið alla titla sem í boði eru nema þennan. José Mourinho, stjóri Real, hefur unnið bikarmeistaratitil í öllum þeim þremur löndum þar sem hann hefur þjálfað hingað til og getur bætt þeim fjórða í safnið í kvöld. - esá Barcelona og Real Madrid mætast í úrslitum spænsku bikarkeppninnar: Fyrsti stóri titill ársins í boði STJÓRARNIR Pep Guardiola og José Mourinho heilsast fyrir leik Barcelona og Real Madrid um helgina. NORDICPHOTOS/AFP HANDBOLTI Úrslitarimma Akur- eyrar og FH um Íslandsmeistara- titilinn í handbolta hefst á þriðju- daginn næstkomandi. Fyrsti leikurinn verður á Akureyri og hefst klukkan 19.30. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér titilinn og skiptast liðin á að spila á heimavelli þar til úrslitin liggja fyrir. Næsti leikur á eftir verður í Kaplakrika föstudaginn 29. apríl og svo aftur á Akureyri sunnudaginn 1. maí. Ef þörf verður á fjórða og fimmta leiknum fara þeir fram dagana 4. og 6. maí. - esá Lokaúrslit í N1-deild karla: Rimman hefst á þriðjudaginn HANDBOLTI Kiel og Hamburg munu eigast við í risaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en oftar en ekki hefur titil- baráttan ráðist í leikjum þessara liða í þýsku úrvalsdeildinni. Svo gæti einnig farið nú, þó svo að spennan sé talsvert minni. Hamburg er í kjörstöðu á toppn- um – með fimm stiga forystu á næstu lið og á leik til góða. „Hamburg er búið að tryggja sér þetta, það liggur ljóst fyrir,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, við þýska fjölmiðla. „Hjá okkur snýst þetta um að tryggja okkur annað sæti deildarinnar.“ Aron Pálmarsson leikur með Kiel. - esá Alfreð Gíslason: Hamburg búið að vinna titilinn ALFREÐ Reiknar ekki með öðru en að Hamburg verði þýskur meistari í vor. NORDICPHOTOS/BONGARTS SKEMMTILEG SUMARLEIKFÖNG Meira í leiðinniN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR | WWW.N1.IS 25% AFSLÁTTURTILVALIN SUMAR- GJÖF! ÚRVAL SUMARLEIKFANGA MEÐ 25% AFSLÆTTI Á NÆSTU ÞJÓNUSTUSTÖÐ N1 Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.