Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 58
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR46
HANDBOLTI Landsliðsmarkvörð-
urinn Hreiðar Levý Guðmunds-
son mun líklega hafa vistaskipti
í sumar en samningur hans við
þýska B-deildarfélagið Emsdetten
rennur þá út. Félagið hefur ekkert
rætt við Hreiðar um nýjan samn-
ing og því er hann farinn að líta í
kringum sig.
„Það eru margir leikmenn að
renna út á samningi hjá félaginu
en þeir vilja ekkert ræða málin
fyrr en í sumar,“ segir Hreiðar
Levý en útskýringin á því er lík-
lega sú að félagið veit ekki fyrr en
í sumar hver rekstrargrundvöll-
urinn verður fyrir næsta vetur.
Markvörðurinn hefur ekki
hug á því að bíða endalaust eftir
tilboði frá félaginu.
„Framtíðin er óráðin hjá mér
en það eru þreifingar víða. Ég
hef fengið fyrirspurnir frá liðum í
Þýskalandi, Danmörku og Noregi
og svo kom eitt óvænt frá Hvíta-
Rússlandi frá liði sem Gintaras
Savykunas er að þjálfa,“ sagði
Hreiðar og bætti við að eitthvað
mikið þyrfti að gerast til að hann
tæki tilboði frá Hvíta-Rússlandi.
„Það er mjög líklegt að ég fari
frá Emsdetten og ég er að skoða
mín mál í rólegheitum. Það þarf
að vega og meta öll tilboð sem
koma. Þetta hefur gengið hægt
síðustu vikur en virðist vera að
taka smá kipp núna,“ sagði Hreið-
ar, sem vill eðlilega ganga frá
sínum málum sem fyrst.
„Ég þarf að losa íbúðina mína
hér 1. júní og það væri óneitan-
lega skemmtilegra að vita hvert
ég ætti að fara í kjölfarið,“ sagði
Hreiðar kíminn.
Hjá Emsdetten eru einnig þeir
Fannar Þór Friðgeirsson og Sig-
fús Sigurðsson. Patrekur Jóhann-
esson þjálfar liðið en hann hefur
lýst því yfir að hann sé á leið
heim. - hbg
Hreiðar Levý er líklega á förum frá Emsdetten:
Hreiðar með tilboð frá
liði í Hvíta-Rússlandi
ÁHUGI VÍÐA Félög víða í Evrópu hafa sýnt Hreiðari Levý áhuga. Hann er hér í leik
með Emsdetten.
Enska úrvalsdeildin:
Newcastle-Man. Utd 0-0
STAÐAN:
ManUnited 33 20 10 3 70-32 70
Arsenal 32 18 9 5 63-31 63
Chelsea 32 18 7 7 58-26 61
Man City 32 16 8 8 50-30 56
Tottenham 31 14 11 6 44-36 53
Liverpool 33 14 7 12 46-39 49
Everton 33 11 14 8 47-41 47
Bolton 32 11 10 11 46-43 43
Aston Villa 33 10 10 13 42-54 40
Newcastle 33 10 10 13 48-47 40
WBA 33 10 9 14 47-62 39
Fulham 32 8 14 10 36-35 38
Stoke City 32 11 5 16 39-42 38
Birmingham 32 8 14 10 33-43 38
Sunderland 33 9 11 13 35-47 38
Blackburn 33 9 8 16 40-54 35
Wigan 33 7 13 13 32-53 34
Blackpool 33 9 6 18 47-69 33
West Ham 33 7 11 15 39-58 32
Wolves 32 9 5 18 36-56 32
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Þýska úrvalsdeildar-
félagið Hoffenheim hefur ráðið
sér nýjan þjálfara því Holger
Stanislawski mun hætta með St.
Pauli og tekur þess í stað við liði
Hoffenheim í sumar.
Nú er að sjá hvort hinn 41 árs
gamli Stanislawski gefi Gylfa
Þór Sigurðssyni fleiri tækifæri
en núverandi þjálfari liðsins.
Stanislawski hefur stýrt St. Pauli
frá 2006, en hann lék á sínum
tíma 257 leiki fyrir félagið og var
þá í stöðu varnarmanns.
Marco Pezzaiuoli tók við
Hoffenheim á miðju tímabili
þegar Ralf Rangnick hætti með
liðið en Rangnick hefur síðan
tekið við liði Schalke. - óój
Gylfi og félagar í Hoffenheim:
Fá nýjan þjálf-
ara í sumar
Við vitum sem er að dagblað á að vera skemmtilegt og upplýsandi. Það á
að veita innsýn í líf fólks og varpa ljósi á atburði sem skipta okkur máli. Við
hlustum á raddir lesenda og erum lifandi vettvangur fyrir skoðanaskipti.
Allt sem þú þarft...
Yfirburðir Fréttablaðsins á
dagblaðamarkaði staðfestir
Prentmiðlakönnun Capacent Gallup.
Janúar til mars 2011, meðallestur á tölublað 18–49 ára.
DV: 11% – Fréttatíminn: 49%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
72%
M
or
gu
nb
la
ði
ð
29%
DV: 10% – Fréttatíminn: 37%
ALLT LANDIÐ
60%
26%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Fréttablaðið og Morgunblaðið kemur út sex daga
vikunnar, á meðan DV kemur út þrisvar í viku og
Fréttatíminn einu sinni.
FÓTBOLTI Arsenal er aftur komið á
fullt í toppbaráttu ensku úrvals-
deildarinnar eftir að Man. Utd
missteig sig í Newcastle. Þetta
voru önnur vonbrigði fyrir lið
Man. Utd á nokkrum dögum
því liðið tapaði fyrir Man. City í
undanúrslitum ensku bikarkeppn-
innar um síðustu helgi.
Forskot Man. Utd á toppnum
er nú sjö stig en liðið hefur leik-
ið einum leik meira en Arsenal.
Vinni Arsenal leikinn sem það á
inni verður munurinn aðeins fjög-
ur stig og enn fimm leikir eftir í
deildinni.
Fyrri hálfleikur var virkilega
líflegur og byrjaði með látum. Það
voru tæpar tvær mínútur liðnar af
leiknum þegar Wayne Rooney átti
magnaða sendingu inn í teiginn á
Javier Hernandez sem var í opnu
færi. Tim Krul, markvörður New-
castle, átti aftur á móti frábært
úthlaup og varði skot Hernandez.
Heimamenn í Newcastle báru
enga virðingu fyrir toppliðinu
og sóttu af nokkrum krafti. Þeir
gerðu United oft lífið leitt með
snörpum sóknum og það var nokk-
uð að gera hjá hinum aldna Edwin
van der Sar í marki Man. Utd.
Bæði lið áttu sína spretti en þrátt
fyrir það var ekkert skorað í fyrri
hálfleiknum.
Man. Utd herti róðurinn nokk-
uð í síðari hálfleik og pressan að
marki Newcastle þyngdist eftir því
sem leið á hálfleikinn.
Rúmum 20 mínútum fyrir leiks-
lok fékk Ryan Giggs algjört dauða-
færi. Fékk boltann einn og óvald-
aður í miðjum teig Newcastle en
skot hans fór fram hjá markinu.
Þar fór Giggs illa með úrvalsfæri
til þess að koma United yfir.
Það var alveg sama hvað Man.
Utd reyndi, boltinn vildi ekki í
netið. Sir Alex Ferguson, stjóri
Man. Utd, skipti bæði Antonio
Valencia og Michael Owen inn af
bekknum en allt kom fyrir ekki.
Gestirnir vildu fá víti í lokin
þegar Danny Simpson virtist
brjóta á Hernandez. Líklegast
var rétt hjá dómaranum að flauta
ekki. „Mér fannst ég ekki koma
við hann. Ég fann ekki fyrir neinni
snertingu. Mér fannst hann fara
auðveldlega niður,“ sagði Simpson
um atvikið en Ferguson sagði það
vera hneyksli hjá dómaranum að
gefa Hernandez spjald.
„Þetta var klárt víti og móðgun
hjá dómaranum að spjalda hann.
Dómarinn átti góðan dag en olli
sjálfum sér vonbrigðum með þessu
spjaldi,“ sagði Ferguson pirraður.
„Newcastle spilaði annars vel
í þessum leik og gerði okkur erf-
itt fyrir. Við komum okkur í fínar
stöður en náðum ekki að láta
markvörðinn þeirra hafa fyrir
hlutunum. Ég held við séum samt
í fínni stöðu enda einum leik færra
eftir.“
Alan Pardew, stjóri Newcastle,
sagði dómarann hafa gert rétt með
því að dæma ekki víti. „Danny
setti fótinn út sem er alltaf hættu-
legt. Hann snerti samt ekki Hern-
andez sem lét sig falla. Ég tek
ofan fyrir dómaranum að falla
ekki í gildruna því þetta var ekki
auðveld ákvörðun,“ sagði Pardew.
henry@frettabladid.is
Newcastle kveikti von fyrir Arsenal
Man. Utd varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í gær er liðið gerði marka-
laust jafntefli gegn Newcastle á útivelli. Þrátt fyrir mikla pressu tókst Man. Utd ekki að skora í leiknum.
RÁÐALAUS Ryan Giggs og félagar í Man. Utd náðu ekki að koma inn marki hjá Newcastle í gær og opnuðu toppbaráttuna upp á
gátt í leiðinni. United vildi fá víti í lokin en fékk ekki frá dómaranum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES