Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 34
21. maí 2011 LAUGARDAGUR34 Á ður en tuttugasta öldin var hálfnuð höfðu Evrópurík- in þegar barist sín á milli í tveimur heimsstyrjöldum. Sameinuð Evrópa var gamall draumur sem hafði fengið byr undir vængi meðal andspyrnumanna í her- teknum löndum nasista. Ljóst var að þjóðir Evrópu voru ekki lengur stór- veldi, þeim var skipt í áhrifasvæði Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Bandaríkjamenn hugsuðu með hryllingi til þess ef þeir þyrftu að fara enn einu sinni yfir hafið til að skilja að þessar brjáluðu þjóðir. Þeir settu sem skilyrði fyrir Marshall- aðstoðinni, fjárhagsaðstoð til að reisa álfuna úr rústum, að Evrópu- þjóðirnar ynnu saman. Gamla alþjóðakerfið, þar sem stóru þjóðirnar völtuðu yfir hinar smærri uns þær rákust á aðrar stór- ar þjóðir, þótti úr sér gengið. Þjóð- ernishyggja, sem hafði grasserað í Evrópu síðan í heimskreppunni 1929, var ekki vinsæl hugmynda- fræði. Winston Churchill, forsæt- isráðherra Breta, vildi að stofnuð yrðu Bandaríki Evrópu. En hvorki stórveldin tvö né stjórnvöld á meg- inlandi Evrópu höfðu mikinn áhuga á því og ekki almenningur heldur. Vestrænir ráðamenn óttuðust hugmyndafræðileg áhrif kommún- ista og almenningur gerði auknar kröfur til þjóðríkisins, um þjón- ustu og velferðarkerfi. Ein leið til að koma í veg fyrir að kommún- istar yrðu kosnir til valda var að bjóða upp á velferð, hagsæld. Að auki var yfirþjóðlegt samstarf, þar sem þjóðir komast að samkomulagi um að taka sameiginlegar ákvarð- anir, séð sem leið til að koma bönd- um á Þjóðverja. Á fimmta áratugn- um voru gerðar ýmsar tilraunir til alþjóðasamvinnu: Stofnaðar voru Sameinuðu þjóðirnar, Efnahags- samvinnustofnunin, NATO og Evr- ópuráðið. Smitáhrif samvinnunnar Charles de Gaulle, leiðtogi Frakka, vildi endurreisa efnahaginn með öllum ráðum og gerði Jean nokk- urn Monnet að ráðgjafa sínum. Monnet taldi að varanlegur frið- ur næðist ekki ef þjóðir Evrópu yrðu endurbyggðar á grundvelli þess fullveldiskerfis sem kallaði á verndarstefnu og árásargirni. Fyrri heimsstyrjöldin hafði sýnt að blómleg viðskipti dugðu ekki til að tryggja friðinn. Monnet var sannfærður um að efnahagslegt samstarf á einu sviði myndi smita út frá sér og knýja á um samvinnu á fleiri sviðum. Einkamál ríkjanna yrðu að sameig- inlegum hagsmunum. Hann vildi tryggja framgang samrunans með yfirþjóðlegri stýringu. Monnet lagði til, ásamt Robert Schuman utanríkisráðherra Frakklands, að umsýsla stálframleiðslu og kola í Frakklandi og Vestur-Þýskalandi – helstu hráefni til iðn- og stríðs- reksturs – yrðu sett undir sameig- inlega yfirstjórn. Þetta var nægi- lega hóflegt skref fyrir stjórnir ríkjanna, sem féllust á þetta. HELSTU ATBURÐIR FYRSTU ÁRATUGA EVRÓPUSAMVINNUNNAR SÉÐ YFIR MIÐBORG DRESDEN Í ÞÝSKALANDI EFTIR ÁRÁSIR BANDAMANNA 1945 Það er ekki að undra að friður hafi verið ofarlega í huga þeirra sem stofnuðu það sem nú heitir Evrópusambandið. Markmiðið um að halda friðinn hefur náðst. Myndin er tekin úr turni Frúarkirkjunnar. NORDICPHOTOS/AFP Stóru þjóðirnar í Evrópu hafa ekki ráðist hver á aðra í nær sjötíu ár og eru nánast í hjónabandi. Klemens Þrastarson rekur upphaf Evrópu- sambandsins. Iðnaður undir eina stjórn 1951 Stofnríki Kola- og stálbandalagsins (K&S) voru Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland. Benelúxlöndin þrjú höfðu þegar gert tilraunir með fríverslun og töldu að besta leiðin til að hafa áhrif á – og skjól fyrir – stóru ríkjunum í Evrópu væri í gegnum náið samstarf við þau. Ítalía stóð illa ein. K&S var sameiginlegur markaður með kol, kox, járngrýti, stál og brotajárn. K&S átti að tryggja að aðildarríkin hefðu aðgang að þessum efnum, að framleiðsla og nýting yrði nútímavædd og vinnuaðstæður og lífsgæði starfsfólksins betrumbætt. Yfirstjórnin var byltingarkennd því hún mátti setja lög um viðskipti, ríkisafskipti og tolla. Stofnanirnar fjórar sem urðu til í K&S eru fyrirrennarar þeirra stofnana sem stýra ESB í dag. Þar var sjálfstæð yfirþjóðleg stjórn með fulltrúum allra aðildarríkjanna, sem máttu ekki hafa sérhagsmuni sína að leiðarljósi. Sérstakt ráð ráðherra ríkjanna hafði ákvörðunarvald yfir mörgum tillögum framkvæmdastjórnarinnar. Þá varð til ráðgjafarsamkoma þingmanna aðildarríkjanna og sameiginlegur dómstóll til að skera úr um deiluefni vegna K&S. Varnarsamstarfi hafnað 1954 K&S gekk vel og bjartsýni ríkti um að sam- runinn gæti gengið mun lengra. Í ljósi kalda stríðsins og Kóreustríðs þótti ástæða til að binda saman hermátt Evrópuríkjanna. Varnar- bandalag Evrópu átti að hafa sameiginlegan her og varnarstefnu ríkjanna sex undir einni stjórn. Einnig var talað um að stofna pólitískt bandalag. Sökum þess hve stór hluti fullveldis ríkja varnarmálin eru og vegna þess að NATO og Bandaríkin uppfylltu flestar varnarþarfir Evrópu varð ekkert úr þessu. Þjóðirnar voru ekki tilbúnar til að gefa eftir völd í utanríkis- og varnarmálum. Enn í dag er þessi málaflokkur afar veikur hlekkur Evrópusamstarfsins. Rómarsáttmálar 1957 Þrátt fyrir bakslagið í varnarsamstarfi var áfram haldið með samrunann. Aðildarríki K&S sam- þykktu að stofna tvö ný bandalög: Kjarnorku- bandalagið og Efnahagsbandalag Evrópu (EBE). Viðræðurnar um EBE, sameiginlegan markað og nálgun í efnahagsstefnu, voru harðar og erfiðustu málin voru undanskilin, svo sem félagsmál. Hins vegar urðu til nokkuð skýrar reglur um viðskipti. Frakkar töldu að Þýskaland myndi hagnast mest á frjálsum viðskiptum með iðnvörur og fengu sárabót með sérstökum ráðstöfunum fyrir landbúnað, sem var ofarlega í huga leiðtoga Evrópu. Stutt var um liðið frá því að íbúarnir liðu hungur, í stríðinu og eftir það. Mikil áhersla var því lögð á matvælaöryggi. Samkomulag náðist með Rómarsáttmála um að í EBE yrðu engir tollar milli aðildar- ríkjanna, heldur sameiginlegur ytri tollmúr. Dregið var úr möguleikjum ríkjanna til að hygla innlendri framleiðslu. Unnið var í átt að fjórfrelsi varnings, fólks, þjónustu og fjármagns yfir landamæri. Bæta átti lífskjör íbúa og tengsl milli landanna. Þessi grunnur ESB hefur verið gagnrýndur fyrir að snúast um lögmál markaðarins og frjálshyggju, en um leið fyrir mikil afskipti og inngrip hins opinbera og verndarstefnu fyrir bændur, sem var meðal félagslegra mótleikja gegn neikvæðum áhrifum frjáls markaðar. Sáttmáli um kjarnorkubandalag snerist um sameiginlegan atómmarkað, rannsóknir, upplýsingaskipti og heilbrigðisráðstafanir. Þetta var þó talsvert vatnað út með undanþágum og bókunum um að öryggishagsmunir hverrar þjóðar væru samstarfinu æðri. Í lok sjötta áratugarins var sumsé búið að semja þrjá sáttmála á skömmum tíma, sem hafa markað allt samstarf þessara ríkja og verið endurbættir oft. Stofnanir nýju sáttmál- anna voru svipaðar stofnunum K&S, þó juku aðildarríkin völd sín á kostnað framkvæmda- stjórnar. Frakkar kæla allt 1965 – Krísan mikla Charles de Gaulle, leiðtogi Frakka, var áberandi í Evrópusamstarfinu á þessum árum. Hann kom í gegn sameiginlegu landbúnaðarstefnunni og hataðist við yfirþjóðlegt vald framkvæmda- stjórnarinnar. Eitt sinn mislíkaði honum fram- hleypni hennar í samrunaátt og ákvað 1965 að Frakkland tæki ekki lengur þátt í fundum ráðherraráðsins. Þetta stóð í sex mánuði og er mesta krísan í sögu Evrópusamstarfsins. Önnur ríki í V-Evrópu þreifuðu einnig fyrir sér um efnahagssamstarf á þessum árum. 1960 voru stofnríki EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu, Austurríki, Bret- land, Danmörk, Noregur, Portúgal, Svíþjóð og Sviss. Ári eftir stofnun EFTA sóttu Bretar, Danir og Írar um aðild að EBE, og Norðmenn 1962. Bretum var hafnað af Frökkum, því de Gaulle, leiðtogi þeirra, tortryggði þá og samband Breta við Bandaríkjamenn. Þá hættu hinar EFTA-þjóðirnar líka við. En 1967 sóttu þessar þjóðir aftur um aðild að EBE og aðildarviðræður hófust 1970, sama ár og Íslendingar gengu í EFTA. Bretar, Danir og Írar gengu í EBE 1973, en Norðmenn felldu aðildarsamninginn í þjóðaratkvæði, eina þjóðin sem það hefur gert. Næst sóttu um aðild Grikkland, Portúgal og Spánn og voru komin inn 1986. Grænlendingar höfðu fylgt með Dönum inn í EBE en sögðu sig úr því með þjóðar- atkvæði 1982 og eru eina þjóðin sem hefur gert það. Kola- og stálbandalagið 1951 Bretland, Danmörk og Írland 1973 Grikkland, Portúgal og Spánn 1981 & 1986 Grænland hættir1982 Málið var leyst 1966 með samkomulagi sem leyfði hverri þjóð í EBE að beita neitunarvaldi þegar nánar óskilgreindir „grundvallarhags- munir“ hennar krefðust. Þetta stuðlaði að því að það hægðist á samrunaferlinu í áratugi. Peningakerfi og Evrópuþing 1979 Peningakerfi Evrópu, EMS, komst í gagnið í lok áttunda áratugarins, eftir nokkrar misheppnað- ar tilraunir til stöðugleika á gjaldmiðlamarkaði. EMS samtengdi gjaldmiðla flestra EBE-ríkja og þótti vel heppnað. Sama ár og EMS hófst, 1979, var kosið í fyrsta sinn beinni kosningu til Evrópuþingsins, til að auka lýðræðislegt lögmæti ákvarðana EBE. Þingið, sem hafði verið máttlaust, ákvað þegar að samþykkja ekki fjárlög bandalagsins það árið. Síðan hefur það aukið völd sín jafnt og þétt og gert Evrópusamstarfið lýðræðislegra og um leið yfirþjóðlegra. ■ BRETUM VAR HAFNAÐ EN GRÆNLENDINGAR SÖGÐU BLESS Evrópa hættir við að drepa sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.