Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 48
21. maí 2011 LAUGARDAGUR4 Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is MP banki leitar að duglegum og sjálfstæðum einstaklingum með brennandi áhuga á að taka virkan þátt í uppbyggingu atvinnulífs og markaða á Íslandi. Við ætlum að láta verkin tala og stuðla að eflingu virks fjármálamarkaðar sem mun efla atvinnulíf og skapa samfélaginu öllu tækifæri og hagsæld. Ef þú vilt vinna með kraftmiklum hópi fagmanna sem horfa til framtíðar þá erum við að leita að þér. Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Leitað er að einstaklingi sem hefur mikið traust á markaði, góð tengsl og mikla getu til að skapa bankanum viðskipti. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegri stjórnun fyrirtækjaráðgjafar og verkefnastjórnun ráðgjafarverkefna. Viðkomandi er auk þess ábyrgur fyrir markaðs- setningu, kynningu og sölu á þjónustu fyrirtækjaráðgjafar auk þess að sinna ráðgjöf til viðskiptavina bankans á sviði endurskipulagningar fyrirtækja og annarri fjármálaráðgjöf. Menntunar- og hæfniskröfur Reynsla af stjórnun, ráðgjöf og rekstri fyrirtækja Framúrskarandi þekking á sviði fjármála, á efnahagsmálum og á rekstrarumhverfi fyrirtækja Mjög gott vald á íslensku og ensku Leiðtogahæfileikar sem og hæfni í mannlegum samskiptum Frumkvæði og faglegur metnaður Háskólamenntun, framhaldsmenntun æskileg Próf í verðbréfaviðskiptum skv. lögum um verðbréfaviðskipti Framkvæmdastjóri eignastýringar Leitað er að einstaklingi til að leiða eignastýringarsvið bankans og bera ábyrgð á daglegum rekstri. Viðkomandi mun koma að mótun fjárfestingarstefnu, greiningu fjárfestingarkosta og eflingu samskipta við núverandi og nýja viðskiptavini MP banka. Skilyrði er að viðkomandi hafi mikið traust á markaði, góð tengsl við fagfjárfesta og mikla getu til að skapa bankanum viðskipti. Menntunar- og hæfniskröfur: Reynsla af stjórnun og rekstri Reynsla af störfum á sviði eignastýringar Leiðtogahæfileikar sem og hæfni í mannlegum samskiptum Framúrskarandi þekking á sviði fjármála og á efnahagsmálum Frumkvæði og faglegur metnaður Háskólamenntun, framhaldsmenntun æskileg Próf í verðbréfaviðskiptum skv. lögum um verðbréfaviðskipti Mjög gott vald á íslensku og ensku Yfirlögfræðingur Leitað er að einstaklingi með yfirgripsmikla þekkingu og brennandi áhuga á lögfræði og fjármálamörkuðum til að stýra lögfræðisviði bankans. Viðkomandi heyrir undir forstjóra og sinnir almennri lögfræðiráðgjöf á sviði bankaréttar, verðbréfaréttar, kröfuréttar og félagaréttar. Meðal annarra verkefna er samningagerð, almenn túlkun laga og reglna, samskipti við eftirlitsstofnanir og þátttaka í samstarfsnefndum. Menntunar- og hæfniskröfur: Meistara- og/eða embættispróf í lögfræði Reynsla af stjórnun Reynsla af störfum á fjármálamarkaði Gott vald á íslensku og ensku Færni til að tjá sig í ræðu og riti Leiðtogahæfileikar sem og hæfni í mannlegum samskiptum Frumkvæði og faglegur metnaður Sérfræðingur í gjaldeyrismiðlun Við erum að leita að sérfræðingi í gjaldeyrismiðlun til þess að sinna miðlun á gjaldeyri og tengdum afurðum innan markaðsviðskipta. Viðkomandi mun sinna gjaldeyrismiðlun til núverandi viðskiptavina samhliða því að vinna að fjölgun þeirra. Auk þess mun viðkomandi vinna með einstökum deildum bankans við þróun nýrrar þjónustu tengdri gjaldeyrismiðlun. Menntunar- og hæfniskröfur: Reynsla af sambærilegu starfi skilyrði Próf í verðbréfaviðskiptum skv. lögum um verðbréfaviðskipti Skilningur á fjármálum og verðbréfum Greiningarhæfni, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð Söludrifni og hæfni til að vinna undir álagi Háskólamenntun á sviði hagfræði, stærðfræði eða viðskiptafræði Vilt þú taka þátt í uppbyggingu Íslands? Sérfræðingur í greiningardeild Leitað er að sérfræðingi í greiningardeild til þess að sinna greiningu og umfjöllun um þróun helstu hagvísa og stöðu á fjármálamörkuðum. Viðkomandi mun veita starfsmönnum og viðskiptavinum bankans upplýsingar um þróun efnahagsmála og fjármálamarkaða sem settar eru fram jafnt á rituðu formi sem á kynningum innanhúss sem utan. Menntunar- og hæfniskröfur: Meistarapróf í hagfræði eða skyldum greinum Reynsla af störfum á fjármálamarkaði Greiningarhæfni og skilningur á fjármálum og verðbréfum Hæfni til að setja fram efni á skýran og skilmerkilegan hátt í ræðu og riti Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri í starfi Umsjón með störfunum hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is), Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) og Ragnheiður S. Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 29. maí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.