Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 30
21. maí 2011 LAUGARDAGUR30 en ekki hjá konum sem hreyfðu sig þrátt fyrir að þær væru undir sams konar álagi. Svo virðist sem streita bæli lága en nauðsynlega virkni telomerasa-ensímsins sem leiðir til þess að litningaendum er ekki viðhaldið eðlilega.“ Má þá segja að Blackburn hafi tekist að sanna fullyrðingar um skaðsemi streitu og ávinning hreyfingar og omega-3 inntöku? „Já en við verðum þó að fara var- lega í að heimfæra niðurstöðurn- ar á einstaklinga,“ segir Sigríður Klara. „Hér er um að ræða meðal- töl en það eru ótal margir erfða- og umhverfisþættir sem spila inn í og breytileiki á milli einstaklinga er mikill.“ Rannsóknir Sigríðar Klöru sem hún vann undir leiðsögn Jórunn- ar Eyfjörð á rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum leiddi í ljós að litningaóstöðugleiki í ættlæg- um brjóstaæxlum sem bera stökk- breytingu í brjóstakrabbameins- geninu BRCA2 tengist mjög oft þessum litningaendum. „Þarna virðist þó ekki endilega um að ræða styttingu heldur samruna og vandamál við pökkun litninga- enda.“ Sigríður Klara segir þetta undirstrika breytileikann á milli einstaklinga. „Við getum þó verið nokkuð viss um það að með því að draga úr streitu, hreyfa okkur og taka inn omega-3 er hægt að fyrir- byggja ýmsa sjúkdóma og jafnvel lengja lífið.“ Fyrirlestur Black- burn hefst klukkan 14 í dag. Á stralsk-bandaríski Nóbelsverðlauna- hafinn Elizabeth Blackburn gerði uppgötvun á átt- unda áratugnum sem átti eftir að breyta skiln- ingi manna á langlífi, myndun krabbameina og annarra öldrun- arsjúkdóma. Fyrir vikið hlaut hún Nóbelsverðlaunin í læknisfræði haustið 2009 ásamt samstarfs- mönnum sínum Carol Greider og Jack Szostak. Hún er nú stödd hér á landi og flytur erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Nóbelsverðlaunin hlaut Eliza- beth fyrir rannsóknir á svokölluð- um telomera-röðum á litningaend- um og á ensíminu telomerasa sem viðheldur þeim. Telomera-raðirn- ar styttast við hverja frumuskipt- ingu sem leiðir að endingu til hæg- ari frumuskiptinga og öldrunar. Styttingin getur valdið því að litn- ingarnir skemmast og að einstak- lingur fái í framhaldinu krabba- mein. Auk þess hafa Blackburn og félagar sýnt fram á að stytt- ing litningaenda tengist aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og nú síðast á áunninni sykursýki, en allt eru þetta öldrunartengdir sjúkdómar. Fyrstu rannsóknir Blackburn og félaga voru gerðar á frumstæð- um einfrumungi en fljótlega var farið að yfirfæra niðurstöðurnar á manninn og tengja við krabba- mein. Nú er stytting litninga- enda talin ein meginorsök þess að krabbameinstilfellum fjölgar eftir því sem aldurinn færist yfir. Á það einkum við um þekjuvefskrabba- mein en meðal þeirra eru brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbamein. „Stuttar telomera-raðir tapa verndunargildi sínu þannig að litningarnir verða útsettir fyrir göllum sem getur meðal annars leitt til krabbameinsmyndunar,“ segir Sigríður Klara Böðvars- dóttir, rannsóknarsérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands, sem hefur unnið að rannsóknum sem byggja á uppgötvunum Black- burn. „Undanfari æxlismyndunar eru gallar í eftirlitskerfi frumunn- ar sem hleypa frumum með stutta litningaenda áfram í skiptingu sem að lokum leiðir til yfirtján- ingar ensímsins telomerasa sem viðheldur litningaendunum. Þessi yfirtjáning telomerasa er einn af drifkröftum æxlisvaxtar og gerir æxlisfrumum kleift að skipta sér hömlulaust. Telomerasi er yfir- tjáður í langflestum æxlum en að jafnaði ekki í nema mjög litlu magni í öðrum frumum líkam- ans,“ útskýrir Sigríður Kara. Hún segir Elizabeth líklega ekki hafa órað fyrir því hvaða áhrif rannsóknir hennar áttu eftir að hafa á sínum tíma en hún hefur síðan tekið virkan þátt í áfram- haldandi rannsóknum sem hafa einkum miðað að því að skoða samspil umhverfisþátta við lengd telomere-raða á litningaendum. „Síðustu ár hefur henni tek- ist að sýna fram á sterk tengsl milli streitu af ýmsum toga og styttingar litningaenda en streita virðist með öðrum orðum flýta fyrir öldrun. Þetta á við um lang- varandi streitu til að mynda hjá mæðrum langveikra barna og konum sem verða fyrir heimil- isofbeldi,“ segir Sigríður Klara og heldur áfram: „Það er í raun ótrúlegt hversu sterk tengsl eru á milli streitu af ýmsum toga við styttingu litningaenda og að það skuli vera mælanlegt.“ Þá hefur verið sýnt fram á að með því að neyta omega-3 fitusýra og lifa heilbrigðu lífi sé hægt að vinna gegn eyðingu litningaenda og eru vísbendingar um að hún gangi til baka. Nýlegar uppgötvanir Black- burn benda auk þess til þess að áhrif streitu á styttingu litninga- enda gæti eingöngu hjá kyrrsetu- fólki. „Hún gerði rannsókn á konum sem annars vegar hreyfðu sig reglulega og hins vegar lítið. Hún lagði fyrir þær streitupróf og komst að því að hjá kyrrsetu- konum undir streituálagi mátti merkja styttingu á litningaendum Er lykillinn að langlífi fundinn? MEÐAL ÁHRIFAMESTU EINSTAKLINGA HEIMS Fyrstu rannsóknir Blackburn og félaga voru gerðar á frumstæðum einfrumungi en fljótlega var farið að yfirfæra niðurstöðurnar á manninn og tengja við krabbamein og aðra sjúkdóma. NORDICPHOTOS/AFP BYGGIR Á UPPGÖTVUNUM BLACKBURN Sigríður Klara hefur unnið að rann- sóknum á ættlægum brjóstaæxlum sem byggja á uppgötvunum Blackburn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Uppgötvarnir Nóbelsverðlaunahafans dr. Eliza- beth Blackburn hafa breytt skilningi manna á öldrun. Hún hefur sýnt fram á slæm áhrif streitu á litningaenda og ávinning hreyfingar. Vera Einarsdóttir kynnti sér hennar störf og ræddi við rannsóknarsérfræðinginn Sigríði Böðvarsdóttur. B lackburn, sem hefur hlotið fjölda heiðursdoktorsnafnbóta frá helstu háskólum Bandaríkj- anna og var valin ein af hundrað áhrifamestu einstaklingum heims af Time Magazine árið 2007, hefur tekist að sýna fram á sterk tengsl milli streitu og styttingar litninga- enda og virðist langvarandi streita flýta fyrir öldrun. Með því að neyta omega-3 fitusýra er hægt að vinna gegn þessari þróun og jafnvel snúa henni við. Nýlegar upp- götvanir Blackburn benda til þess að áhrifa streitu á styttingu litningaenda gæti þó eingöngu hjá kyrrsetufólki. ■ STERK TENGSL MILLI STEITU OG SJÚKDÓMA FLÝTIR FYRIR ÖLDRUN Streita veldur styttingu litningaenda og eykur hættu á sjúkdómum, sam- kvæmt Blackburn. Landsbyggð tækifæranna Haldin verður ráðstefna um þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands Fundarstjóri: Hjalti Þór Vignisson Umræðustjórar: Steingerður Hreinsdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Njörður Sigurjónsson. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til mennta- og menningarmálaráðuneytisins á postur@mrn.is Þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni M E N N TA - O G M E N N I N G A R M Á L A R Á Ð U N E Y T I Ð 13:00 Setning Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs. 13:10 Fjölbreytni vísinda og þekkingarstarfs á landsbyggðinni Þórarinn Sólmundarson, mennta- og menningarmálaráðuneyti. 13:20 Þekkingarsetur sem samnefnari Valdimar O. Hermannsson, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi. 13:30 Náttúrustofur – samstarf og sérkenni Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrstofu Reykjaness. 13:40 Umræður 14:15 Náttúra, samfélag, verðmætasköpun - Jarðvangur á Suðurlandi Sigurður Sigursveinsson, Háskólafélagi Suðurlands. 14:25 Samþætting akademíu og atvinnulífs Óli Halldórsson, Þekkingarsetri Þingeyinga. 14:35 Menntun í þágu samfélagsins Anna Guðrún Edvardsdóttir, Rannsóknasetri Háskóla Íslands Austurlandi. 14:45 Kaffi hlé og umræður 15:20 Úrvinnsla umræðna 15:50 Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi – samþætting skólastiga Sigurbjörg Jóhannesdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti. 16:00 Háskólar og þekkingarsetur Jón Atli Benediktsson, Háskóla Íslands. 16:10 Þekkingarsetur og Ísland 2020 Héðinn Unnsteinsson, forsætisráðuneyti. 16:20 Samantekt og almennar umræður 16:40 Lokaorð Hjalti Þór Vignisson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar Mánudaginn 23. m aí kl. 13:00 - 17:00 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.