Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 12
Árið 2006 hóf Orkuveita Reykjavíkur rekstur Hellis- heiðarvirkjunar sem leiddi af sér aukinn styrk brenni- steinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu. En hvað er brennisteinsvetni og stafar fólki ógn af auknu magni þess í andrúmsloft- inu? Töluverð umræða hefur verið um möguleikann á skaðlegum áhrif- um brennisteinsvetnis í gufu frá jarðhitavirkjunum allt frá því að rekstur Hellisheiðarvirkjunar hófst í október 2006. Áberandi lykt, oft kölluð hveralykt, berst í meiri mæli yfir íbúabyggðir þegar vind- ur stendur af þeim tveim jarðhita- virkjunum sem standa næst byggð á höfuðborgarsvæðinu, en það eru austlægar og suðaustlægar áttir. En er það svo? Berst skaðlegt magn brennisteinsvetnis til íbúa frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum? Kalifornía Á vef Umhverfisstofnunar er stutt- lega fjallað um brennisteinsvetni í samhengi við íbúabyggð. Þar er tekið eftirfarandi dæmi: „Í Kali- forníu hafa umhverfismörk verið miðuð við næmni fólks fyrir lykt, þar eru mörkin 42 míkrógrömm í rúmmetra sé miðað við klukku- stundarmeðaltal, en rannsókn- ir sýna að við þann styrk skynji um 80 prósent almennings lykt- ina. Mælingar frá því í febrúar 2006 til miðs febrúar 2007 sýndu að styrkur brennisteinsvetnis í Reykjavík fór samtals 48 sinnum yfir umhverfismörk Kaliforníu í mislöngum tímabilum, þar af urðu 45 skipti eftir 1. september 2006. Vegna þessa hefur meira borið á hveralykt í höfuðborginni eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett.“ Þar segir einnig um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu manna að í miklum styrk sé brennisteins- vetni skaðlegt heilsu. Það eru helst augu, lungu og öndunarvegur sem eru viðkvæm fyrir því. Lægsti styrkur sem talinn er valda skaða er um það bil 15 þúsund míkróg- römm í rúmmetra „en það er meira en 100 sinnum yfir þeim styrk sem mest hefur mælst í Reykjavík“. Það er sem sagt óumdeilt að gasið er skaðlegt heilsu manna í miklu magni en hitt liggur eftir órannsakað hvaða áhrif brenni- steinsvetni hefur á heilsu manna í litlu magni yfir langt tímabil. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra setti reglugerð í fyrra- sumar um takmarkanir á losun brennisteinsvetnis byggða á þeim rökum að óvissa ríki um heilsu- farsáhrif af langvarandi innönd- un og því taldi hún nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenn- ingur fengi notið vafans. Var talið nauðsynlegt að setja heilsuvernd- armörkin við fimmtíu míkró- grömm í rúmmetra að meðaltali á 24 klukkustundum. Mörk Alþjóð- legu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru 150 míkrógrömm og eru sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki til lang- tímaáhrifa á heilsu fólks sem býr við þessa mengun að jafnaði. Hjartalyf og mengun Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðing- ur, hefur rannsakað hvort sam- band er milli loftmengunarefna og afgreiðslu á hjartalyfjum í Reykjavík. Niðurstöðurnar birti hún í meistaraprófsritgerð sinni Loftmengun í Reykjavík og notk- un lyfja við hjartaöng. Ragnhildur fann veikt samband milli styrks brennisteinsvetnis og úttekta á hjartalyfjum. Þetta sam- band fannst aðeins þegar skoðað var sólarhringsmeðaltal brenni- steinsvetnis og úttektir á öllum æðavíkkandi lyfjum en ekki þegar skoðaðar voru sérstaklega úttektir á lyfjum við hjartaöng. „Þetta er fyrsta rannsóknin, hér á landi og erlendis, sem finnur sam- band milli loftmengunar og fjölda afgreiðslna á hjartalyfjum og því verður að álykta með varúð hvort um sé að ræða orsakasamband eða ekki milli loftmengunar og hjarta- sjúkdóma. Engu að síður benda niðurstöðurnar til að aukning í loftmengun auki fjölda afgreiðslna á lyfjum við hjartasjúkdómum og því er nauðsynlegt að skoða þetta samband frekar,“ segir Ragnhildur. 21. maí 2011 LAUGARDAGUR12 Mengun sem verður að rannsaka HOLA BLÆS Á HELLISHEIÐI Í gufunni er brennisteinsvetni í töluverðu magni. Gerðar eru tilraunir á vegum OR til að skilja gas frá gufu, blanda gasið fráfallsvatni og dæla því niður í jörðina. Þessi lausn gæti reynst umhverfisvænn og ódýr kostur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ■ Brennisteinsvetni er litlaus, eldfim gastegund sem hefur sterka einkenn- andi lykt sem flestir Íslendingar kannast við frá hverasvæðum eða jökul- ám. Gasið leysist upp í vatni, það er þyngra en loft og sest þess vegna í lægðir og lautir og hætta getur skapast ef gasið safnast fyrir í lokuðum rýmum, eins og í haughúsum, eða í fráveitukerfum ■ Brennisteinsvetni verður til í náttúrunni eins og á jarðhitasvæðum, en magn þess í lofti getur aukist gífurlega við virkjun slíkra svæða, þar sem gufu og jarðhitavatni er þá veitt upp á yfirborð jarðar mun hraðar en gerist í náttúrulegum ferlum. ■ Efnið telst vera eiturefni og svipar því til kolmónoxíðs og blásýru að því leyti að það veldur dauða með köfnun. ■ Brennisteinsvetni getur valdið ertingu í augum í tiltölulega litlu magni. ■ Alls ekki er hægt að útiloka að langvarandi snerting við brennisteinsvetn- isgas/gufu í lágum styrkleika hafi neikvæð áhrif á heilsu manna, einkum í öndunarfærum. Heimild: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, umhverfisefnafræðingur og Björn Pálsson, BA í sagnfræði, land- og jarðfræði. Brennisteinsvetni – litlaust ertandi gas FRÉTTASKÝRING: Mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 5 10 15 20 25 30 35 40 45 F J Ö L D I Þ V O T T A F Y R IR H V E R J A R 1 .0 0 0 K R *: AR IEL B IOLOGICAL 50 k r. hve r þvot tu r NEUTR AL STORVASK 43 k r. hve r þvot tu r ÞVOÐU OF TAR MEÐ MILT F YRIR ALL AN ÞVOT T • Sérþróað gæðaþvottaefni fyrir íslenskt vatn • Án efna sem sitja eftir í tauinu • Án fosfata • Nægir að þvo á 40–60°C * Ve rð f e n g i ð í e i n n i l á g vö r u ve r s l u n á h ö f u ð b o rg a r svæ ð i n u 18 .0 5 . 2011 Hreinn sparnaður! Flestir þvottar fyrir fæstar krónur! MILT F YR IR ALL AN ÞVOT T 22 k r. hve r þvot tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.