Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 74
21. maí 2011 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is 45 Merkisatburðir 1481 Hans konungur tók við af föður sínum Kristjáni 1. sem konungur Dan- merkur og Noregs. 1502 Portúgalar uppgötvuðu eyna Sankti Helenu. 1904 FIFA var stofnað í París. 1927 Charles Lindberg flaug fyrstur manna einn yfir Atlantshafið. 1979 Miklar verðhækkanir á bensíni urðu til þess að bifreiðaeigendur mót- mæltu og þeyttu flautur í tvær mínútur. 1997 Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrím- ur Magnússon voru fyrstir Íslendinga til að stíga á tind Everest. Fimleikafélagið Björk fagnar sextíu ára afmæli sínu um helgina og af því tilefni verða haldnar tvær afmælissýningar í dag. „Það verða tvær sýningar í Strand- götunni í Hafnarfirði, önnur er klukkan tvö og hin klukkan fimm,“ segir Ragn- hildur Guðmundsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Fimleikafélagsins Bjarkar. Hún segir alla nemendur félagsins taka þátt í sýningunni, bæði stelpur og stráka, fimleikafólk og klifrara. „Það er mikill metnaður lagður í sýninguna sem æft hefur verið fyrir í nokkra mánuði.“ Á sýningunni verður meðal annars hópur sem samanstendur af fimleika- stelpum úr Björkinni sem urðu Íslands- og bikarmeistarar á tímabilinu 1976 til 2004. „Þetta eru þrjár kynslóðir sem flestar eru hættar að æfa fimleika en koma saman á afmælum eða viðburðum hjá Björkinni,“ segir Ragnhildur en þær hafa hist á hverju kvöldi til að æfa fyrir sýninguna. „Við erum búnar að æfa flottan dans sem Steinunn Ketilsdóttir samdi og kenndi okkur,“ upplýsir Ragnhildur en Steinunn lærði dans í New York. Ragn- hildur segir að flestar í hópnum séu enn þá í mjög góðu formi. „Við gerum okkur lítið fyrir og skellum okkur í heljarstökk á æfingum,“ segir Ragn- hildur brosandi. Að sögn hennar er góð samstaða innan hópsins eins og hjá öðru íþróttafólki í Björkinni. En hver er ástæða þessarar samstöðu, sem þó spannar þrjár kynslóðir fimleika- kvenna? „Við vorum allar með sama þjálfarann, Hlín Árnadóttur. Hún er enn að þjálfa í Björkinni og hefur gert það í rúm fjörutíu ár,“ útskýrir Ragn- hildur og bætir við að félagið sé eins og hálfgerð fjölskylda. „Það verður til þess að við komum alltaf aftur.“ Ragnhildur segir fimleikakrakka vera skipulagða. „Þetta er mjög metnað- argjarnt fólk. Þegar við hittumst 25 ára vorum við allar í háskólanum og núna erum við allar komnar með fjölskyldu og börn. Við erum svolitlar öfgamann- eskjur en fimleikar eru góður grunnur fyrir lífið.“ martaf@frettabladid.is FIMLEIKAFÉLAGIÐ BJÖRK: FAGNAR 60 ÁRA AFMÆLI SÍNU UM HELGINA Góður grunnur fyrir lífið METNAÐARGJARNAR FIMLEIKAKONUR Hópurinn hefur æft öll kvöld fyrir afmælissýninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LISA EDELSTEIN leikkona er 45 ára „Það sem er erfiðast við að vera grænmetisæta eru skórnir. Ég meina það er eini erfiði hlutinn, að finna skó sem ekki eru gerðir úr leðri.“ BORGARHÓP EHF. PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA OG MJÖG VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ KIRKJUGARÐAÞJÓNUSTA FYRIR ÞÁ SEM VILJA HAFA LEIÐI ÁSTVINA SINNA FALLEG 893 4034 • 893 4007 • borgarhop@simnet.is Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Gjótuhrauni 8, 220 H fnarfirði Sími 571 400 ranit@granit.is Hjartans þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður og afa, Erlings Þórs Proppé Sérstakar þakkir til þeirra starfsmanna á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ sem sinntu honum af virðingu og alúð síðastliðin ár. Fanney Proppé Eiríksdóttir Anna María Proppé Þormar Sigurjónsson Ástráður Þór Proppé Erling Proppé Sturluson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bergþóra Kristjánsdóttir Húnabraut 7, Blönduósi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss mánudaginn 9. maí. Útför verður gerð frá Blönduósskirkju laugardaginn 21. maí klukkan 11.00. Þórunn Pétursdóttir Kristján Pétursson Pétur Arnar Pétursson Helga Lóa Pétursdóttir Guðrún Soffía Pétursdóttir Guðjón Guðjónsson ömmubörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Aðalheiður Jóna Guðmundsdóttir Gulaþingi 9, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, laugardaginn 14. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. maí kl. 13.00. Anna Júlíana Sveinsdóttir Rafn A. Sigurðsson Einar Sveinsson Margrét Heinreksdóttir barnabörn og langömmubörn Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigurbjargar Gísladóttur fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 25. maí kl. 15.00. Margrét Friðbergsdóttir Bergþór Halldórsson Högni Bergþórsson Sigurbjörg H. Bergþórsdóttir Karl Sæberg Jónsson Halldóra Bergþórsdóttir Gestur Svavarsson og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Ingellu Þórðardóttur Sóleyjargötu 10, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-7 Landspítalanum Fossvogi. Margrét Ármannsdóttir Þorvaldur Jónasson Ármann Ármannsson Sigurbjörg Ragnarsdóttir Þóra Emilía Ármannsdóttir Ásmundur Ármannsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Hólmfríður Björnsdóttir Furugrund 32, Kópavogi, lést mánudaginn 16. maí. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 25. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóð L5 Landakoti, sími 543-9890. Elsa Jóhanna Ólafsdóttir Rúnar Jónsson Droplaug Ólafsdóttir Þorsteinn Ólafsson Jóna Fanney Kristjánsdóttir ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.