Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 2
21. maí 2011 LAUGARDAGUR2 Dagbjartur, eru drukknir ökumenn staurblindir? „Ég er hræddur um að þeir sjái stundum tvöfalt eða þrefalt.“ Gatnadeild borgarinnar á í erfiðleikum með að fá upplýsingar um nöfn og trygg- ingafélög þeirra sem aka á ljósastaura og umferðarljós ef ökumenn eru drukknir eða dópaðir. Dagbjartur Sigurbrands- son hefur í yfir fjóra áratugi unnið hjá gatnadeild borgarinnar. DÝRALÍF Kuldatíðin undanfar- ið hefur sennilega haft nokkur áhrif á dýralíf um land allt, ekki síst á þeim stöðum þar sem snjór hefur fallið. Verði vorhretið lang- varandi gæti það raskað verulega varpi ýmissa fuglategunda og höggvið skörð í skordýrastofna. „Þetta hefur í sjálfu sér áhrif á allt líf. Ef gróð- urinn er byrj- aður að bruma, þ á h e f u r svona kulda- kast áhrif og það sama gild- ir um fuglana og skordýr- in,“ segir Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur sem starfar hjá Náttúrufræði- stofnun Kópa- vogs. Spurð um áhrif á geitung- astofninn sem ma rgi r ót t- ast segir Þóra: „Maður varð var við stöku geitunga áður en það kólnaði en þeir hafa lítið sést eftir að kuldakastið byrjaði þannig að kuldinn kemur mjög illa við þá. Sums staðar á landinu er svo snjór á jörðu sem getur haft nokkur áhrif á þær tegundir sem gera sér bú í holum á jörðinni eins og til dæmis holugeitungar.“ Guðmundur A. Guðmundsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun, telur að sama skapi lík- legt að kuldakastið tefji varp. „Þetta getur haft slæm áhrif, sérstaklega fyrir þær tegundir þar sem ungar hafa þegar komið úr eggjum,“ segir Guðmundur og bætir við: „Þessa dagana er þröst- ur að klekja út ungum, auðnutitt- lingur líka sem og endur. Hretið nú kemur því illa við þessa fugla.“ Þá segir Guðmundur að full- orðnir fuglar þoli kuldatíð nokk- uð vel en litlir ungar megi hins vegar ekki við mikilli truflun á þessum árstíma. Ungar þoli hvorki kulda né raunar mikinn ágang manna. Kuldi hafi þó lítil áhrif á egg. Veðurspár benda til áframhald- andi kuldatíðar næstu daga þótt það versta sé sennilega yfirstað- ið. magnusl@frettabladid.is Smáfuglar og skordýr finna fyrir vorhretinu Vorhretið sem landsmenn hafa fundið fyrir undanfarið er líklegt til að hafa nokkur áhrif á dýralíf. Geitungum mun sennilega fækka nokkuð haldi kulda- kastið áfram auk þess sem það kemur illa við endur, þresti og auðnutittlinga. AUÐNUTITTLINGAR Fjölmargar fuglategundir hafa þegar hafið varp. Vorhretið er líklegast til að koma verst við þær tegundir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUÐMUNDUR A. GUÐMUNDSSON ÞÓRA HRAFNSDÓTTIR ÚTFÖR Þóru Elínar Þorvaldsdótt- ur sem lést fimmtudaginn 12. maí síðastliðinn verður gerð frá Sauðárkrókskirkju á mánudag- inn klukkan fjórtán, að því er segir á Feykir.is. Barnsfaðir Þóru Elínar er grunaður um að hafa banað henni og situr í gæsluvarðhaldi. Hann ók líki Þóru á bráðamót- töku Landspítalans en hefur ekki játað að hafa orðið henni að bana og ber við minnisleysi. Í tilkynningu frá fjölskyldu Þóru Elínar kemur fram að blóm og kransar séu afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast henn- ar er bent á Framtíðarreikning Jóhanns Einars, tveggja ára sonar Þóru Elínar, í Sparisjóði Skagafjarðar. Númer reikn- ingsins er 1125-18-560510 kt. 051008-3080. Þóra var tvítug þegar hún lést. Þóra jarðsett á mánudaginn SVÍÞJÓÐ Einn karlmaður og 23 konur voru í gær ákærð í Falun í Svíþjóð vegna barnakláms. Karlmaðurinn sendi konunum, sem eru á aldrinum 37 til 70 ára, myndir og myndbönd sem sýndu meðal annars börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi. Lögreglan komst á slóðir mannsins í fyrrasumar eftir vís- bendingu. Sumar kvennanna eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm en maðurinn allt að sex ára fangelsi. - ibs Barnaklám í Svíþjóð: Yfir tuttugu konur ákærðar DÓMSMÁL Stjórn Samtaka eig- enda sjávarjarða krafðist í gær lögbanns á lagafrumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða. „Frumvarp þetta gengur alveg gegn og tekur ekkert tillit til stjórnarskrárvarinna eignarrétt- inda sjávarjarða sem fyrirmæli eru um í lögum,“ segir í lögbanns- beiðninni sem lögð var fram hjá sýslumanninum í Reykjavík sem nú skoðar beiðnina. Vísað er til álits Mannréttindadómstóls Evr- ópu um eignarrétt sjávarjarða. „Marg ítrekað hefur íslenskum stjórnvöldum verið bent á þennan grundvallareignarrétt sjávarjarða en hann hefur samt algerlega verið hundsaður síðastliðina tæpa þrjá áratugi.“ - gar Eigendur sjávarjarða ósáttir: Vilja lögbann á kvótafrumvarp JÓN BJARNASON Sjávarútvegsráðherra hefur fengið á sig lögbannsbeiðni vegna frumvarps um stjórn fiskveiða. BANDARÍKIN, AP Benjamin Netan- jahú segir að leiðtogar Palestínu- manna, og á þá við leiðtoga Fatah á Vesturbakkanum, verði að velja á milli þess að semja um frið við Ísrael eða sættast við Hamas. Þetta sagði hann eftir að hafa rætt góða stund við Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Daginn áður hafði Obama lýst yfir stuðningi við landa- mærakröfur Palestínumanna, en Netanjahú vísar þeim kröfum algerlega á bug. Sjaldgæft er að bandaríska og ísraelska ráðamenn greini jafn mikið á um málefni Ísraels og Palestínumanna, en Obama sagði ágreining þeirra vera ágreining milli vina. Þeir komu brosandi út af fundinum og sögðust hafa rætt málin í bróðerni. - gb Obama og Netanjahú funda: Greinir á um landamærin SKIPULAGSMÁL Söfnuður Moskvu- patríarkats rússnesku rétttrúnað- arkirkjunnar hefur nú sýnt frum- tillögu sína að kirkjubyggingu og safnaðarheimili ofan við Mýrar- götu í Reykjavík. Yfirbragðið er nokkuð frábrugðið öðrum guðs- húsum hérlendis og víst að bygg- ingin mun setja mikinn svip á Vesturbæinn. Skóflustunga var tekin að kirkj- unni 12. maí síðastliðinn en skipu- lags- og byggingayfirvöld í Reykja- vík eiga enn eftir að veita blessun sína yfir hönnun mannvirkisins sem þarf að uppfylla hefðbundna skilmála sem gilda í borgarland- inu. - gar Moskvu-patríarkatið tilbúið með útlitsteikningar að kirkju sinni á Mýrargötu: Framandi kirkjustíll í Vesturbænum RÉTTTRÚNAÐARKIRKJAN Á MÝRARGÖTU Einkenni kirkna rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar eru meðar annars hinir fagur- löguðu kúplar ofan á turnum þeirra. MYND/SÖFNUÐUR MOSKVU-PATRÍARKATSINS LÖGREGLUMÁL Eldur kom upp í verslun KS á Hofsósi í gær. Versl- unin er sú eina á staðnum. Haft er eftir Vernharði Guðna- syni slökkviliðsstjóra á Feyki.is að eldurinn hafi líklega komið upp í frystiskáp og breiðst um búðina. Eldurinn hafi svo að líkindum koðnað niður af súrefnisskorti. Starfsmaður sem kom til vinnu í gærmorgun varð var við reyk og mikla brunalykt. Alls innvols verslunarinnar er ónýtt og því þurfa íbúar að gera aðrar ráðstaf- anir í matarinnkaupum í bili. - þeb Húsið er ónýtt að innan: Eldur í einu búð Hofsóss STJÓRNMÁL Á flokksráðsfundi Vinstri grænna verður í dag gengið til atkvæða, meðal annars um ályktun þar sem lagt er til að flokkurinn harmi úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar úr þingflokknum. Þau eru með þessu sögð hafa gefið flokkssystkinum sínum langt nef og þverbrotið gegn lýðræðis- legum vilja og ákvörðunum stofn- ana flokksins. Þau tóku öll þátt í flokksráðsfundinum í gær. Einnig liggur fyrir fundinum ályktun gegn hernaði Atlantshafs- bandalagsins í Líbíu. Þá verður borin undir fundinn stuðnings- yfirlýsing við ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir, formað- ur flokksráðsins, setti fundinn á Grand Hóteli síðdegis í gær en síðan ræddi Steingrímur J. Sig- fússon stjórnmálaástandið. Að því búnu hófust umræður í fjórum starfshópum og um kvöldið voru ályktanir kynntar. Í dag verða ályktanirnar síðan afgreiddar og lýkur fundinum á hádegi. - gb Ályktun um úrsögn úr þingflokki borin undir flokksráðsfund Vinstri grænna í dag: Sögð hafa misnotað traust STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Ræddi stjórnmálaástandið við félaga sína í flokksráði Vinstri grænna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS lengra geymsl uþol nú með tappa Ljúffengar uppskriftir með matreiðslurjóma er að finna á www.gottimatinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.