Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 36
21. maí 2011 LAUGARDAGUR36 Feilnótur og fánaruglingur Þótt hljóðnemavesen Diktu á opnunarhátíð Hörpu um síðustu helgi hafi verið fremur neyðarlegt hlýtur það að teljast barna- leikur miðað við fjölmörg önnur vandræðaleg augnablik tónlistarfólks á sviði. Kjartan Guðmundsson tók nokkur slík saman. PopMart-tónleikaferð rokk-sveitarinnar U2, sem farin var árið 1997, var hugsuð sem kaldhæðinn óður til auglýs- ingamennsku og nútíma popp- kúltúrs. Sveitin hafði áður gert lagið Lemon gríðarlega vinsælt og því var miðpunkturinn á sviðinu risavaxin og sítrónu- laga diskókúla sem meðlimir U2 áttu að stíga út úr í upp- hafi tónleika og byrja að rokka. Áhorfendur á hljómleik- um í Osló urðu þó ekki vitni að þessu glæsta upphafi, því þar bil- aði sítrónan stóra og opnaðist ekki, svo írsku popp- goðin neyddust til að skríða út úr henni í gegn- um lítinn neyðar- útgang við mikinn hlátur viðstaddra. ■ SÚRT UPPHAF Á TÓNLEIKUM U2 Endurkomutónleikar R&B-hipphopptríós-ins Fugees í Ósló árið 2005 voru hrein- asta hörmung frá flestum hliðum litið. Meðlimir sveitarinnar, þau Lauryn Hill, Wyclef Jean og Pras Michel, voru alls ekki tilbúin að koma saman aftur eftir langt hlé, yrtu ekki á hvort annað baksviðs né á sviðinu, og pirringurinn smitaði út frá sér til áhorfenda. Í miðju laginu „Ghetto Superstar“, um miðbik tónleikanna, gerði Pras þó heiðarlega tilraun til að gleðja gest- ina með því að skella sér út í áhorfendahópinn og „crowdsurfa“ lítið eitt. Ekki fór betur en svo að í hama- gangnum missti rapparinn spánnýja Blackberry-símann sinn úr vasanum og týndi honum. Pras eyddi því sem eftir var af tónleik- unum í að svipast um eftir símanum og grátbiðja áhorfendur um að skila sér honum, við lítinn fögnuð þeirra sem borguðu stórfé fyrir miðann. ■ SVARTUR SÍMADAGUR HJÁ FUGEES Titillag Duran Duran úr Bond-myndinni A View to a Kill sat á toppi vinsældalista um allan heim í júlímánuði ársins 1985 þegar sveitin kom fram á Live Aid á JKF-leikvanginum í Fíladelfíu, en samtímis fóru risagóðgerðartónleikarnir fram á Wembley í London. Ósætti hafði ríkt um nokkra hríð hjá meðlimum sveitarinnar og samskipti milli þeirra voru í algjöru lágmarki. Frammistaða þeirra á Live Aid þótti hörmuleg og er talin ein af ástæðum þess að sveitin leystist upp í kjölfarið (Roger og Andy Taylor gengu úr skaftinu) og kom ekki saman aftur í upprunalegri mynd fyrr en átján árum síðar. Segja má að botninum hafi verið náð þegar söngv- arinn Simon Le Bon rak upp eina hrikalegustu, og jafn- framt frægustu, feilnótu tón- listarsögunnar í viðlagi téðs A View to a Kill, enda urðu 100.000 áhorfendur á JFK- leikvanginum og yfir tveir milljarðar sjónvarpsáhorf- enda vitni að ósköpunum. Síðar viðurkenndi Le Bon að atvikið hefði verið það neyðarlegasta á ferlinum og þegar Live Aid tónleikarnir voru gefnir út á DVD fékkst ekki leyfi frá hljómsveitinni til að hafa þetta ákveðna lag með á disk- inum. Það er þó hægt að finna á vefsíðunni YouTube, eins og flest annað, og þykir svipur gítarleikarans Andy Taylor rétt eftir feilnótu söngvarans sérlega lýsandi fyrir ástandið innan sveitarinnar. ■ FEILNÓTAN SEM HEIMURINN HEYRÐI Fátt var um vandræðaleg augnablik á tónleikum Busta Rhymes í Vodafone-höllinni síðastliðinn þriðjudag þrátt fyrir meintar opinberar kannabis- reykingar, enda hefur rapparinn væntanlega lært sína lexíu eftir frammistöðu sína á tónleikum sem hann hélt í Kaupmannahöfn árið 2003. Eins og hipphoppara er siður gerði Rhymes víðreist um sviðið og hvatti viðstadda til að standa upp og baða út öngunum sem mest þeir mættu. Þegar hann tók eftir því að einn tónleikagestur í fremstu röð sat sem fastast brá Rhymes á það ráð að segja við- komandi að „drulla sér á lappir,“ því hann hefði sko ekki „ferðast yfir hálf- an heiminn til að sjá fólk sitja á rassinum“. Rhymes gerði sér greinilega ekki grein fyrir því að viðkom- andi gestur var bund- inn við hjólastól, enda baðst hann innilega afsökunar daginn eftir. ■ „DRULLAÐU ÞÉR Á LAPPIR!“ Áhorfendur á tónleikum Black Eyed Peas í San Diego árið 2005 urðu vægast sagt hissa þegar þeir urðu þess áskynja, í miðjum stærsta smelli sveitarinnar „Let‘s Get It Started“, að dökkur blettur myndaðist í klofinu á ljós- gráum buxum söngkonunnar Fergie. Bletturinn varð stærri eftir því sem leið á lagið og fljótlega varð ljóst að Fergie hafði hreinlega pissað í buxurnar. Ljósmyndir af atvikinu breiddust eins og eldur í sinu um alnetið undir hnyttnum fyrirsögnum á borð við „Black Eyed Pees“ og sjálf viðurkenndi Fergie síðar í viðtali að hún hefði aldrei lent í neinu jafn neyðarlegu. Hún hefði hreinlega ekki haft tíma til að fara á salernið fyrir tónleikana og því fór sem fór. Úrgangur víða til vandræða Úrgangur hefur raunar víða verið til vandræða á tónleik- um. Sálin hans Jóns míns tróð upp á Þjóðhátíð í Eyjum sumarið 1992, þegar einn gesta lagði á sig að príla upp á þakið á sviðinu, leysa niður um sig og spræna á kollana á meðlimum sveitarinnar. Stefán Hilmarsson, söngvari Sál- arinnar, tók atvikinu með stóískri ró, þótt nokkurra sár- inda gætti í orðum hans til áhorfenda eftir að afbrotaung- lingurinn hafði verið dreginn inn í lögreglubíl: „Það er ekki þakklætinu fyrir að fara hér í Eyjum. Maður kemur hingað til að spila og það er bara pissað á mann!“ Einnig rauk Will Berman, trommari bandarísku popp- sveitarinnar MGMT, af sviðinu á tónleikum í Manchester á síðasta ári þegar óprúttinn aðili í áhorfendahópnum kastaði glasi með þvagi í bringuna á trommaranum. Á svipuðum tíma þurftu rokkararnir í Kings of Leon að flýja sviðið undan skítandi dúfum í hundraðatali á tón- leikum í St. Louis. Tilvonandi Íslandsvinurinn Cyndi Lauper náði þó ekki að forða sér frá fugla- driti á tónleikum í Massachusetts árið 2004 og fékk það beint upp í munninn. Þá lagði metal-meistarinn Alice Cooper í vana sinn að vefja risastórum og lifandi snáki um hálsinn á sér á tónleikum í yfir þrjá ára- tugi, allt þar til snákurinn tók upp á því að kúka á söngvarann á tónleikum í Los Ange- les árið 2000. „Lyktin var svo vond að ég þurfti að æla. Og það voru tíu lög eftir,“ sagði Cooper í viðtali og bætti við að saurinn úr snáknum hefði verið svo mikill að hann hefði búist við slíku úr Doberman-hundi, en alls ekki skriðdýri. ■ FERGIE NÁÐI EKKI Á KLÓSETTIÐ Í TÆKA TÍÐ Sígilt ráð til að koma áhorfendum í gott stuð og fá þá á þitt band er að vefja utan um sig þjóðfána áhorf- endanna sem þú ert að skemmta þá stundina. Þetta veit Axl Rose, söngvari bárujárnssveitarinnar Guns N‘Roses, og hugðist hann nýta sér trixið á tónleikum í Ósló á síðasta ári. Axl klikkaði einungis á litlu smáat- riði. Hann vafði sænska fánanum utan um sig en ekki þeim norska, og virtist nokkuð hissa þegar uppátækið hlaut dræmar undirtektir hjá tónleikagestum. Næstu tónleikar Guns N‘Roses eftir þá í Ósló voru í Svíþjóð og mistökin því skiljanleg. Í það minnsta þegar Axl Rose á í hlut. ■ MISLUKKAÐ FÁNATRIX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.