Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 72
21. maí 2011 LAUGARDAGUR40 Sjónarhorn Ljósmynd: Anton Brink UNGT OG LEIKUR SÉR Þessir tveir kettlingar virtust una sér ágætlega í Kattholti, húsi Kattavinafélags Íslands, í vikunni. Við stofnun félagsins árið 1976 hófst sú starfsemi að taka til geymslu heimilislausa óskilaketti, sem fengu mat, umönnun og húsaskjól í sérstöku herbergi heima hjá fyrsta formanninum, Svanlaugu Löve. Á þessum degi, 21. maí árið 1992, var hin 17 ára gamla Amy Fisher handtekin í Massapequa í New York-fylki, grunuð um að hafa skot- ið húsmóðurina Mary Jo Buttafuoco á heimili þeirrar síðarnefndu. Það sem fylgdi í kjölfarið var eitt af safaríkustu hneykslis- og fjölmiðla- málum Bandaríkjanna í seinni tíð. Rannsóknin leiddi í ljós magnaða sögu um ástríður, afbrot og meiri- háttar siðleysi. Amy hafði staðið í ástarsambandi við Joey Buttafuoco, 38 ára gamlan eiginmann Mary Jo. Samband þeirra hófst nokkru áður, þegar Amy kom með bíl foreldra sinna á réttingaverkstæði Joeys. Amy einsetti sér að sitja ein að elskhuga sínum og mætti því á heimili Buttafuoco-fjölskyldunnar vopnuð byssu. Hún tilkynnti Mary Jo fyrst að Joey stæði í ástarsambandi við yngri konu. Því til „sönnunar“ dró hún fram bol sem var merktur réttingaverkstæðinu. Hún dró því næst upp byssuna og skaut Mary Jo í andlitið og flúði af vettvangi. Skotið reyndist ekki banvænt og gat Mary Jo gefið greinargóða lýs- ingu á Amy, auk þess sem bolurinn bendlaði Joey við glæpinn. Við yfir- heyrslur benti hann svo á Amy sem var handtekin skömmu síðar. Réttarhöldin urðu sannkallaður fjölmiðlasirkus en endaði með því að Amy var dæmd fyrir árás og hlaut 5 til 15 ára dóm. Joey var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir samræði við stúlku undir lögaldri. Amy slapp úr fangelsi árið 1999 eftir að Mary Jo hafði talað máli henn- ar. Þau skötuhjú, Amy og Joey, dúkka enn upp öðru hvoru þar sem þeim leiðist víst ekki að vera í kastljósi fjölmiðlanna. Amy hefur ekki setið auðum höndum og hefur meðal annars gefið út ævisögu sína og reyndi á tímabili að hasla sér völl í klámiðnaðinum. Hún er nú meðal þátttakenda í raunveruleikaþáttunum Celbrity Rehab þar sem hún tekst á við áfengis- og lyfjafíkn. Hjónaband Joey og Mary Jo Buttafuoco stóð af sér storminn í fyrstu, en þau skildu árið 2003. Hann stýrir nú útvarpsþætti um hvernig megi bæta líf sitt. Þetta mikla hneykslismál tröllreið fjölmiðlum um langt skeið og hefur getið af sér kvikmyndir, heimildarmyndir og endalaust marga mis- smekklega brandara. - þj Heimildir: History.com og Wikipedia. Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1992 Amy Fisher handtekin fyrir skotárás á eiginkonu elskhuga Var hún miskunnarlaust tálkvendi eða auðsveipur stúlkukjáni? Viðskipti Íslands og Kína Hver er staðan í Kína? Hvar liggja tækifærin? Hvað gerist þegar Norðursiglingaleiðin opnast? Í tilefni af 40 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Kína stendur Íslensk kínverska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um viðskiptatengsl Íslands og Kína, fimmtudaginn 26. maí, kl. 14-17 á 20. hæð Turninum Smáratorgi. Opnunarávörp: Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Dr. Su Ge, Sendiherra Kína á Íslandi Aðalerindi: Kjeld Erik Brødsgaard, Prófessor við Copenhagen Business Scool. "The political and economic consequences of China's integration into the global economy - background and perspectives." Húni Heiðar Hallsson, Heimskautalögfræðingur. ,,Ísland í lykilhlutverki í samgönguneti framtíðar.“ Aðrir mælendur: Vala Valtýsdóttir, Deloitte. Magnús Oddsson, Össur hf. Kjartan Pierre Emilsson, CCP. Magnús Björnsson, sérfræðingur í málefnum Kína. Fundarstjóri: Elín Björg Ragnarsdóttir, verkefnastjóri ÍKV. Skráning með tölvupósti á ift@ift.is eða í síma 588 8910. Enginn aðgangseyrir! Samstarfsaðilar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.