Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 96
21. maí 2011 LAUGARDAGUR64 FÓTBOLTI „Ég tel það afar ólíklegt að ég verði áfram,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður KV Mechelen í Belgíu, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er nokkuð ljóst að ég fer en það mun svo skýrast á næstu dögum eða vikum hvert.“ Bjarni segir að sér standi ýmislegt í boða. „Það hafa einhver félög í Belgíu og í næstefstu deild í Englandi sýnt áhuga á mér. Það sem er mikilvægast fyrir mig er að velja rétt og því mun ég taka mér tíma til að hugsa þessi mál vandlega.“ Óhætt er að segja að árið hjá Mechelen hafi verið Bjarna Þór mikil vonbrigði enda samdi hann við liðið til fjögurra ára fyrir síðasta tímabil eftir að Mechelen keypti hann frá Roeselari fyrir dágóðan skilding. „Ég spilaði nú bara 350 mínútur allt tímabilið, sem er nú ekki neitt. Ég vil því fara og ég tel að það væri best fyrir mig og klúbbinn. Það er ekki útlit fyrir að þjálfarinn sé á förum, þar sem hann skrifaði nýlega undir nýjan þriggja ára samning.“ Þrátt fyrir það hversu lítið Bjarni hefur spilað er það þjálf- arinn sem ákvað að fá hann til félagsins. Það kom því Bjarna á óvart hversu fá tækifæri hann fékk. „Það sem ég hef verið að reyna að fá upp úr honum er hvort hann hafi í raun vitað hvað hann var að kaupa. Hann segist hafa vitað það. Á endanum er það þjálf- arinn sem ræður og því er þetta erfið staða.“ Bjarni er leikjahæsti leikmað- ur U-21 landsliðs Íslands frá upp- hafi með 24 leiki. Hann er fyrir- liði liðsins og mun því fara fyrir sínum mönnum á EM í Danmörku sem hefst eftir þrjár vikur í dag. „Auðvitað væri það best að ganga frá þessum málum áður en mótið hefst en ég mun nýta tímann fram að því að skoða hvaða mögu- leikar mér standa til boða. Ef mér líst ekki nógu vel á þá verð ég bara rólegur enda á ég enn þrjú ár eftir af samningi mínum í Belgíu – þó svo að mér hugnist ekki að vera áfram þar.“ Mechelen mun ekki sleppa Bjarna án greiðslu. „Þeir geta þó ekki farið fram á mikið fyrir leik- mann sem þeir hafa lítið sem ekk- ert notað,“ segir Bjarni, sem neit- ar því ekki að undanfarið ár hefur verið honum erfitt. „Það hefur ekki verið rosalega auðvelt, sérstaklega þar sem ég var keyptur til liðsins fyrir ágætlega stóra upphæð og er einn af launa- hærri leikmönnum liðsins. En ég er með gott fólk í kringum mig og komst í gegnum þetta. Tímabilið var þó frekar langt,“ sagði Bjarni. „En það er bjart fram undan og stutt í mótið í Danmörku. Ég hlakka mikið til.“ eirikur@frettabladid.is Bjarni vill losna frá Mechelen Bjarni Þór Viðarsson hefur ekki áhuga á því að vera áfram á mála hjá belgíska félaginu Mechelen. Félög bæði í Belgíu og Englandi hafa sýnt honum áhuga. FYRIRLIÐINN Bjarni Þór Viðarsson er hér í frægum leik U-21 liðsins gegn Þýskalandi í Kaplakrika. Bjarni er leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Keflvíkingum var ekki spáð allt of góðu gengi fyrir tíma- bilið en ef menn skoða söguna undanfarin áratug ætti það ekki að koma neinum á óvart að Kefla- víkurliðið sé í öðru sæti eftir fjór- ar umferðir í Pepsi-deild karla. Keflavíkurliðið hefur aðeins tapað 7 af 40 leikjum í fyrstu fjórum umferðunum frá 2001, hefur náð í 70 prósent stiga í boði og hefur verið níu sinnum meðal þriggja efstu liðanna á þessum tímapunkti. Eina árið sem Keflavíkurliðið hefur ekki verið á topp þrjú eftir fjórar umferðir var fyrir 2009 þegar það vann samt 3 af fyrstu 4 leikjum sínum. Keflavík var þá í raun í 3. til 5. sæti en Stjarnan og FH voru ofar, þar sem þau voru með betri markatölu. Keflvíkingar eru nú eina tap- lausa lið deildarinnar ásamt topp- liði KR en það gæti reyndar hafa verið allt öðruvísi hefði KR-ing- urinn Óskar Örn Hauksson ekki jafnað leik liðanna á KR-vellinum með umdeildu marki í uppbótar- tíma. - óój Keflavík níu sinnum á topp þrjú eftir 4 leiki frá 2001: Hafa byrjað mótið vel í heilan áratug TAPLAUSIR Keflvíkingar hafa ekki tapað leik í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA fiverholt i 2 • 270 Mosfellsbær • Sími 525 6700 • mos@mos.is • www.mos. is Lágafellsskóli Mosfellsbæ Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi þar sem einkunnarorðin SAMVERA, SAMVINNA OG SAMKENND eru höfð að leiðarljósi? LÁGAFELLSSKÓLI VILL RÁÐA TIL STARFA: Tónmenntakennara á yngsta stig í 70% starfshlutfall Á stiginu er m.a. lögð áhersla á hópkennslu í blokk- flautuleik. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2011. MENNTUNAR- OG HÆFNIKRÖFUR: • Kennararéttindi • Reynsla af tónmenntakennslu æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Forstöðumann Frístundasels Lágafellsskóla í 80% starfshlutfall Í frístundaselinu fer fram faglegt frístundastarf fyrir nemendur yngsta stigs að hefðbundnum skóladegi loknum. Starf forstöðumanns felur í sér skipulag á faglegu starfi og daglegan rekstur, auk samstarfs við foreldra, starfsfólk grunnskóla og aðra aðila vegna íþrótta- og tómstundastarfs. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2011. Um er að ræða hlutastörf og er vinnutími frá kl.13:00. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og geta hafið störf 18. ágúst 2011. Umsóknarfrestur um öll störfin er til og með 3. júní 2011 Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttar- félaga. Upplýsingar veita: Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í síma 525 9200 / 896 8230 og Sesselja Gunnarsdóttir, deildarstjóri yngsta stigs í síma 525 9200 / 899 7117. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netföngin johannam@lagafellsskoli.is eða sesselja@lagafellsskoli.is. MENNTUNAR- OG HÆFNIKRÖFUR: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg • Reynsla af stjórnun æskileg • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Frístundaleiðbeinendur í 50% starfshlutfall Frístundaleiðbeinendur taka þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeina börnum í leik og starfi í samvinnu við samstarfsfólk og starfsfólk grunnskóla. HÆFNIKRÖFUR: • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi • Áhugi á að vinna með börnum • Frumkvæði og sjálfstæði • Góð færni í samskiptum HANDBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn Björg- vin Páll Gústavsson átti stórleik í gærkvöldi þegar Kadetten vann 26-23 sigur á Pfadi Winterthur í öðrum úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn. Kadetten er því komið í 2-0 í úrslitaein- víginu og vantar aðeins einn sigur til við- bótar til að verða svissneskur meistari annað árið í röð. Björgvin Páll fór mikinn í markinu og varði meðal annars þrjú víti frá leik- mönnum Pfadi Winterthur í leiknum. Tvö af þessum vítum varði Björgvin í upphafi leiksins og kveikti með því í sínum mönnum. Leikurinn í gærkvöldi fór fram á heimavelli Winterthur en Kadetten vann 29-25 sigur í fyrsta leik liðanna. Björgvin Páll og félagar eiga möguleika á því að verða tvöfaldir meistarar því þeir unnu bikarinn fyrr á þessu tímabili. Þetta er síðasta tímabil Björgvins með Kadetten Schaff hausen en hann hefur samið við þýska félagið SC Magdeburg. Þriðji leikurinn fer fram á heimavelli Kadetten næsta miðvikudag og þar má búast við troðfullu húsi og svaka flottri stemningu en íslenski landsliðsmark- vörðurinn finnur sig jafnan vel við slíkar aðstæður. - óój Kadetten er aðeins einum sigri frá svissneska meistaratitlinum í handbolta: Björgvin Páll varði þrjú vítaköst Sæti Keflvíkinga eftir 4 umferðir frá 2001-2011: 2011 2. sæti - 8 stig 2010 1. sæti - 10 stig 2009 5. sæti - 9 stig 2008 1. sæti - 12 stig 2007 3. sæti - 7 stig 2006 2. sæti - 7 stig 2005 3. sæti - 7 stig 2004 3. sæti - 7 stig 2003 B-deild (2. sæti, 9 stig) 2002 2. sæti - 8 stig 2001 1. sæti - 9 stig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.