Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 42
21. maí 2011 2 Skúli Jón byrjaði sex ára að æfa fótbolta hjá Breiðholtsliðinu Leikni en skipti yfir í KR þegar hann flutti í Vesturbæinn. „Ég hugsa alltaf mjög hlýlega til Leiknis og á þar enn marga vini. Liðið var hársbreidd frá því að komast í úrvalsdeildina í fyrra- sumar og er með það í höndunum nú, en þarf enga hjálp frá mér, enda er ég orðinn of mikill KR- ingur til að skipta upp í Breiðholt aftur,“ segir Skúli Jón brosmildur. KR mætir Stjörnunni í Garða- bæ annað kvöld svo morgundag- inn tekur Skúli Jón með ró, eins og flesta sunnudaga á sumrin. „Fyrir leiki sef ég aðeins út og borða vel yfir daginn en er svo bara í rólegheitunum að þrífa bíl- inn eða rölta um bæinn með vin- unum. Það er nauðsynlegt að finna góðan milliveg því vont er að liggja bara í leti og það þarf að koma líkamanum aðeins í start- holurnar fyrir leiki,“ segir Skúli Jón, sem eins og fjörutíu aðrir fótboltasnillingar bíður spenntur eftir því hvaða 23 leikmenn verða valdir í úrslitakeppni Evrópu- móts U21-landsliða sem fram fer í Danmörku í júní. „Ég er afar spenntur því biðin eftir þessu móti er orðin löng og mikil tilhlökkun í hópnum. Það bjóst enginn við að við kæmumst áfram og þar af leiðandi er engin pressa, svo við förum bara út til að hafa gaman af og svo kemur eitthvað meira í framhaldinu, hef ég trú á,“ segir Skúli Jón og bætir við að markmið um árangur sé enn ekki sett því hópurinn sem fari utan sé ekki ákveðinn. „Enginn er öruggur um pláss og allir koma til greina, en þeir sem hafa spilað flesta landsleik- ina ættu að vera þokkalega örugg- ir. Sjálfur yrði ég mjög ósáttur við að lenda ekki í liðinu, en svo er líka alltaf hætta á meiðslum og allt getur gerst í millitíðinni,“ segir Skúli Jón, bjartsýnn á góðan árangur. „Evrópumótið er klárlega lang- stærsta mótið sem við höfum tekið þátt í og vitaskuld er það draumur allra að komast þangað. Ég held að fæstir geri sér grein fyrir hversu mikið afrek það var hjá okkur strákunum að komast alla leið, og að mínu mati höfum við ágætis möguleika á að komast upp úr riðl- inum og uppskera að launum sæti á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012.“ thordis@frettabladid.is Framhald af forsíðu Ljóðalestur, gjörningar, vídeóverk og tónlist ráða ríkjum á skemmti- staðnum Bakkusi við Tryggva- götu frá klukkan 19 til miðnættis í kvöld. Þar koma fram, meðal ann- arra, skáldin Jón Örn Loðmfjörð, Einar Ólafsson, Gregor Balazt og Anton Helgi Jónsson. Snorri Ásmundsson og Gerningaþjón- usta Inferno 5 verða með gjörn- inga, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Katrín Ólafsdóttir sýna vídeó- verk og um tónlistina sjá meðal annarra Arnljótur, Dean Ferrel, Gjöll og Inside Bilderberg. Gest- gjafi kvöldsins er ljóða-, tónlistar- og gjörningahópurinn Burning Brain and the Wheel of Work. Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 19 og listamennirnir koma fram í dadaískri röð. Tónlist, ljóð og gjörningar UPPÁKOMA VERÐUR Á BAKKUSI Í KVÖLD UNDIR YFIRSKRIFTINNI HEIMSLISTAHÁTÍÐ. Meðal þeirra sem fram koma á Bakkusi í kvöld er ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Fyrir leiki sef ég aðeins út og borða vel yfir daginn en er svo bara í rólegheitum að þrífa bílinn eða rölta um bæinn með vinunum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslandsmót Smábílaklúbbs Íslands verður haldið á sunnudaginn í Gufunesi. Þetta er fyrsta umferð af fimm sem eknar verða í sumar. Um er að ræða mót í brautarakstri fjarstýrðra bíla, sem er mjög skemmtilegt að fylgjast með. Keppnin hefst klukkan 10.15 og lýkur klukkan 16. Við reynum auðvitað að hafa þetta fjörugt og skemmtilegt til að halda athygli yngstu kynslóðarinnar,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, sem skrifar leikgerðina að Mjall- hvíti og dvergunum sjö og leikur Mjallhvíti. „Ég breytti sögunni líka svolítið, til dæmis er engin vond stjúpa heldur er það frænka Mjallhvítar sem er vonda drottn- ingin, en að mestu leyti fylgdi ég nú söguþræði ævintýrisins.“ Ný tónlist hefur verið samin fyrir verkið en auk Önnu koma þar að verki Rósa Ásgeirsdóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson og Baldur, Helga og Snæbjörn Ragnarsbörn. Leikstjórar eru Oddur Bjarni Þor- kelsson og Margrét Sverrisdóttir, tilvonandi stjórnendur Stundar- innar okkar. „Þau hafa aldrei leik- stýrt hjá okkur áður,“ segir Anna Bergljót, „en þau eru svona að hita sig upp fyrir veturinn.“ Alls leika fimm leikarar í sýn- ingunni auk tónlistarmanns sem er inni á sviðinu allan tímann. Þessir fimm leikarar skipta á milli sín öllum tólf hlutverkunum og stundum þurfa meðal annars að vera sjö dvergar inni á svið- inu í einu. Hvernig er það hægt? „Sjón er sögu ríkari,“ segir Anna Bergljót og hlær. „Það verða þarna ýmsar sjónhverfingar.“ Leikararn- ir sem bregða sér í allra kvikinda líki eru auk Önnu Bergljótar þau Sigsteinn Sigurbergsson, Arnar Ingvarsson, Baldur Ragnarsson og Rósa Ásgeirsdóttir. Frumsýningin fer fram í Elliða- árdalnum klukkan 14, nánar til- tekið í Hólmanum, en hann er jafnframt aðalsýningarstaður leikhópsins. Þar geta gestir séð Mjallhvíti og dvergana sjö alla miðvikudaga í sumar. Þeir sem búa lengra frá þurfa þó ekki að örvænta, því leikhópurinn mun leggja allt landið undir sig og á þremur mánuðum sýna ríf- lega 75 sýningar á yfir fimmtíu mismunandi stöðum á landinu. Miðaverð á sýninguna er 1.500 krónur og ekki þarf að panta miða fyrir fram heldur er alveg nóg að mæta bara á staðinn. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp úti- sýningu. Áður hefur hópurinn tek- ist á við Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. fridrikab@frettabladid.is Sýningin Mjallhvít og dvergarnir sjö er litrík og hressileg og leikararnir bregða sér í allra kvikinda líki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mjallhvít í Elliðaárdal Leikhópurinn Lotta frumsýnir í dag nýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö. Leikgerðina gerði Anna Bergljót Thorarensen og leikur hún einnig sjálfa Mjallhvíti. Hún lofar fjöri og sjónhverfingum. Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Stuttkápur verð frá 19.900 Yfi rhafnir, bolir og peysur í miklu úrvali. Toppvö rur toppþjó nusta. Stutt kápa með hettu 23.900 kr. Nýjar vörur Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17 Vertu vinur á Facebook Ný sending full búð af nýjum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.