Fréttablaðið - 18.06.2011, Side 10
10 18. júní 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
ums.is
SÍÐASTI DAGUR FYRIR
GREIÐSLUSKJÓL NÝRRA UMSÓKNA
UM GREIÐSLUAÐLÖGUN ER
30. JÚNÍ 2011
Standmynd Jóns Sigurðs-sonar forseta á Austurvelli er dagleg áminning um að við eigum þjóðhetju. Það
er góður vitnisburður um þjóð-
rækni Íslendinga að minnast þess
með margvíslegu móti og myndar-
skap að tvö hundruð ár eru nú frá
fæðingu hans.
Nokkrum skrefum vestan við
Austurvöll er standmynd Skúla
Magnússonar landfógeta. Í des-
ember verða þrjú hundruð ár frá
fæðingu hans. Engar spurnir eru
af því að þeirra merku tímamóta
verði minnst með þeim hætti sem
efni standa til.
Fyrir hundrað árum þótti við-
eigandi að minnast fæðingar-
daga beggja þessara höfuð-
forvígismanna
endurreisnar
Íslands á átj-
ándu og nítj-
ándu öld. Báðir
skildu þeir að
verslunarfrelsið
var lykillinn að
framförum.
Fyrir baráttu
Skúla fógeta
varð verslun-
in frjáls öllum þegnum Dana-
konungs. Fyrir baráttu Jóns for-
seta varð verslunin alfrjáls við
allar þjóðir.
Í tilefni þessara tveggja tíma-
mótadaga fyrir heilli öld þótti
mönnum rétt og skylt að gera
meir úr verslunarfrelsinu en nú
virðist vera. Á því minningar-
ári frelsisforkólfanna sýndist
sumum það vera svolítil þversögn
að Alþingi taldi þá rétt að kanna
hvort tiltækilegt væri að auka
tekjur ríkissjóðs með því að gera
innflutning á kolum, steinolíu og
tóbaki háðan einkarétti.
Sams konar þverstæða birtist
nú í því að Alþingi frestaði í sátt
og samlyndi fyrir rúmri viku að
ákveða með lögum hvernig inn-
leiða á frjálsa verslun með gjald-
eyri að nýju. Ástæðan var tíma-
skortur fyrir frelsishátíðina sem
var í vændum. Sá kaldi pólitíski
veruleiki má vel heita „súrra sifja
þorri“ svo notað sé tungutak Egg-
erts Ólafssonar um sambúðartíma
þjóðar og einokunar.
„Súrra sifja þorri“
Ógerningur er að geta sér til um á hvern veg liðn-ar frelsishetjur hefðu litið á mál samtímans ef
þær væru nú uppi. Í gegnum tíðina
hafa menn þó brugðið nafni Jóns
forseta fyrir sig í margvíslegum
tilgangi. Svo kynlegt sem það er
notuðu menn jafnvel nafn hans
sem sverð og skjöld í baráttu gegn
þátttöku Íslands í Fríverslunar-
samtökum Evrópu.
Framhjá þeirri staðreynd verð-
ur ekki litið nú að sá skuggi fell-
ur á hátíðahöldin að frelsi fólks
og fyrirtækja til þess að eiga
óhindruð viðskipti í gjaldgengri
mynt er verulega takmarkað.
Upplausn gjaldeyrishaftanna er
grundvallar mál. Þau takmarka
framfarasókn þjóðarinnar eftir
sömu lögmálum og þeir verslunar-
fjötrar sem Skúli fógeti og Jón for-
seti áttu stærstan þátt í að leysa.
Eftir hrun gjaldmiðilsins varð
ekki umflúið að grípa til tíma-
bundinna ráðstafana af þessu tagi.
Og viðurkenna verður að lausnin
er ekki einfalt úrlausnarefni. Til-
raunir eru að sönnu hafnar með
aðgerðir sem hugsaðar eru til að
auðvelda afnám þessarar frelsis-
skerðingar. Það er lofsvert.
Áhyggjuefnið er hins vegar að
hvorki ríkisstjórnin né stjórnar-
andstöðuflokkarnir hafa sýnt
fram á með sannfærandi hætti
að samstaða geti orðið um heild-
stæða efnahagsstefnu sem gerir
þetta mögulegt í raun og veru og
þannig að hald sé í til frambúðar.
Það sem verra er: Hvorug fylking-
in á Alþingi hefur lagt fyrir þjóð-
ina sannfærandi áætlanir um að
hún geti byggt verslun sína og við-
skipti við aðrar þjóðir á stöðugri
og gjaldgengri mynt jafnvel þó að
höftunum yrði aflétt.
Skugginn á frelsishátíðinni
Hátíðarræður á minn-ingar dögum þessa árs hafa sannarlega mikið gildi. Hitt skiptir þó
öllu meira máli að menn geri sér
grein fyrir að frelsisbaráttan er
ævarandi. Hún er ekki föst í því
fari sem Jón forseti skildi við
hana og því síður í því fari sem
Skúli fógeti hvarf frá. Allt skipu-
lag verslunar og viðskipta og sam-
starfs við aðrar þjóðir þarf að
ráðast af alþjóðlegu umhverfi og
þörfum hvers tíma.
Frelsi fólksins til viðskipta sín á
milli og við aðrar þjóðir er enn sem
fyrr forsenda framfara. Nútíminn
kallar hins vegar á meiri sam-
vinnu þjóða til þess að viðskipti
geti gengið jafn greiðlega og fram-
farakröfurnar kalla á. Í þessu
ljósi er það dapurleg staðreynd
að lögeyrir Íslendinga er nú ótrú-
verðugri undirstaða í milliríkja-
viðskiptum en þeir höfðu á fyrstu
áratugum verslunarfrelsisins.
Vel fór á því að stofna á hátíðar-
fundi Alþingis háskólastöðu til
að stýra ráðstefnum í tengslum
við fæðingar stað Jóns forseta á
Hrafnseyri. Hitt væri þó stærra
í sniðum ef forystumenn Alþingis
gætu á afmælisárinu sameinast um
trúverðuga stefnu sem leyst gæti
verslunarfjötrana af fólkinu og
tryggt landinu viðskipta umhverfi
þar sem það stendur jafnfætis
helstu samkeppnis þjóðunum bæði
í Evrópu og í öðrum álfum. Því
frelsi fólksins má ekki gleyma á
þessu ári. Velsældin og velferðin
velta á því.
Frelsi fólksins
S
kýrsla hóps hagfræðinga, sem Jón Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra valdi sjálfur til að greina áhrif frumvarps síns um
breytingar á fiskveiðistjórnuninni á hag sjávarútvegsins, er
samfelldur áfellisdómur yfir málinu. Hagfræðingahópurinn
tekur undir nánast öll atriði í þeirri gagnrýni sem þegar
hefur komið fram á frumvarpið – og gott betur. Hann rífur mála-
tilbúnað sjávarútvegsráðherrans
niður þannig að þar stendur ekki
steinn yfir steini.
Það eina jákvæða í umsögn
hagfræðinganna um stóra frum-
varpið svokallaða, sem felur í
sér heildarendurskoðun á fisk-
veiðistjórnuninni, er að hækkun
auðlindagjalds sé innan hóflegra
marka – ef hún sé skoðuð einangrað. Sé hún hins vegar sett í sam-
hengi við önnur ákvæði frumvarpsins sé hún of mikil. Sé vegið
að möguleikum sjávarútvegsins til hagræðingar og langtíma-
hagkvæmni skerði það afraksturinn af auðlindinni og þar með getu
sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni.
Mörg önnur ákvæði frumvarpsins telja hagfræðingarnir ein-
mitt ganga gegn hagræðingu og langtímahagkvæmni í greininni.
Þeir gagnrýna þannig of skamman gildistíma nýtingarsamninga
útgerðarinnar og óvissu um hvað taki við. Þeir segja strandveiðar
óhagkvæmar og hvetja til brottkasts. Með byggðakvóta sé lagt á
sjávarútveginn, einn atvinnugreina, að koma til móts við byggða-
vanda í stað þess að mæta honum með öðrum leiðum. Geðþóttavald
sjávarútvegsráðherra um úthlutun úr kvótapottum sé líklegt til að
leiða til sóunar. Útleiga á kvóta muni skerða afkomu útgerða sem
fyrir eru og vegna ákvæða um leigu til eingöngu árs í senn verði
mjög erfitt að fjármagna fjárfestingar í bátum og búnaði.
Bann við veðsetningu aflaheimilda segja hagfræðingarnir að
dragi úr fjárfestingargetu og tækniþróun greinarinnar og það sé
beinlínis fjandsamlegt nýliðun, vegna þess að eingöngu fjársterkir
aðilar geti þá fjármagnað kaup á útgerð í rekstri. Takmarkanir á
framsali kvóta grafi undan því grundvallaratriði aflamarkskerfisins
að viðskipti með aflaheimildir grisji úr þá aðila sem síður standa sig í
veiðum og hleypi þeim að sem standa betur að vígi. Hagfræðingarnir
mæla eindregið gegn þessum takmörkunum.
Þess má sjá stað í fréttatilkynningunni sem Jón Bjarnason sendi
út um álit hagfræðinganna að hann ætlar að reyna að komast hjá að
taka mark á því. Hann segir að það sé „pólitísk ákvörðun, en ekki
eingöngu hagfræðileg“ hvernig staðið sé að fiskveiðistjórnuninni.
Sjávarútvegsráðherra og þeir í stjórnarliðinu sem geta talizt búa
yfir sæmilegri skynsemi geta hins vegar engan veginn leyft sér að
hunza þetta álit. Aukið jafnræði og réttlæti í sjávarútvegi má ekki
kaupa því verði að setja afkomu greinarinnar í uppnám og þar með
eina af undirstöðum íslenzks efnahagslífs.
Ríkisstjórnin hét því við gerð kjarasamninga að skapa sjávar-
útveginum góð rekstrarskilyrði. Miðað við skýrslu hagfræðinga-
hópsins er sú forsenda samninga til þriggja ára algerlega brostin.
Ríkisstjórnin á engan annan kost en að taka málið upp í heild sinni
og hverfa frá því efnahagslega glapræði, sem felst í fyrirhuguðum
breytingum á fiskveiðistjórnuninni.
Hagfræðinganefnd rífur niður kvótafrumvarpið:
Ekki steinn
yfir steini