Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.06.2011, Qupperneq 24
2 fjölskyldan Gamaldags lífsmáti Amish-fólkið lifir samkvæmt gömlum venjum. NORDICPHOTOS/AFP Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Fyrirsætur: Þórdís Hermannsdóttir, Úlfar Davíðsson og Birkir Blær, Orri og Embla Sara Úlfarsbörn. Pennar: Júlía Margrét Alexandersdóttir, Marta María Friðriksdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Sigríður Dagny Sigur- björnsdóttir sigridurdagny@365.is Þetta er bara svo ljúft og kurt-eist fólk sem tekur manni vel og náttúrufegurðin er engu lagi lík,“ svarar Dagný Hermannsdóttir létt í lund þegar blaðamaður grennslast fyrir um ástæður þess að fjölskylda hennar hefur ákveðið að verja sumar fríinu á slóðum Amish-fólks í Banda- ríkjunum. Athygli vekur að þetta er ekki í fyrsta eða annað heldur þriðja sinn sem ferðinni er heitið á þennan óvenjulega áfangastað. Dagný og eiginmaður hennar Ólafur Loftsson ætla ásamt börn- um sínum þremur, Birtu 21 árs, Grími 18 ára og Ástu 13 ára, til Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu, í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Washington-borg. Þar dvelja þau í bjálkakofa á tjaldsvæði sem kall- ast Country Acres Camp og er í grennd við samfélag Amish-fólks sem lætur sig nútímalifnaðarhætti litlu varða. „Auðvitað er heilmikil upplifun að sjá fólk í gamaldags klæðnaði, akandi um í hestvögnum eða með orf og ljá á ökrunum, en maður verður bara að passa sig á að stara ekki,“ viðurkennir Dagný en getur þess að upphaflega hafi handverk íbúanna vakið forvitni hennar. „Ég er sjálf á kafi í bútasaumi og eftir að hafa lesið um handsverks- kunnáttu þeirra dreif ég fjölskyld- una út.“ Hún segir margt fleira áhuga- vert að sjá. Verslunarkjarnar, markaðir, býli og lestarsafn, þar sem kostur gefst að ferðast með eimreið gegnum Amish-svæðið, séu meðal þess sem laði að ferða- menn, auk þess sem flestir hafi gaman af að velta fyrir sér skondn- um bæjarheitum á borð við Virgin og Paradise. Dagný og fjölskyldan áttu yndis- legt frí í Lancaster og í raun mun betra en nokkurt þeirra hafði gert sér í hugarlund. Hins vegar stóð ekki til að snúa þangað aftur, fyrr en farið var að skipuleggja næsta frí. „Þá kom í ljós að Lancaster var efst á óskalista allrar fjölskyldunn- ar, líka krakkanna. Okkur þykir bara miklu skemmtilegra að skella okkur í útilegur, grilla og spila á kvöldin en að hírast inni á hótelher- bergi með 500 sjónvarpsstöðvar til að velja um!“ Svo skemmir tiltölulega lítill kostnaður heldur ekki fyrir, bend- ir Dagný jafnframt á „Við borgum bara 40 dali fyrir allt saman; gist- ingu, aðgang að tjaldsvæði, grilli, heitum potti og fría rútuferð.“ Hún bætir við að ferðalagið hefj- ist þó að þessu sinni hátt í fjöllum Nýju-Mexíkó þar sem fjölskyldan hefur skipst á húsi og bíl við hjón. „Þau fá sem sagt afnot af húsinu okkar og bíl á meðan og þetta kost- ar ekki krónu,“ útskýrir Dagný, sem kveður hins vegar mesta eftir- væntingu vera fyrir heimsókn- inni til Amish-landsins, eins og Lancaster er stundum nefnt. - rve Á slóðir Amish-fólks Dagný Hermannsdóttir og fjölskylda eru á leiðinni í sumarfrí til Bandaríkjanna. Þar ætla þau að dvelja í grennd við Amish-fólk sem lætur sig nútimalifnaðarhætti litlu varða. Öðruvísi frí Dagný og Ólafur ásamt börnum sínum þremur, Grími, Ólöfu og Ástu, í grennd við svæði Amish-fólks í Lancaster-sýslu. Þar naut fjölskyldan samvista við þetta hlédræga og kurteisa fólk og ætlar þangað aftur í sumarfrí. Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Sumar af mínum skemmtilegustu æskuminningum eru frá ferða-lögum fjölskyldunnar. Nesti í skrjáfandi smjörpappír, útivera og mývargur, gönguferðir og grillpylsur, allt rifjast þetta upp fyrir mér á hverju ári þegar fer að sumra. Við vorum sjö, fimm krakkar og foreldrar, og ferðuðumst öll saman í löngum rússajeppa, með tjald og prímus aftur í. Á kvöldin röðuðum við okkur niður í tjaldið eins og sardínur í dós, eftir ákveðinni röð, svo allir kæmust fyrir. Við tvær yngstu vorum innst. Við ferðuðumst alltaf innanlands og ég hef komið í alla lands- fjórðunga, oftar á suma staði en aðra. Ég man að við fundum engan góðan stað til að tjalda á í Víðidal, svo við fengum leyfi bónda til að tjalda á túninu hans niðri við ána. Á eyri úti í ánni var unnið á stórri gröfu, sem malaði lengi inn í kvöldkyrrðina. Ég man eftir þokunni á Austfjörðum og stuttu grillpylsunum sem mamma keypti í búð í ein- hverjum firðinum. Ég man eftir sundferð í Varmaland í Borgarfirði, orminum utan á Kaupfélaginu á Egils- stöðum, vegasaltinu í Atlavík og hvernig ég gat ekki sofnað í tjaldinu um kvöldið eftir sögur bræðra minna af Lagar- fljótsorminum. Ég man eftir göngu- ferð í Ásbyrgi og matskeiðinni sem ég fann í sandgryfjunni þar. Man líka eftir drununum í Dettifossi og hvernig úðann frá honum lagði langar leiðir. Það sem stendur upp úr ferðalögunum er einföld og hversdagsleg atriði en þó ljúfar og skemmtilegar minningar. Kannski vegna þess að þegar fjölskyld- an var á ferðalagi var hún ekki að gera neitt annað, engin vinna sem truflaði eða sjónvarpsfréttir sem þurfti að horfa á, allir saman í einum bíl og engir DVD-spilarar. Enn hef ég ekki farið í útilegu með mín eigin börn, sem eru tveggja og fimm ára gömul. Mikla það fyrir mér og sé ekki hvernig ég muni geta haldið á þeim hita í tjaldinu, fengið þau til að borða samlokur með kæfu, varið þau fyrir mýbiti og passað að þau brenni ekki í sólinni, hvað þá haft ofan af fyrir þeim í bílnum dögum saman og bryddað upp á nógu skemmtilegum áfangastöðum og afþreyingu. Þetta er auðvitað vitleysa í mér. Fjölskylduferðalög þurfa ekki að vera stór í sniðum til að verða eftirminnileg í hugum barna. Dagsferð yfir í næstu sveit, nesti í laut og sundferð er allt sem þarf. Lautarferð er allt sem þarf Lítið leyndarmál í 107 Þótt hinn eiginlegi rólóvöllur sé á undanhaldi má þó finna nokkra góða á höfuðborgar- svæðinu. Einn af þeim skemmtilegri leynist í Vesturbæ Reykjavíkur, við göngustíg sem liggur milli Tómasarhaga og Lynghaga. Völlurinn er skjólgóður, með skemmtilegum leiktækjum fyrir yngri og eldri börn og því upplagður fjölskyldustaður. BARNVÆNT Stígandi unaður Maltesers®, súkkulaði á léttan máta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.