Fréttablaðið - 18.06.2011, Page 56

Fréttablaðið - 18.06.2011, Page 56
18. júní 2011 LAUGARDAGUR28 krakkar@frettabladid.is 28 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Flestir krakkar eru nú þegar byrjaðir að nýta góða veðrið í útileiki eða þá rigningardaga í skemmtilega innileiki. Einn af fjörugri úti- leikjum, sem krökkum á öllum aldri finnst skemmtilegur, er stórfiskaleikur. Stórfiskaleikur er einfaldur eltingaleikur en til að fara í hann þarf stórt svæði, helst grasflöt, sem hægt er að hlaupa endanna á milli. Í upphafi er einn valinn, svokallaður hákarl, til að standa á miðjum velli en aðrir, litlu fisk- arnir, standa á öðrum enda vallarins, tilbúnir að hlaupa þegar hákarlinn gefur merki. Þegar merki er gefið hefst hlaupið, sem snýst um að litlu fiskarnir reyna að hlaupa yfir á hinn enda vallarins án þess að sá sem eltir nái að klukka þá. Ef það gerist hins vegar snýst hlutverk litlu fiskanna við og þeir eiga að hjálpa hákarlinum að elta þá sem eftir eru. Ef leikmenn ná að hlaupa alla leið yfir völlinn án þess að vera klukkaðir eru þeir stikkfrí þangað til aftur er gefið merki um að hlaupa til baka og þannig gengur leikurinn – hlaupið er endanna á milli uns aðeins einn lítill fiskur stendur eftir. Hvers konar nafn er Níels Thi- baud Girerd? Ég er hálfur Frakki þar sem pabbi er Frakki og Girerd er fjölskyldunafnið. Foreldrum mínum þótti Thibaud hins vegar bara töff. Ég gúggl- aði nafnið og þá reyndist þetta vera franskur musterisriddari frá 13. öld. Svo er til dagur heil- ags Thibaud, það er 8. júli, þann- ig að það er bara gleði. Talarðu þá frönsku? Ekki eitt orð. Sem er einnig töff, fer bara eftir því hvernig þú lítur á það. Hvernig er að vera með eigin sjónvarpsþátt? Gaman, sérstak- lega ef maður veit að fólk hefur gaman af honum. Dreymdi þig um að verða skemmti- kraftur? Ég get nú ekki sagt það. Frá því ég man eftir mér hefur draumur- inn aðallega verið að leikstýra. Áttu þér einhver átrúnaðargoð? Charlie Chaplin og svo get ég ekki gert upp á milli Páls Óskars og Ragga Bjarna, en ég hef tekið viðtal við báða. Hver er skemmtilegasti við- mælandinn sem þú hefur fengið? Kristján Jóhannsson stórtenór vegna þess að við elsk- um báðir óperusöng, þrátt fyrir mun á hæfileikum. Færðu aldrei sviðsskrekk? Þú getur rétt ímyndað þér. Til dæmis þegar ég spila á tónleik- um í grunnskólum. Þú talar mikið um mömmu þína í þættinum þínum? Eruð þið góðir vinir? Ég og mamma erum mjög góðir vinir. Eða eins og besti vinur minn Tómasi Gauti segir: „Þið eruð steiktustu mæðgin sem ég hef á ævinni kynnst!“ Ertu í skóla? Ég geng í Mennta- skólann við Hamrahlíð. Á það samt til að hjóla. Djók, þetta var ömurlegur brandari. Hver eru helstu áhugamálin? Leikhús. Við mamma eigum kort og förum ævinlega á frumsýn- ingarnar í Þjóðleikhúsinu. Svo horfi ég á gamlar kvikmyndir, Sound of Music, Singing in the Rain og fleiri. Mér finnst líka fátt betra en að hanga í góðra vina hópi. Hvað ertu lengi að greiða þér? Metið mitt er 20 mínútur, það var reyndar bara einu sinni. Í dag greiði ég mér nú ekkert sér- staklega mikið. Mér finnst töff að vera með úfið hár sko. Nú ætlarðu í hringferð um land- ið að taka upp efni fyrir þáttinn. Hefurðu ferðast mikið innan- lands? Ég hef ferðast vítt og breitt um Suðurland. Starfaði nefnilega á ferðaskrifstofunni Reykjavík Excursion Kynnisferðir síðustu fimm sumur. Svæðið undir Eyja- fjöllum er í mestu uppáhaldi. Verða nýju þættirnir öðru- vísi? Kannski ekki frábrugðnir, nema hvað v iðmæl- endurnir verða bændur en ekki frægt fólk. Ætlarðu svo að halda áfram í skemmtana- bransanum eða snúa þér að öðru þegar þú eldist? Mig langaði að verða lækn- ir eins og afi minn þegar ég var sjö ára. Þá spurði mamma mig spurning- ar sem ég gleymi aldrei: „Níels minn, hvort mundi þig langa til að skemmta fólki eða bjarga því?“ Niður staðan varð sú að mig langaði til að skemmta fólki og vona að ég geri það um ókomna tíð, sama með hvaða hætti það verður. HEITIR EFTIR RIDDARA Nilla dreymdi eitt sinn um að verða læknir en ætlar nú að gerast leikstjóri. Gamlar kvikmyndir, leikhúsferðir og hangs með vinunum er í mestu uppáhaldi. „Pabbi, pabbi,“ kallar ungur sonur til föður síns. „Hvað kostar brúðkaup?“ „Ég veit það ekki,“ segir faðir- inn. „Ég er enn að borga fyrir það“. Skjaldbaka er á ferðinni í New York þegar gengi af sniglum rænir hana. Lögreglan mætir á staðinn til að rannsaka málið og spyr skjaldbökuna hvað hafi gerst. „Ég veit það ekki, svarar skjaldbakan. „Þetta gerðist allt svo hratt.“ Faðir, við son sinn: „Nonni minn, hvað ertu að gera með þessa mýflugu?“ Nonni litli: „Ég ætla að gefa mömmu hana.“ Faðir: „Af hverju í ósköpunum?“ Nonni litli: „Nú, þú segir að hún geri alltaf úlfalda úr mýflugu!“ Skemmtilegur leikur í sumar ...mig langaði til að skemmta fólki og vona að ég geri það um ókomna tíð, sama með hvaða hætti það verður.“ FRÓÐLEIKUR Slóðin http://namsgagnastofnun.is/krakka- sidur/ hefur að geyma tengla fyrir fróðleiksþyrsta krakka. Við þökkum öllum sem komu með tillögur að nafni á skvettulegu kúna kærlega fyrir þátttökuna. Skvetta skal hún heita www.ms.is 24 Bragi Halldórsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.