Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.06.2011, Blaðsíða 6
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR6 FARIÐ MEÐ SVARIÐ Í FERÐALAGIÐ! Handhæg t ferðakort Hljóðbók Arnar Jón sson les 19 þjó ðsögur Nýr ítarle gur hálendisk afli Hafsjór af fróðleik um land og þjóð Vegahandbókin sími: 562 2600Eymundsson metsölulisti 30.06.10-06.07.10 1. Sæti Gamla bókin tekin upp í á kr. 1.000 Aðeins í bókaverslunum - Ekki á bensínstöðvum Kíktu inn á vegahandbokin.is NEYTENDUR Flugfarþegar sem lenda í óþægindum vegna tafa á flug- ferðum gætu átt margs konar rétt gagnvart flugfélögunum, að því er Neytendasamtökin segja. Sem dæmi höfðu ung hjón sam- band við Fréttablaðið og sögðu farir sínar ekki sléttar. Vegna fjögurra klukkustunda tafar á flugi Iceland Express frá Kefla- vík til London fyrr í mánuðinum misstu þau af flugi með Easyjet til Marokkó þar sem þau hugðust dvelja í vikutíma. Þau þurftu því að koma sér á áfangastað með öðrum leiðum með tilheyrandi kostnaði og ónæði. Þá voru þau óánægð með svör sem þau fengu frá skrifstofu Iceland Express, enda var þeim tjáð að fyrirtækið tæki ekki ábyrgð á tengiflugi sem ekki væri á þess vegum. Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækið selji ferðir með „point-to-point“- fyrir- komulagi sem snúi að einstökum ferðum, en ekki tengiflugi nema það sé með vélum Iceland Express. „Við reynum hins vegar í flest- um tilfellum að hjálpa eins og hægt er ef fólk lendir í ógöngum.“ Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur Neytendasamtak- anna, segir sjálfsagt að flugfar- þegar sem telji á sér brotið snúi sér til viðeigandi aðila til þess að kanna rétt sinn. Þessi mál geti þó verið flókin. „Almennt talað geta farþegar átt margs konar rétt, ýmist á grund- velli reglugerðar um réttindi flug- farþega eða laga um loftferðir, og það er um að gera að tala við okkur eða flugmálastjórn eða jafnvel leita til úrskurðarnefndar í ferða- málum til að kanna málið.“ - þj Neytendasamtökin segja ýmsar leiðir færar fyrir flugfarþega sem verða fyrir óþægindum vegna seinkana: Flugfarþegar hvattir til að kanna rétt sinn TAFIR Á FLUGFERÐUM Neytendasam- tökin benda fólki á að leita réttar síns verði það fyrir tjóni eða óþægindum vegna tafa á flugi. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu leitar nú að einum eða fleiri sem brutust inn í Karmelklaustrið í Hafnarfirði fyrr í vikunni og stálu helgi- myndum, tölvu og fleiru. Nunnurnar búa í húsnæði við hlið kaþólsku kirkjunnar í bænum. Svo virðist sem þjóf- arnir hafi spennt upp glugga um hábjartan dag og komist inn með þeim hætti, samkvæmt upplýs- ingum lögreglu. - jss Innbrot hjá Karmelsystrum: Helgimyndum og tölvu stolið BANDARÍKIN, AP Bandaríski herinn verður að mestu farinn frá Afgan- istan í árslok árið 2014, standist áætlanir Baracks Obama forseta. Hann skýrði frá því í gær að fimm þúsund hermenn færu heim strax í sumar og aðrir fimm þúsund fyrir árslok. Fyrirhugað er er að 33 þúsund af samtals 100 þúsund banda- rískum hermönnum verði farnir frá Afganistan um mitt næsta ár. Þetta er álíka mikill fjöldi og send- ur var til Afganistans árið 2009 til að tryggja árangur í stríðinu við talibana og aðra uppreisnarhópa, sem þá voru mjög að sækja í sig veðrið. Enn verða þó sjötíu þúsund bandarískir hermenn eftir í Afganistan, en þeir eiga að fara þaðan í áföngum á árunum 2013 og 2014. Eftir það verða þar reyndar áfram einhverjir banda- rískir hermenn, en þeir eiga ekki að taka þátt í bardögum heldur vera heimamönnum til ráðgjafar og þjálfunar með svipuðum hætti og nú er í Írak. Hamid Karzai, forseti Afgan- istans, sagðist sannfærður um að afganski herinn, sem nú þegar hefur fengið töluverða þjálfun og fræðslu frá Bandaríkjaher, muni ráða við verkefnið og geta tekið við af Bandaríkjaher. Ráðamenn Evrópuríkja hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjafor- seta, sem hann skýrði frá í sjón- varpsávarpi í fyrrakvöld. Bæði Frakkar og Bretar ætla nú að fylgja í kjölfarið og hefja brott- hvarf herliðs síns frá Afganistan. Frakkar eru með um fjögur þús- und hermenn þar og ætla að hefja brottflutning strax í sumar. Bret- ar ætla sömuleiðis að kalla 450 hermenn heim frá Afganistan nú í sumar. Bandarískir þingmenn beggja flokka hafa hins vegar viðrað efa- semdir sínar. Demókratar segja of hægt farið í brottflutning herliðs- ins, sem kosti þjóðina allt of mikl- ar fórnir, en repúblikanar óttast að of geyst sé farið. Mike Mullen, yfirmaður banda- ríska herráðsins, sagðist styðja ákvörðun forsetans, en sagði Obama þó fara hraðar í sakirnar en hann hefði búist við. „Meira herlið til lengri tíma væri vafalaust öruggari leið,“ sagði hann. „Það þýðir þó ekki endilega að það væri besta leiðin.“ gudsteinn@frettabladid.is Brotthvarf hefst frá Afganistan í sumar Ákvörðun Obama hefur verið gagnrýnd af báðum flokkum Bandaríkjaþings. Demókratar segja of hægt farið í brottflutning herliðsins frá Afganistan en repúblikanar óttast að of geyst sé farið. Frakkar og Bretar ætla einnig að fækka. BANDARÍSKUR HERMAÐUR Í AFGANISTAN Hamid Karzai, forseti Afganistans, segist sannfærður um að heimamenn geti tekið að sér öryggismálin. NORDICPHOTOS/AFP þúsund af um 100 þúsund bandarískum hermönnum í Afganistan verða farnir úr landi um mitt næsta ár. 33 BRASILÍA, AP Yfirvöld í Brasilíu sögðu í vikunni frá áður óþekkt- um ættbálki fólks sem fannst djúpt inni í Amazon-frumskógin- um. Fjórar byggingar sáust þegar flogið var þar yfir og er talið að um 200 manns búi þar og byggi afkomu sína meðal annars á rækt- un maís og banana. Sérstök stofnun fer með þennan málaflokk í Brasilíu, en talið er að 68 ættbálkar búi á Amazon- svæðinu í algerri einangrun frá umheiminum. Opinber stefna er að vernda þessa hópa og sjá til þess að þeir fái að lifa í friði, en að þeim steðja margs konar ógnir. - þj Leyndardómar Amazon: Einangruð frá umheiminum EIN Í HEIMINUM Hér sjást híbýli ætt- bálksins sem uppgötvaðist á Amazon- svæðinu fyrir skemmstu. NORDICPHOTOS/AFP BELGÍA, AP Fjárhagsvandi Grikkja skyggði á öll önnur mál á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem hófst í Brussel í gær. Mestur tíminn fór í að leita leiða til að forða Grikkjum undan gjaldþroti og bjarga evrunni, hinni sameiginlegu mynt sautj- án Evrópusambandsríkja. Beðið er ákvarðana frá Grikklandi, þar sem stjórnvöld reyna enn að afla sér stuðnings þings- ins við óvinsælar aðhaldsaðgerðir, sem fela í sér bæði skattahækkanir og niðurskurð á ríkisútgjöld- um. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna áttu meðal annars fund í Brussel með Antonis Samaras, leið- toga grísku stjórnarandstöðunnar, sem hefur tekið afar illa í aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar. „Það er mjög mikilvægt að enginn stjórnmála- leiðtogi í Grikklandi segi grísku þjóðinni að hún geti stytt sér leið,“ sagði Fredrik Reinfeldt, for- sætisráðherra Svíþjóðar, þegar hann kom til fund- arins í Brussel í gær. Samaras gaf hins vegar ekkert tilefni til bjart- sýni um að almenn samstaða næðist á gríska þinginu. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagðist ekki eiga von á að neinar afgerandi ákvarðanir um Grikkland yrðu teknar á leiðtogafundinum, sem heldur áfram í dag. - gb Skuldavandi gríska ríkisins aðalumræðuefnið á leiðtogafundi ESB: Leita leiða til bjargar evrunni GEORGIOS PAPANDREÚ Forsætisráðherra Grikklands kemur á leiðtogafundinn í Brussel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DEILUMÁL „Eigandi Hótels Hellna kom með sáttahug að máli við fjöl- skylduna. Það er stefnt að því að hittast um helgina og reyna að ná niðurstöðu. Vonandi verður hægt að gera sanngjarnan lóðarleigu- samning,“ segir Ólína Gunnlaugs- dóttir, eigandi Fjöruhússins, lítils kaffihúss á Hellnum. Húsið stendur á lóð í landi jarð- arinnar Brekkubæjar. Nýr eigandi jarðarinnar, Sverrir Hermannsson sem rekur Hótel Hellna, hafði krafist þess að kaffihúsið yrði fjarlægt vegna beinnar samkeppni við hótelstarfsemina. Málaferlum um eignarrétt yfir lóðinni, sem hófust 2004, lauk síðastliðið haust. Ólína hafði leigt lóðina af Snæfellsbæ frá 1997 en sá samningur var ógiltur 2004, að hennar sögn. - ibs Deilan um Fjöruhúsið: Stefna að því að ná sáttum FJÖRUHÚSIÐ Eigandi lóðarinnar vildi láta fjarlægja húsið. UMHVERFISMÁL Málmar eru nú flokkaðir með sjálfvirkum hætti hjá Sorpu og því þarf ekki lengur að flokka þá sérstaklega frá öðru heimilissorpi. Málmar eru um þrjú prósent af heimilissorpi Íslendinga og munu að minnsta kosti 60 prósent málma nást úr sorpinu með nýja búnaðin- um. Í hverri viku munu koma inn um átta til tíu tonn af járni og um tonn af öðrum málmi. Málmarnir eru svo bræddir og endurnýttir í öðrum löndum. Mælt er með því að málmhlutir séu settir beint í ruslatunnur, en ekki í poka með öðru sorpi. - þeb Flokkað á nýjan hátt í Sorpu: Endurvinna málma úr sorpi Hefur eldsneytisverðið áhrif á ferðalög þín innanlands? Já 89,3% Nei 10,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Kemur hækkandi fasteignamat þér til góða? Segðu þína skoðun á Visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.