Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2011, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.06.2011, Qupperneq 10
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR10 EVRÓPUMÁL Rýniferli aðildarviðræðna Íslands og ESB lauk í vikunni. Hver er staðan að því loknu og hvað hefur áunnist í því? Á mánudag lauk rýniferli Íslands og Evrópusambandsins og er þá búið að bera sameiginlega lög- gjöf Evrópusambandsríkjanna saman við lög- gjöf Íslands. Aðalsamn- ingamaður Íslands, Stefán Haukur Jóhann- esson, segir fátt hafa komið á óvart í ferlinu. Það hafi dýpkað skilning Íslend- inga á reglum ESB. Í ákveðnum samningsköfl- um sem falla undir EES-samning- inn hafi fundist atriði sem skoða þurfi nánar. Skilningur viðsemjenda á sér- stöðu Íslands hefur aukist mikið, sér í lagi í landbúnaðar- og sjávar- útvegsmálum, segir hann. „Fjöldi sérfræðinga hefur komið til landsins og séð aðstæð- urnar með eigin augum. Öll þessi samskipti hafa opnað betur augu þeirra fyrir þeim atriðum sem þarf að finna lausnir á í viðræðunum,“ segir Stefán Haukur. Inntur um dæmi þessa segir hann sérfræðingana hafa reynt hve öflugur íslenskur sjávarútvegur sé og hversu strjál- og harðbýlt land- ið sé. Þeir viti nú að aðstæður til landbúnaðar séu lítt sambærilegar því sem gerist á meginlandinu. Engu að síður sé þessi geiri öflugur og ESB þurfi að taka tillit til þess. Lærdómur Íslendinga Helsti lærdómur Íslendinga í ferl- inu, að mati Stefáns Hauks, var í þeim köflum sem ekki falla undir EES-samninginn, til að mynda í byggða- og atvinnustefnu ESB. Þessi stefnumál ganga út á að treysta búsetu í dreifbýli, til dæmis með því að stuðla að bættri sam- keppnisstöðu einstakra svæða, svo sem með nýsköpun. Stefán Haukur sér í þessu sóknarfæri fyrir Íslend- inga. Hvalur, fiskur og bændur Eins og við var að búast ber mest í milli á sviðum landbúnaðar, sjáv- arútvegs og umhverfismála, en hvalveiðar eru skilgreindar sem umhverfismál hjá ESB. „Það kom ekkert á óvart í því,“ segir Stefán Haukur. Spurður hvort nokkuð sé umsemjanlegt í hval- veiðum, því mikil andstaða er við þá iðju á meginlandi Evrópu, ekki síst á Evrópuþinginu, segir Stefán Haukur að það komi í ljós síðar. „Þetta er bara eitt af þeim atrið- um sem verða tekin inn á samninga- borðið,“ segir hann. Á fyrirlestri Alexöndru Cas Granje, skrifstofustjóra á stækk- unarskrifstofu ESB, sem fluttur var á þriðjudag, kom fram að einn- ig þyrfti að bæta matvælaöryggi landsmanna. Löggjöf ESB um inn- flutning á matvælum tekur gildi í nóvember á Íslandi. „Þar erum við með undanþágu í innflutningi á lifandi dýrum en þar er okkar sérstaða mikil, því sjúk- dómastaða íslenskra bústofna er afar góð miðað við það sem geng- ur og gerist í Evrópu. Við þurfum meðal annars að setja fram vísinda- leg gögn um þessa sérstöðu,“ segir Stefán Haukur. Samningsmarkmið Nú er komið að þeim kaflaskilum að sett verði samningsmarkmið af Íslands hálfu. Þeim til grundvall- ar er álit utanríkismálanefndar Alþingis. Þar eru ýmsar leiðbein- ingar, svo sem að tryggja skuli að ágóði af sjávarauðlindinni verði eftir í landinu. Kaflaskil í aðildarviðræðum Aðildarviðræður við Evrópusambandið breytast að forminu til eftir helgi þegar eiginlegar samningavið- ræður hefjast, en rýniferlinu lauk í vikunni. Stór hluti samningsins er þegar í gildi á Íslandi í gegnum EES. Sameiginleg löggjöf Evrópusambandsríkjanna (fr: acquis communautaire) er kaflaskipt í aðildarviðræðum. Einn kaflinn fjallar til dæmis um stefnu og reglur sambandsins í menntunar- og menningarmálum, annar um sam- göngumál og sá þriðji um frjálsa för vinnuafls. Í rýniferlinu var löggjöf Íslands borin saman við sameiginlegu löggjöfina. Á Íslandi hefur, í gegnum EES-samninginn, þegar verið innleidd löggjöf ESB „að öllu eða mestu leyti“ í 21 samningskafla af 33, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Aðildarviðræður fara þannig fram að kafli er „opnaður“, það er að segja byrjað er að semja um einn ákveðinn málaflokk. Kaflanum er síðan „lokað“ þegar búið er að ná samkomulagi um málaflokkinn, t.d. hvernig landið tekur upp þá löggjöf ESB eða hvaða sérlausnir það fær. Á mánudaginn kemur, við formlegt upphaf aðildarviðræðnanna, verður tveimur köflum lokað um leið og þeir verða formlega opnaðir. Þetta er í mennta- og menningarmálum og í vísinda- og þróunarmálum. Þar þarf ekkert um að semja. STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON HVALUR VERKAÐUR Atvinnuhvalveiðar hófust að nýju á Íslandi eftir að Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra leyfði þær með litlum fyrirvara í janúar 2009. Evrópusambandsríkin eru lítt hlynnt hvalveiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Undirbúningsvinnan fer fram í samningahópunum og í aðalsamn- inganefnd. Þetta er síðan rætt betur í ráðherranefndinni um Evr- ópumál og haft samráð við utan- ríkismálanefnd Alþingis, áður en endanleg samningsmarkmið liggja fyrir,“ segir Stefán Haukur. Kaflar verða ekki opnaðir fyrr en Ísland er tilbúið með markmið og þau liggja þegar fyrir í köflun- um fjórum sem opnaðir verða á mánudag. klemens@frettabladid.is HOLLAND, AP Hollenski stjórn- málamaðurinn Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, var í gær úrskurð- aður saklaus af hatursfull- um ummælum og mismunun í ummælum sínum um íslam og múslima. Niðurstaða réttarins var að þótt ummæli hins afar umdeilda Wilders væru vissulega til þess fallin að særa marga múslima væru þau engu að síður innan ramma laganna og ekki beintengd misrétti gegn mús- limum í Hollandi. Wilders fagnaði niðurstöðunni og sagði hana mikinn létti og sigur fyrir tjáningarfrelsi í landinu. - þj Umdeildur stjórnmálamaður: Hatursummæli ekki lögbrot GEERT WILDERS 21 kafli af 33 þegar kominn Timbursölu BYKO Breidd 25-50%afsláttur 21. - 28. júní Gallað/skemmt efni á sérafslætti! Byggingatimbur - Grinda refni - Burðarviður - Gag nvarið timbur - Vatnsklæ ðning og panill - Plötur - Þakstál - Vansklæðni Byggingatim bur - Grinda refni - Burða rviður - Gag nvarið timb ur - Vatnsklæ ðning og pa nill - Plötur - Þakstál - LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók í gær rúm- lega tvítugan mann eftir að skot- vopn fannst við húsleit á heimili hans í Hafnarfirði. Við húsleitina fannst heimagerð byssa og 22 kalí- bera skot, ásamt lítilræði af fíkni- efnum. Lögregla telur hugsanlegt að skotvopnið hafi verið notað til að vinna skemmdarverk á ökutæki á Seltjarnarnesi, en í síðustu viku virtist hafa verið skotið á kyrr- stæða bifreið þar. Á staðnum þar sem byssan fannst fundust einnig gögn sem tengjast ætluðum meðlimum vélhjólahóps- ins Hells Angels. Hinn handtekni er grunaður um að tengjast hópnum, þó ekki sem fullgildur meðlimur. Lögregla naut aðstoðar sérsveit- ar Ríkislögreglustjóra við aðgerð- irnar. - jss Maður tekinn með fíkniefni: Fundu heima- smíðaða byssu HELLIDEMBA Í BANGALORE Indversk skólabörn brugðu upp regnhlíf þegar skyndilega gerði hellidembu í borginni Bangalore í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI „Þetta er stærsti sam- starfssamningurinn sem við höfum gert við eitt fyrirtæki,“ segir Halldór Guðmundsson, verk- efnisstjóri Sögueyjunnar, sem heldur utan um heiðursþátttöku Íslands á Bókamessunni í Frank- furt í Þýskalandi í haust. Tilkynnt var í gær að samheita- lyfjafyrirtækið Actavis ætlaði að styðja við verkefnið, sem felur í sér þýðingu á tæplega tvö hundruð íslenskum bókum yfir á þýsku og ritun bóka þar sem Ísland kemur við sögu. Í tengslum við Bóka- messuna munu íslenskir lista- menn sýna verk sín og fleira til. Styrkurinn nemur á þriðja tug milljóna króna. Halldór bendir á að verkefnið sé gríðarlega umfangsmikið, enda hafi aldrei verið farið út í aðra eins kynningu á bókmennt- um þjóðarinnar og nú. „Þetta er mjög metnaðarfull áætlun og hefur farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Halldór og bætir við að nokkur af virtustu forlögum Þýskalands gefi bækurnar út. - jab Actavis styrkir þátttöku Íslands í Bókamessunni í Frankfurt um á þriðja tug milljóna: Vinna með virtum forlögum SAMNINGURINN REIFAÐUR Halldór kynnti samstarfssamninginn í félagi við Claudio Albrecht, forstjóra Actavis, á skrifstofu Sögueyjunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft í vörslu sinni poka sem í voru þrjár e-töflur og tæp tvö grömm af kannabisefnum. Maðurinn lét pokann falla til jarðar og steig ofan á hann þegar lögreglan hafði afskipti af honum við skemmtistaðinn Rána í Reykjanesbæ í byrjun mars. Þá hefur annar karlmaður á þrítugsaldri verið ákærður fyrir að hafa kannabisefni í fórum sínum. - jss Tekinn af lögreglu: Steig ofan á fíkniefnapoka

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.