Fréttablaðið - 24.06.2011, Page 16

Fréttablaðið - 24.06.2011, Page 16
16 24. júní 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Samgöngur Hörður Már Harðarson formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar Margrét Laxdal varaformaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar HALLDÓR Miklar væntingar eru um komu erlendra ferðamanna til Íslands þetta sumarið og búast menn við að enn eitt fjöldametið verði slegið. Stórkost- leg upplifun á náttúru Íslands getur hins vegar breyst í martröð á skammri stundu ef ekki er farið með gát. Alvar- leg slys á ferðalöngum eru of mörg og hið sama má segja um banaslys. Orsak- ir þeirra eru af mörgum toga en oftar en ekki kemur þar við sögu rangur bún- aður, veðurfar, vanmat á aðstæðum eða ofmat á eigin getu. Aðstæður hér á landi eru oft öðruvísi en víða annars staðar og því er nauðsynlegt að koma upplýsingum um það á framfæri við þá sem ekki eru staðkunnugir. Slysavarnafélagið Landsbjörg, í sam- starfi fjölmarga aðila, setti á laggir verkefnið Safetravel í upphafi sumars 2010 og er heimasíðan www.safetra- vel.is þungamiðjan í því verkefni. Þar má finna ýmis heilræði og fróðleik um góða ferðahegðan hér á landi, útbún- aðarlista og hægt er að skilja eftir ferðaáætlun sína á síðunni. Ætti þessi heimasíða að vera viðkomustaður hvers ferðamanns áður en lagt er af stað í ferðalag. Hluti af Safetravel verkefninu er Hálendisvakt björgunarsveita, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sinnt í nokkur ár. Hálendisvaktin felur í sér að í tæpa tvo mánuði á hverju sumri eru björgunarsveitir til taks á fjórum stöðum á hálendinu. Auk þess að sinna formlegum aðstoðarbeiðnum og útköll- um eru sveitirnar ferðamönnunum innan handar. Tölur úr hálendisgæslu Slysavarna- félagsins Landsbjargar sýna að allt að 1.000 ferðamenn þurfa því á aðstoð hálendisvaktarinnar að halda hvert sumar. Þann 24. júní næstkomandi mun Slysavarnafélagið Landsbjörg minna ferðamenn á aðgæslu á ferðalögum. Sá dagur markar einnig upphaf hálendis- vaktar björgunarsveitanna. Frá klukk- an 16–20 þennan dag munu meðlimir SL vera á Olís-stöðvum um land allt, gefa góð ráð og hvetja alla til að taka þátt í því að fækka slysum á ferðalögum með því að huga að eigin öryggi. Það er hagur okkar allra að þeir sem sækja Ísland heim, sem og þeir sem hér búa, geti átt öruggt og ánægjulegt ferðalag um náttúruperluna Ísland. Fækkum slysum á ferðalögum A lþingismenn tóku rétta ákvörðun þegar þeir urðu sammála um að hætta að úthluta sjálfir alls konar smástyrkjum til góðra mála, eins og venjan hefur verið lengi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur fjárlaganefnd nú ákveðið að færa þessa úthlutun frá þinginu og í hendur sjóða, sveitarfélaga og ráðu- neyta. Sjálfsagt hafa mörg verk- efni sem Alþingi hefur styrkt með nokkur hundruð þúsund krónum eða jafnvel fáeinum milljónum verið þjóðþrifa- verk. Á lista þessa árs kennir margra grasa; það er verið að gera upp gamla eikarbáta, útrýma lúpínu og skógar- kerfli, gera byggða- og sögusöfnum til góða, styrkja lista- og menningarstarfsemi, vernda landnámshænuna og hjálpa heimilislausum köttum svo dæmi séu nefnd. Hins vegar er alveg ástæðulaust að alþingismenn séu sjálfir að vasast í þessari styrkjastarfsemi. Í fyrsta lagi er tíma þingsins betur varið í að leggja hinar stóru línur í fjár- lagavinnunni. Fjárlaganefnd, og í sumum tilvikum málefna- nefndir þingsins, hefur varið allt of löngum tíma í að hitta umsækjendur um styrki og fara yfir umsóknir. Í öðru lagi eru þingmenn ekki endilega þeir sem hafa bezta þekkingu á viðkomandi málaflokki og geta metið hvar pen- inganna er mest þörf. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði í umræðum á þingi síðastliðinn vetur að hún og aðrir í þing- salnum hefðu „engin efnisleg rök til að skipta þessum fjár- munum á milli margra verðugra“. Mun líklegra er að stjórnir lögbundinna sjóða, menningarráð sveitarfélaga og starfsmenn ráðuneyta hafi faglegar forsendur til að meta umsóknirnar. Í þriðja lagi er með þessari breytingu tekin sú freisting af þingmönnum að nýta þennan kjötketil upp á nokkur hundruð milljónir til kjördæmapots og atkvæðakaupa. Oddný Harðar- dóttir segir í Fréttablaðinu í gær að uppi hafi verið „orðróm- ur“ um að „þingmenn noti þetta til að hygla sínu kjördæmi og vinum sínum jafnvel“. Þetta er kurteislega orðað. Þeir sem fylgjast náið með pólitík vita að þetta er meira en orðrómur. Með þessari breytingu mun það loks eiga við, eins og Oddný bendir á, að stjórnsýslulög munu eiga við um þau stjórnvöld sem úthluta styrkjunum og þau geta þar af leiðandi þurft að rökstyðja úthlutanirnar. Alþingi er undanþegið stjórn- sýslulögum og þarf ekki að skýra ákvarðanir sínar. Jafnframt verða væntanlega gerðar meiri kröfur til þess að styrkþeg- arnir sýni fram á að styrkjunum hafi verið varið eins og til var ætlazt. Allt er þetta þess vegna í þágu gegnsæis og betri meðferð- ar á almannafé. Kannski sparast meira að segja einhverjar krónur, af því að Alþingi verður nízkara á „safnliðina“ þegar það getur ekki lengur úthlutað þeim sjálft. Alþingi hættir að veita smástyrki: Kjötkatli lokað Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Glæný ómissandi barnabók á tilboði! Frá höfundi Greppiklóar og Greppibarns kemur nú yndislega barnabókin Vinaból. 2.499* TILBOÐ KRÓNUR Fullt verð 2.999 kr. *Gildir til 08. ágúst nk. Eymundsson.is Rökrétt afleiðsla Björn Bjarnason hefur staðið í stórræðum eftir að bók hans Rosa- baugur yfir Íslandi kom út og átt í rökræðum við ýmsa aðila um bókina góðu. Nýjasta viðfangsefni Björns er enginn annar en Bubbi Morthens, en Björn gefur ekki mikið fyrir skoðanir Bubba á bókinni. Björn les ýmislegt úr orðum tónlistarmannsins, þar með talið að því fari fjarri að ríkis- stjórn Jóhönnu og Steingríms hafi „búið svo um hnúta að gegnsæi ríki um þátttöku manna í viðskiptalífinu og þeir sem gengu hart fram við að tæma banka innan frá séu ekki að búa sig undir að verða þátttakendur í nýrri sveiflu.“ Mikill er máttur Bubba Morthens. Hið náttúrulega ástand Ekki er öll vitleysan eins. Nú er hægt að skrá stúlkur í prinsessuskóla þar sem þær læra fágaða fram- komu og snyrtimennsku. Stjórnandi skólans gefur lítið fyrir gagnrýni og segir snyrtinguna snúast um að hafa þetta „svona nátt- úrulegt, bara eins og þú hafir vaknað svona.“ Furðuleg ónáttúra að þurfa að farða sig svo maður virki náttúrulegur. Sagan endurskrifuð Sarah Palin á hauk í horni í fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, nú forseta landsins, Ólafi Ragnari Gríms- syni, sem lýsti aðdáun sinni á Palin við dagblað í Alaska. Palin og Ólafur eiga það sameiginlegt um þessar mundir að keppast við að endurskrifa söguna; hún til að breiða yfir þekkingarleysi sitt á sjálfstæðisbaráttu Bandaríkj- anna, hann til að breiða yfir aðdáun sína á útrásarvíkingum. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.