Fréttablaðið - 24.06.2011, Page 18

Fréttablaðið - 24.06.2011, Page 18
24. júní 2011 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is 67 Leikskólinn Tjarnarborg fagnar sjö- tíu ára afmæli í dag og heldur upp á daginn með pompi og prakt. „Hér verður sannkölluð karnival- stemning,“ segir Hulda Ásgeirsdóttir leikskólastjóri. Hátíðarhöldin hefjast klukkan 15 og verður Jakob Frímann Magnússon veislustjóri. „Við reynum að nýta okkur mannauðinn í foreldra- hópnum,“ segir Hulda. „Krakkarnir hafa verið að undirbúa allt, búa til fána og skreyta garðinn. Við byrjum á skrúðgöngu kringum leikskólann í furðufötum og syngjum og tröllum. Trúðar koma í heimsókn og börnin syngja lög eftir Megas, og auðvitað afmælissönginn. Tónlistarmenn stíga einnig á stokk, við fáum heimsókn frá Hinu húsinu og svo verður boðið upp á kaffi og pönnukökur.“ Leikskólinn er starfræktur í reisu- legu húsi við Tjörnina í Reykjavík sem var byggt sem ráðherrabústaður Hannesar Hafstein árið 1909. Barna- vinafélagið Sumargjöf keypti húsið árið 1941 og hóf þar rekstur dagheim- ilis, leikskóla og vöggustofu. „Það þurfti að koma til móts við einstæðar mæður á stríðsárunum og koma börnunum fyrir,“ útskýrir Hulda. Á sama tíma var einnig starf- ræktur í húsinu Uppeldisskóli Sum- argjafar, sem varð síðar Fósturskóli Íslands. Húsið hefur því alltaf verið undirlagt leikskólastarfi en náms- meyjar Uppeldisskólans gátu leigt herbergi í risinu. „Tjarnarborg hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 1990. Hér eru tvær deildir, Lækur og Tjörn, en Tjarnarborg sameinaðist leikskólanum Öldukoti fyrir tveimur árum. Á Tjarnarborg eru 45 börn og í Öldukoti 43 börn, svo skólinn hefur stækkað talsvert,“ segir Hulda. Starf leikskólans byggist á uppeldisstefn- unni Reggio Emilia, þar sem skap- andi starf er rauði þráðurinn. Hulda segir staðsetningu leikskólans bjóða upp á mikla möguleika. „Við erum í vöggu sögu og menn- ingar Reykjavíkurborgar þar sem stutt er í næstu söfn, leikhús og náttúruperlur, gamla kirkjugarðinn og Hljómskálagarðinn, svo ekki sé minnst á Tjörnina sjálfa. Hér hefur ávallt ríkt góður andi og börnin eru spennt fyrir afmælis- deginum í dag. Við bjóðum alla vel- unnara leikskólans velkomna.“ heida@frettabladid.is LEIKSKÓLINN TJARNARBORG: FAGNAR 70 ÁRA STARFSAFMÆLI Sannkölluð karnivalstemning SPENNANDI AFMÆLISDAGUR Hulda Ásgeirsdóttir leikskólastjóri í hópi leikskólabarna á Tjarnarborg, en leikskólinn fagnar sjötíu ára afmæli með pompi og prakt í dag klukkan 15. FRÉTTABLAÐIÐ/HAGW PÉTUR BLÖNDAL alþingismaður er 67 ára í dag. „Óskir manna vaxa yfirleitt hraðar en tekjurnar.“ Útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, Hans Ploder fer fram frá Dómkirkju Krists Konungs, Landakoti, þann 27. júní kl. 15.00. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði, Garðabæ. Þökkum innilega auð- sýnda samúð og vináttu. Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir Franz Ploder Sigrún Waage Aðalheiður Auður Ploder John Patrick O’Neill Bryndís Ploder Tryggvi Hübner Björgvin Ploder Svafa Arnardóttir Jóhanna Ploder Ottó Sveinn Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinn Jónsson Höfða, Akranesi, andaðist 16. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 14. Eiríkur Sveinsson Hildur Eðvarðsdóttir Jón Sveinsson Jenný Una Sveinsdóttir Halldór Páll Jónsson Sveinn Unnar Sigurbjörnsson Valur Sigurbjörnsson og afabörn. Sigríður Ingjaldsdóttir sjúkraliði, Bólstaðarhlíð 44, Reykjavík, andaðist 18. júní á deild B-4 Landspítala, Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. júní kl. 15.00. Fyrir hönd vina og ættingja, Hertha W. Jónsdóttir Gunnar Harðarson. Elskuleg móðir mín, Ragnhildur Eiríksdóttir (Lilla) Brekkubyggð 23, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Hafnarfirði laugardaginn 18. júní. Útförin hefur farið fram. Eiríkur Arnar Harðarson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, María Rannveig Elsa Vigfúsdóttir andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 21. júní sl. Útförin verður auglýst síðar. Daníel Hafsteinsson Lise Lotte Hafsteinsson Sævar V. Hafsteinsson Vivi Frösig Hafsteinsson Hafsteinn S. Hafsteinsson Sólveig Einarsdóttir Berglind L. Hafsteinsdóttir Sigríður Dögg Geirsdóttir og barnabörn Okkar ástkæri Friðrik Jens Friðriksson fyrrv. héraðslæknir, Smáragrund 4, Sauðárkróki, sem lést á dvalarheimili aldraðra, Heilbrigðis- stofnuninni Sauðárkróki, laugardaginn 11. júní, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 25. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Oddný Finnbogadóttir Björn Friðrik Björnsson Emma Sigríður Björnsdóttir Iain D. Richardson Alma Emilía Björnsdóttir og börn Móðir okkar, Lilja Björnsdóttir, sem lést á Fellsenda mánudaginn 20. júní síðastliðinn, verður jarðsungin frá Kvennabrekkukirkju laugardag- inn 25. júní kl. 14:00. Fyrir hönd aðstandenda, Dagný Kristín Gunnarsdóttir og Kristbjörg Gunnarsdóttir. Á þessum degi var kristin trú lögtekin á Alþingi á Þingvöllum. Dagsetning kristnitökunnar virðist ekki umdeild, fremur ártalið þótt almennt sé miðað við árið 1000. Fyrir þann tíma hafði kristniboð verið reynt með misjöfnum árangri. Sumarið 1000 var upplausn yfirvofandi þar sem þingheimur skiptist í fylkingar kristinna manna og heiðinna. Hafði hvor fylking sinn lög- sögumann. Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson stóð í málsvari fyrir heiðingja og Síðu-Hallur fyrir kristna. Sammæltust þeir um að Þorgeir Ljósvetninga- goði ákvæði hvor trúarbrögðin skyldu viðhöfð. Þorgeir lagðist undir feld og hvíldi þar dag og nótt. Þegar hann skreið undan feldinum gekk hann að Lögbergi og kvað upp þann úrskurð að allir menn skyldu vera kristnir. Þó var leyft að blóta á laun, bera út börn og borða hrossakjöt. Samkvæmt Kristni sögu, í Hauksbók, á Þorgeir Ljósvetningagoði að hafa kastað goðum sínum í þann foss sem nú heitir Goðafoss á leið sinni heim af Alþingi. ÞETTA GERÐIST 24. JÚNÍ 1000 Kristnitakan á Alþingi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.