Fréttablaðið - 24.06.2011, Page 19

Fréttablaðið - 24.06.2011, Page 19
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Bergljót Rist, leiðsögumaður og hestakona, fjallar um hin einstöku litbrigði íslenska hestsins á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 26. júní klukkan 15. Viðburðurinn tengist sýningunni Jór! – Hestar í íslenskri myndlist. R eiknað er með því að fimmtán Yoyo-ísbúðir verði opnaðar á þessu ári við Eystrasalt. Nú þegar er byrjað að innrétta þrjár í Riga í Lettlandi sem verða opn- aðar seinni partinn í júlí,“ segir Kristján Einarsson, einn af eig- endum Yoyo-ísbúðanna. Yoyo- ísbúðirnar verða að sögn Krist- jáns opnaðar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og síðan í Skandinavíu í kjölfarið. Kristján segir að erlendu búð- irnar verði með svipuðu sniði og íslensku fyrirmyndirnar tvær. „Það verður sami ís og þeir nýta sér sömu aðferðafræði og þekk- ingu og við notum hér heima,“ útskýrir Kristján, en bróðir hans Ásgeir mun fljótlega fara til Lett- lands og aðstoða við blöndun og þróun íssins. „Eini munur inn á ísnum verður mjólkin. Við höfum samt fulla trú á því að við munum ná sömu vörunni.“ Spurður hvern- ig útrásin hafi komið ti l segir K r i s t j á n : „Vi ð erum í sambandi við hóp erlendra fjár- festa i Lettlandi. Dótt- ir eins þeirra kom til okkar á Íslandi og benti þeim á að þetta vantaði við Eystrasaltið og í Evrópu,“ segir Kristján og bætir við að í fram- haldinu hafi fjölskyldan sem rekur Yoyo skellt sér til Lettlands og samið um stofnun fimmtán nýrra Yoyo ísbúða. Kristján segir að lítil jógúrtísmenning sé í Evrópu en mikill vöxt- ur sé í þessum geira í Bandaríkjunum, þar séu líklega um tvö hundruð jógúrtískeðjur. „Vonandi mun okkur ganga jafn vel í Evrópu og þetta gengur í Bandaríkjunum. Ég er viss um að þetta mun falla vel í kramið.“ martaf@frettabladid.is Hægt verður að fá íslenskan Yoyo-jógúrtís við Eystrasaltið í lok júlí þegar Yoyo-ísbúðir verða opnaðar þar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslensk ísbúð í útrásN ý r m a t s e ð i l l F e r s k t F a g m e n n s k a Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is N ý u p p l i f u n F l j ó t l e g t F y r i r þ i g !

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.