Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 30. júní 2011 Íslensk stjórnvöld gerðu margt rangt í aðdraganda efnahagshrunsins. Eftir að kreppan skall á hafa þau hins vegar gert allt rétt. Þetta fullyrðir norski hagfræðiháskólaprófessorinn Arne Jon Isachsen. Hann var meðhöfundur Þorvaldar Gylfasonar að bók- inni Markaðsbúskapur, sem kom út í Bretlandi árið 1992 en hér tveimur árum síðar. Prófessorinn segir í pistli, sem kemur út mánaðar- lega og norska dagblaðið Dagens Næringsliv birtir í vikunni, íslensku krónuna gera það að verkum að efnahagslífið hafi rétt fyrr úr kútnum en ef búið væri að taka upp evru sem gjaldmiðil. Hann telur að ef Grikkir hefðu haldið sig við drökmuna sem gjald miðil þá hefði hún auðveldað þeim að komast í gegnum kreppuna. Isachsen telur það hafa verið þjóðráð að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar í harðbakkann sló og setja á gjaldeyrishöft. Þá segir hann það hafa skilað góðum árangri að setja gömlu bankana á hliðina til þess eins að reisa nýja á rústum þeirra með hagfelld- ari og öruggari útlán en sátu eftir í þeim gömlu. Hann rifjar upp að Írar hafi beitt annarri aðferð þegar ríkið tók á sig ábyrgðir bankanna, bæði gagnvart lánar- drottnum sem innstæðueigendum. Viðbrögð við skrifum Isachsen eru blendin í athugasemdakerfi dagblaðsins á netinu. Einn lesandi skrifar að hvort sem aðferðir stjórnvalda hér séu góðar eða slæmar þá hafi Íslendingar lært eitt, og það sé að hafa ekki peninga í fyrirrúmi. - jab FRÁ ALÞINGI Stjórnvöld gerðu margt rangt í aðdraganda kreppunnar, segir hagfræðiprófessorinn Arne Jon Isachsen. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stjórnvöld sneru af villu vegar eftir efnahagskreppuna, segir norskur prófessor: Krónan hjálpar efnahagslífinu Bandaríska netleikjafyrirtæk- ið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook. Ætlunin er að skrá aðeins tíu prósent hlutabréfa í Zyng á mark- að og er búist við að þau seljist fyrir allt að tvo milljarða dala, jafnvirði tæplega 231 milljarðs íslenskra króna. Miðað við þetta er heildarverðmæti Zynga á milli fimmtán og tuttugu milljarðar dala, allt að 23-faldar tekjur síð- asta árs og þykir verðlagning í hærri kantinum. Búist er við svipaðri afkomu í ár. Bandaríska fréttastofan CNBC segir væntingar stjórnenda Zynga talsverðar enda horfi til mikillar gengishækkunar netleitarrisans Google síðan fyrirtækið var skráð á markað síðsumars árið 2004. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur um fimmfaldast síðan þá. Eigendur fleiri samskiptasíðna og netfyrirtækja sem skráð hafa verið á hlutabréfamarkað síðustu misserin horfa í sömu átt, svo sem LinkedIn og Renren, sem er kín- verska útgáfan af Facebook. Sömu- leiðis hefur verið horft til skrán- ingar Facebook á markað næsta vor. - jab YS OG ÞYS Í KAUPHÖLLINNI Stjórnendur netfyrirtækja í Bandaríkjunum hafa upp á síðkastið verið áhugasamir um skrán- ingu á hlutabréfamarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Netleikjafyrirtækið Zynga fylgir straumnum á markað: Verðið þykir í hærri kantinum Eyddu í nýjan sparnað Volvo R-Design Komdu í Brimborg Vo lvo C 30 , V ol vo S 40 o g Vo lvo V 50 e r h æ gt a ð fá í R -D es ig n sp or tú tfæ rs lu Brimborg | Bíldshöfða 6 | Sími 515 7000 | volvo.is FÖSTUDAGSVIÐTALIÐföstudagu r Telur Landsbankann á réttri braut Steinþór Pálsson bankastjóri segir frá breytingum sem hafa verið gerðar á starfsemi Landsbankans og nýrri framtíðarsýn. Lesið Fréttablaðið á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.