Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 22
22 30. júní 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 D eilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsam- takanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferða- menn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. Auglýsingarnar voru samþykktar af Isavia, sem rekur Leifsstöð, og héngu þar uppi í nokkrar vikur. Eftir kvartanir frá Hrefnu- veiðimönnum ehf., sem sögðu auglýsingarnar áróður og árás á eina atvinnugrein, endurskoðaði Isavia afstöðu sína til auglýsing- anna. IFAW var boðið að breyta þeim í samráði við fyrirtækið. Því boði var ekki tekið og auglýsing- arnar hafa því verið teknar niður. Isavia vísar til ákvæða í samn- ingi sem var gerður um birtingu auglýsinganna, en þar segir meðal annars að auglýsingar skuli vera samkvæmt siðareglum um auglýs- ingar og á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. „Leigu- sala er heimilt að koma með greinargóðar athugasemdir vegna auglýsinga eða kynningarmuna leigutaka ef honum sýnist sem útlit þeirra brjóti í bága við ímynd flugstöðvarinnar. Athugasemdirnar skulu vera málefnalegar og rökstuddar. Leigutaki skal leitast við að taka tillit til athugasemdanna,“ segir í samningstextanum. Ekki verður séð að auglýsingar IFAW og hvalaskoðunarmanna hafi á nokkurn hátt brotið gegn almennri siðferðisvitund. Og greini- lega hafa þær ekki brotið gegn siðferðisvitund starfsmanna Isavia heldur, þ.e. ekki fyrr en hagsmunaaðilar kvörtuðu undan þeim. Hafi athugasemdir Isavia verið málefnalegar og rökstuddar hefur sá rökstuðningur að minnsta kosti ekki komið fram opinberlega. Hugsanlega getur Isavia hangið á því að auglýsingarnar hafi farið í bága við „ímynd flugstöðvarinnar“. Flugstöðvar víða um heim eru vissulega oftast eins og útstillingarkassar fyrir land og þjóð; birta áferðarfallegar glansmyndir af blómlegum héruðum, stórfenglegum náttúrufyrirbærum og brosandi fólki. Á Entebbe- flugvelli í Úganda var í vetur mikið af kosningaplakötum með myndum af hinum ástsæla Museweni forseta en engar auglýsingar frá mótframbjóðendunum. Er það ekki einmitt þessi glansmynd sem er áróður? Er eitthvað að því að ferðamenn sem hingað koma, sem sennilega eru flestir með einhverja hugsun í kollinum, viti að ekki eru allir sammála um til dæmis hvalveiðar og þátt þeirra í ferðaþjónustu? Ef umhverfis- verndarsamtökum dytti í hug að birta auglýsingar í Leifsstöð þar sem ferðamenn væru hvattir til að ganga vel um náttúru Íslands, af því að hún lægi víða undir skemmdum vegna átroðnings hundraða þúsunda ferðamanna, væri það þá óæskilegt kusk á glansmyndinni, áróður sem ætti að banna? Það er orðið ögn klisjukennt að rifja upp hvað bankahrunið átti að hafa kennt okkur – en samt ástæða til að minna á að eitt af því er að það er ekki æskilegt að þjóðarsamstaða ríki um að ein atvinnu- grein sé æðisleg, hafi bókstaflega enga galla og um hana séu engar deilur. Þá gildir einu hvort það er fjármálaþjónusta, hvalveiðar eða ferðaþjónusta. Útlendingar hljóta að mega vita að á Íslandi fari fram frjálsar og opinskáar umræður. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Af hverju þurfti að banna auglýsingar gegn hvalkjötsáti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Hvað er áróður? Hinn 4. júlí næstkomandi verður sýndur hjá RÚV fyrsti þátturinn af sex sem fólk með þroskahömlun hefur unnið undir heitinu „Með okkar augum“. Þættir þessir eru með blönduðu efni og hafa að leiðarljósi að vera bæði fræðandi og skemmtilegir. Fólk með þroskahömlun sá um þátta- gerðina, bæði tæknivinnu að stórum hluta svo og efnisöflun og viðtöl, undir leiðsögn fagfólks. Þáttunum er ætlað að sýna að í þessum hópi eru margir hæfi- leikaríkir einstaklingar. Annar tilgang- ur með þáttagerðinni er að stuðla að auknum fjölbreytileika í gerð sjónvarps- efnis þar sem efnistökum og umfjöllun er stýrt af fólki sem hefur ef til vill aðra lífsreynslu, áhugamál og sýn á samfélag sitt. Í nýjum samningi Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólk eru mörg ákvæði um skyldur þjóðríkja til að vinna gegn staðalímyndun og fordómum gagn- vart fólki með fötlun, svo og skyldur fjölmiðla í þeim efnum. Landssamtökin Þroskahjálp telja að gerð þessara þátta sé áhrifarík aðferð til að uppfylla þau ákvæði. Vonandi verður því framhald á þessari þáttagerð. Landssamtökin Þroskahjálp hafa að undanförnu unnið í samvinnu við fleiri aðila að nokkrum verkefnum sem stuðla að þátttöku og sýnileika fólks með þroskahömlun. Samtökin telja að með því móti stuðli þau að betra og skemmtilegra samfélagi fyrir alla. Góða skemmtun með þeim Andra Frey, Bjarna, Eiði, Katrínu Guðrúnu, Richard, Skúla Steinari og Steinunni Ásu á mánudögum kl. 18.30 í sumar. Með okkar augum Samfélags- mál Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Fólk með þroskahömlun sá um þáttagerðina, bæði tæknivinnu að stórum hluta svo og efnis- öflun og viðtöl, undir leiðsögn fagfólks. ums.is SÍÐASTI DAGUR FYRIR GREIÐSLUSKJÓL NÝRRA UMSÓKNA UM GREIÐSLUAÐLÖGUN ER 30. JÚNÍ 2011 Tollfrelsi í tollfrelsinu Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra tilkynnti stoltur um „hörku- samning“ sem náðst hefði við yfirvöld í Hong Kong. Nú nytu Íslendingar til framtíðar algjörs tollfrelsis á iðnaðar- vörur og sjávarfang flutt til markaða í Hong Kong. Þetta er hið besta mál og ekki nema von að ráðherra sé stoltur. Lausleg yfirferð um tollaumhverfi Hong Kong sýnir hins vegar, svart á hvítu, að þar á bæ eru ekki inn- flutningstollar á neinar vörur, nema áfengi, tóbak, kolvetnisolíu og metílalkóhól. Samningatækni Össurar er greinilega við brugðið að semja um toll- frelsi á tollfrjálsum vörum. Góður ásetningur Í samstarfssamningi Besta flokksins og Samfylkingarinnar er kveðið á um að gera hjólreiðar að raunhæfum ferðamáta í borginni. Í maí í fyrra samþykktu jafnframt allir flokkar í borgarstjórn að lagðir skyldu tíu kílómetrar af hjólreiðastígum næstu þrjú ár, samtals 30 kílómetrar. Minna um efndir Á fundi umhverfis- og sam- gönguráðs í vikunni kom fram að aðeins 1,6 kílómetrar af hjólreiða- stígum verða lagðir í ár. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi skrifar um þetta á blogg sitt: „Ég veit að innan meiri- hlutans er fólk sem trúir í einlægni á nýjar lausnir í samgöngu og skipulagsmálum borgarinnar, en ekki verður annað séð en að það fólk hafi orðið undir og gamaldags hugmyndafræði um uppbygg- ingu borga hafi orðið ofan á. Það á því miður eftir að skila sér í meiri umferð, meiri mengun og þar með lakari lífsgæðum borgarbúa.“ Er nokkru við það að bæta? kolbeinn@frettabladid.is bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.