Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 52
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is Teiknarinn og rithöfundurinn Brian Pilkington hóf feril sinn á Íslandi fyrir þrjátíu árum og hefur síðan skrifað og myndskreytt tugi bóka. Myndir hans bera sterk höfundar- einkenni og oftar en ekki eru tröll í aðalhlutverki. Það á jafnt við um fyrstu bókina, Ástarsögu úr fjöllunum, sem kom út árið 1981 og þá síðustu, Trolls philosophy and wis- dom, sem kom út fyrir skemmstu. Brian, sem er fæddur á Englandi árið 1950, kom til lands- ins 1976 og sló í gegn með myndskreytingum sínum við bók Guðrúnar Helgadóttur, Ástarsögu úr fjöllunum. Síðan þá hefur heill tröllaheimur orðið til. „Ég hef afskap- lega gaman af því að teikna tröll og er búinn að gera mér í hugarlund hvernig þau hugsa og hegða sér,“ segir Brian. Tröllin, sem samkvæmt þjóðsögunum þykja ógnvænlegar skepn- ur, hafa þróast og þroskast í meðförum hans og hafa friðsælli vitsmunaverur orðið til. „Ég er sjálfur alltaf að færast nær því að verða tröllkarl og eru börn- in mín til að mynda hálf- gerð tröllabörn enda miklu stærri en jafnaldrar þeirra. Þá líkar mér best að ganga um berfættur, alveg eins og tröllin,” segir Brian og hlær. Nýjasta bók hans sýnir tröll í íslenskri náttúru ásamt vís- dómsorðum þeirra á ensku. Hún hefur verið í smíðum síð- ustu átta ár. „Þetta eru teikningar sem ég hef gert fyrir mig á milli annarra verkefna en mér datt í hug að það væri gaman að búa til flettibók með lífsspeki og hugleiðingum trölla. Hugmyndin kviknaði í kringum útgáfu bókarinnar Icelandic Trolls sem kom út árið 1999 en hún lýsir híbýlum trölla, siðum og venjum.“ Brian segir í formála nýju bókarinnar að tröllamyndirnar komi til hans nánast áreynslulaust og að stundum muni hann ekki eftir að hafa teiknað myndir sem hann finnur á víð og dreif um vinnustofuna og hann spyr: „Hvaðan koma hug- myndir? Svífa þær um og bíða þess að verða fangaðar eða hafa þær sjálfstæðan vilja. Stundum velti ég því fyrir mér hvort tröllin hafi valið mig til að segja sögu þeirra. Ég kýs að lifa með opnum hug. Það að hafa ekki séð eitthvað þýðir ekki að það sé ekki til.“ vera@frettabladid.is BRIAN PILKINGTON: Á ÞRJÁTÍU ÁRA ÚTGÁFUAFMÆLI Á ÍSLANDI Er sjálfur að breytast í tröll HEFUR VERIÐ Í SMÍÐUM Í ÁTTA ÁR Nýjasta bók Brians hefur að geyma vísdómsorð trölla. ÞRJÁTÍU ÁRA FARSÆLL FERILL Brian sló í gegn með teikningum sínum við söguna Ástarsögu úr fjöllunum árið 1981. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 45BOXARINN MIKE TYSON ER 45 ára í dag.„Tíminn skelfir mig. Tíminn er eins og bók. Hefur upphaf, miðju og – endi.“ Okkar kæri Leópold Jón Jóhannesson fyrrv. verkstjóri og veitingamaður í Hreðavatnsskála, lést 23. júní. Útförin mun fara fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 15. Aðstandendur. MOSAIK Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Rósamundu Jóhannsdóttur Hlíðarlundi 2, Akureyri. Magnús Þorsteinsson Roxanna Björg Morales Sigurlína Þorsteinsdóttir Gunnlaugur H. Jónsson Jóhanna Sigrún Þorsteinsdóttir Björn Jósef Arnviðarson Viðar Þorsteinsson Kolbrún Ólafsdóttir Björgvin Þorsteinsson Jóna Dóra Kristinsdóttir Gunnar Þorsteinsson Björn Axelsson Birna Bessadóttir barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Iðunnar Heiðberg Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skjóls og Laugaskjóls fyrir góða umönnun. Páll Árnason Gyða Hafdís Margeirsdóttir Ingibjörg Árnadóttir Neil Young Helga Árnadóttir Roland Assier og barnabörn. Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinar- hug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, Ásgeirs Axelssonar Litla-Felli, Skagaströnd. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigrún Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðjóns Jónssonar bifreiðastjóra, Víðivöllum 26, Selfossi. Guðmunda Ólafsdóttir Jón Viðar Guðjónsson Carola Ida Köhler Steinþór Guðjónsson Sigríður Garðarsdóttir Reynir Guðjónsson Soffía Stefánsdóttir Guðbjörg Guðjónsdóttir Sigurður Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Reynir Ómar Guðjónsson Stekkjarhvammi 70, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánudaginn 4. júlí kl. 15.00. Vilborg Jóhanna Stefánsdóttir Stefán Reynisson Sóley Eiríksdóttir Helga Reynisdóttir Björn Ingi Vilhjálmsson Anna Reynisdóttir Björn Bragi Arnarsson afastelpur Guðjón Frímannsson Stefán Vilhelmsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og lang- amma, Sigrún Sigurjónsdóttir Dalhúsum 51, Reykjavík, sem lést föstudaginn 24. júní, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á „Á rás fyrir Grensás“, reikningsnúmer 311-26-3110. Björgvin Magnússon Hafdís Guðrún Sveinsdóttir Eiríkur Ómar Sveinsson Ingibjörg Sandholt Sigrún Elínborg Sveinsdóttir Sverrir Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hafliði Þórður Magnússon rithöfundur frá Bíldudal, lést á heimili sínu á Selfossi laugardaginn 25. júní. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 16.00. Eva Þórarinsdóttir Björk Hafliðadóttir Magnús B. Óskarsson Sóldögg Hafliðadóttir Jónatan Hertel Jóna Vigdís Evudóttir Sigþór Þórarinsson Una Rós Evudóttir og barnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Elínóru Hólm Samúelsdóttur Ástarþakkir sendum við starfsfólki Víðihlíðar á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir frábæra umönnun og umhyggju fyrir móður okkar. Hörður Gíslason Sigurbjörg Edda Óskarsdóttir Hallgrímur Gíslason Halla Svavarsdóttir Jón Gíslason Aðalheiður Kristjánsdóttir Bjarnhéðinn Gíslason Heiðdís Haraldsdóttir Aðalheiður Gísladóttir Haukur Þorsteinsson og ömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.