Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 58
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR42 Hljómsveitin Mógil fagnar útgáfu nýrrar hljómplötu með tónleika- ferðalagi um Ísland. Platan nefn- ist Í stillunni hljómar og kom út í Belgíu og Hollandi í mars síðast- liðnum en áður hafði hljómsveit- in sent frá sér plötuna Ró, sem var tilnefnd til íslensku tónlistar- verðlaunanna. Formlegir útgáfu- tónleikar verða haldnir í Fríkirkj- unni í Reykjavík þriðjudaginn 5. júlí klukkan 20. Mógil hefur starfað í fimm ár. Sveitina skipa Heiða Árnadóttir söngkona, Hilmar Jensson gít- arleikari, Joachim Badenhorst klarinettleikari og Kristín Þóra Haraldsdóttir víóluleikari. Heiða söngkona lýsir tónlist sveitarinn- ar sem þjóðlagaskotnum spuna- djassi. Öll lögin eru eftir hljóm- sveitina, sungið er á íslensku og skírskota textarnir til náttúru og þjóðsagna. Auk útgáfutónleikanna leikur Mógil á Gljúfrasteini í Mosfells- sveit sunnudaginn 3. júlí, á Café Rosenberg mánudaginn 4. júlí, á Þjóðlagahátið á Siglufirði 6. júlí og í Deiglunni á Akureyri 7. júlí. Mógil í tónleikaferð í tilefni nýrrar plötu MÓGIL Hljómsveitin leikur þjóðlagaskotinn spunadjass og skírskota textarnir til íslenskrar náttúru og þjóðsagna. Enskri þýð- ingu skáldsög- unnar Rökk- urbýsnir eftir Sjón er hælt í hástert í rit- dómi breska dagblaðsins Guardian. Rithöf- undurinn AS Byatt lofsamar Rökkur- býsnir – eða From the Mouth of the Whale – í ritdómi í Guardi- an; segir hana fulla af „stórkost- legum smáatriðum, óvæntum snúningum og yndisaukum.“ Sjón blandi saman nákvæmum athug- unum og ríku ímyndunarafli.“ Byatt hrósar þýðandanum Victo- riu Cribb sérstaklega. Rökkurbýsnir gerist á 17. öld og fjallar um rithöfundinn og myndasmiðinn Jónas lærða Pálmason, sem er dæmdur fyrir útbreiðslu galdra og sendur í útlegð í Gullbjarnarey. Bókin kom út á Íslandi fyrir jólin 2008. Guardian hælir Sjón Hrollvekjan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur trónir á toppi listans yfir mest seldu bækur hjá Eymundsson þessa vikuna. Ég man þig kom út fyrir jól og er óvenju þaulsætin á íslenskum met- sölulistum. Hugsanlega hefur það ýtt undir sölu að Yrsa hreppti glæpasagna- verðlaunin Blóðdropann fyrir viku. Í flokki hand- og fræðibóka víkur 10 árum yngri á 10 vikum eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur úr toppsætinu fyrir Bollakök- um Rikku eftir Friðriku Hjör- dísi Geirsdóttur en Rosabaugur Björns Bjarnasonar er í þriðja sæti. Yrsa trónir á toppnum YRSA SIGURÐARDÓTTIR Myndlist ★★★★ Myndin af Þingvöllum Sýningarstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Listasafn Árnesinga Myndin af Þingvöllum sem nú stendur yfir í Listasafni Árnesinga í Hveragerði segir meira en mörg orð um mikilvægi myndlistar fyrir þjóð sem hefur tilhneigingu til þess að hafa meira dálæti á bók- menntum en öðrum listgreinum. Einar Garibaldi Eiríksson sýning- arstjóri hefur safnað saman fjöl- mörgum birtingarmyndum Þing- valla í gegnum tíðina. Myndlistin er í fyrirrúmi en einnig má sjá hönnun, útgáfu, kortagerð og fjöl- miðlamyndir. Sýningunni fylgir eigulegur bæklingur með læsi- legri og fróðlegri grein eftir Einar um þróun landslagsmynda hér á landi og gildi þeirra fyrir ímynd þjóðarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar Garibaldi skapar spennandi sýningu, en sýningarnar Flogið yfir Heklu og k-þátturinn sem settar voru upp á Kjarvalsstöð- um 2001 og 2007 vöktu töluverða athygli. Sýningin Flogið yfir Heklu fjallaði einnig um fjölskrúðuga nálgun myndlistarmanna og ann- arra við náttúruna. Á sýningunni í Listasafni Árnes- inga kemur vel fram hversu sterk- an þátt hugarfar og heimsmynd hvers tíma á í myndum okkar af umhverfinu, hvort sem um er að ræða myndlist eða myndverk ann- ars eðlis. Hér er þetta undirstrikað með því að gera ekki upp á milli málverka, korta og hönnunar, hver salur inniheldur allt þetta og gerir það að verkum að áhorfandinn skynjar skýrar þá duldu merkingu sem felst í málverkum liðins tíma, les í málverk eins og í hönnun og ljósmyndir. Málverk 19. aldar eru t.d. gegnsýrð rómantískum hug- myndum og færa myndefnið í stílinn eftir því. Hér eru gjárn- ar aðeins dýpri, klettaveggirnir hærri, fjöllin reisulegri en í raun. Ljósmyndir af hátíðahöldum á Þingvöllum sýna hlutverk Þing- valla í nútímanum, hvernig sam- eiginleg fortíð verður sameining- artákn þjóðarinnar. Sýningin segir margar sögur. Sögu landslagsins í málverkum, sögu ljósmyndarinnar, sögu hönn- unar og fjölmiðlunar en allt á þetta sinn þátt í því að skapa þá marg- breytilegu mynd sem Þingvellir hafa tekið á sig í hugum lands- manna. Ekki síst eru hér afar mörg forvitnileg myndverk, hvort sem um er að ræða gömul kort, málverk sem ekki hafa oft komið fyrir almennings sjónir eða hönn- un og fjölmiðlamyndir samtímans. Myndin af Þingvöllum er mikil- vægt innlegg í umræðuna um gildi myndlistar fyrir íslensku þjóðina. Hér kemur skýrt fram hvað mynd- listin á sterkan þátt í hugmyndum okkar um land og þjóð, jafnt í sam- tímanum sem áður fyrr, hvernig myndverk móta og myndgera þjóð- arímyndina fyrr og nú. Verkin á sýningunni koma úr öllum áttum en minna engu að síður á brýna þörf fyrir að koma myndverka- safni Listasafns Íslands í sóma- samlegt húsnæði þar sem sagan og samtíminn eru aðgengileg, ekki aðeins sýnileg í mýflugumynd við aðstæður sem eru óviðunandi og fjársveltar á allan hátt. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Hér sjáum við hvernig Þingvellir hafa birst á ólíkan og margbreytilegan hátt í myndverkum þjóðarinnar síðustu aldir. Sýning sem afhjúpar ímyndarsköpun og þjóðarímynd á aðgengilegan hátt og er skemmtileg heim að sækja. MANNGERT LANDSLAG Gildir til 6. júlí eða á meðan birgðir endast. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 30. júní ➜ Tónleikar 12.00 Tómas Guðni Eggertsson orgelleikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari halda tónleika í Hall- grímskirkju. Aðgangseyrir kr. 1.500. 19.00 Prikið og Den Danske Kro slá til tónleikaveislu í tilefni af Hróarskel- duhátíð í Danmörku. Blæti, Dj Danni Deluxe, Depublic, Rottweiler, Green Lights og Dj Gay Latino munu spila. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Sálmar Sigurbjörns Einarsson- ar biskups verða fluttir í Lindakirkju í tilefni af því að hann hefði orðið 100 ára. Aðgangur er ókeypis. 20.30 Mezzóbandalagið heldur tónleika með þremur ungum mezzó- sópransöngkonum á Listasafni Sigur- jóns á Laugarnestanga. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Deep Purple tribute með Eyþóri Inga og félögum á Sódómu. Aðgangseyrir er kr. 1.200. 21.00 Hljómsveitin Vicky spilar á Bar 11 á svokölluðu kreppukvöldi. Aðgangur er ókeypis. 21.30 Tríóið Jónsson & More verður með djasstónleika í Deiglunni, Akur- eyri. Aðgangseyrir er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar. 22.00 Skúli mennski verður með tónleika í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Hljómsveitin Caterpillarmen heldur styrktartónleika á Faktorý. Ásamt þeim spila Muck, The Dandel- ion Seeds og Plastic Gods. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. ➜ Söfn 20.00 Söguganga Minjasafns Reykja- víkur um slóðir 19. aldar kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Lagt upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17. Þátttaka er ókeypis. ➜ Tangó 20.00 Tangó-dansnámskeið í safn- aðarheimilinu á Hellu. Kennarar eru Beggi og Tania og aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Hönnun Og Tíska 18.00 Verslunin GK Reykjavík á Laugavegi heldur útsölupartý frá kl. 18-20. Plötusnúður spilar, leynigestur með tónlistaratriði, veglegt happ- drætti og léttar veigar. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.