Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 58
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR42
Hljómsveitin Mógil fagnar útgáfu
nýrrar hljómplötu með tónleika-
ferðalagi um Ísland. Platan nefn-
ist Í stillunni hljómar og kom út í
Belgíu og Hollandi í mars síðast-
liðnum en áður hafði hljómsveit-
in sent frá sér plötuna Ró, sem
var tilnefnd til íslensku tónlistar-
verðlaunanna. Formlegir útgáfu-
tónleikar verða haldnir í Fríkirkj-
unni í Reykjavík þriðjudaginn 5.
júlí klukkan 20.
Mógil hefur starfað í fimm ár.
Sveitina skipa Heiða Árnadóttir
söngkona, Hilmar Jensson gít-
arleikari, Joachim Badenhorst
klarinettleikari og Kristín Þóra
Haraldsdóttir víóluleikari. Heiða
söngkona lýsir tónlist sveitarinn-
ar sem þjóðlagaskotnum spuna-
djassi. Öll lögin eru eftir hljóm-
sveitina, sungið er á íslensku og
skírskota textarnir til náttúru og
þjóðsagna.
Auk útgáfutónleikanna leikur
Mógil á Gljúfrasteini í Mosfells-
sveit sunnudaginn 3. júlí, á Café
Rosenberg mánudaginn 4. júlí, á
Þjóðlagahátið á Siglufirði 6. júlí
og í Deiglunni á Akureyri 7. júlí.
Mógil í tónleikaferð
í tilefni nýrrar plötu
MÓGIL Hljómsveitin leikur þjóðlagaskotinn spunadjass og skírskota textarnir til
íslenskrar náttúru og þjóðsagna.
Enskri þýð-
ingu skáldsög-
unnar Rökk-
urbýsnir eftir
Sjón er hælt í
hástert í rit-
dómi breska
dagblaðsins
Guardian.
Rithöf-
undurinn
AS Byatt
lofsamar Rökkur-
býsnir – eða From the Mouth of
the Whale – í ritdómi í Guardi-
an; segir hana fulla af „stórkost-
legum smáatriðum, óvæntum
snúningum og yndisaukum.“ Sjón
blandi saman nákvæmum athug-
unum og ríku ímyndunarafli.“
Byatt hrósar þýðandanum Victo-
riu Cribb sérstaklega.
Rökkurbýsnir gerist á 17.
öld og fjallar um rithöfundinn
og myndasmiðinn Jónas lærða
Pálmason, sem er dæmdur fyrir
útbreiðslu galdra og sendur í
útlegð í Gullbjarnarey. Bókin
kom út á Íslandi fyrir jólin 2008.
Guardian
hælir Sjón
Hrollvekjan Ég man þig eftir
Yrsu Sigurðardóttur trónir á
toppi listans yfir mest seldu
bækur hjá Eymundsson þessa
vikuna.
Ég man þig
kom út fyrir
jól og er óvenju
þaulsætin á
íslenskum met-
sölulistum.
Hugsanlega
hefur það ýtt
undir sölu að
Yrsa hreppti
glæpasagna-
verðlaunin
Blóðdropann fyrir viku.
Í flokki hand- og fræðibóka
víkur 10 árum yngri á 10 vikum
eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur
úr toppsætinu fyrir Bollakök-
um Rikku eftir Friðriku Hjör-
dísi Geirsdóttur en Rosabaugur
Björns Bjarnasonar er í þriðja
sæti.
Yrsa trónir
á toppnum
YRSA
SIGURÐARDÓTTIR
Myndlist ★★★★
Myndin af Þingvöllum
Sýningarstjóri: Einar Garibaldi
Eiríksson
Listasafn Árnesinga
Myndin af Þingvöllum sem nú
stendur yfir í Listasafni Árnesinga
í Hveragerði segir meira en mörg
orð um mikilvægi myndlistar fyrir
þjóð sem hefur tilhneigingu til
þess að hafa meira dálæti á bók-
menntum en öðrum listgreinum.
Einar Garibaldi Eiríksson sýning-
arstjóri hefur safnað saman fjöl-
mörgum birtingarmyndum Þing-
valla í gegnum tíðina. Myndlistin
er í fyrirrúmi en einnig má sjá
hönnun, útgáfu, kortagerð og fjöl-
miðlamyndir. Sýningunni fylgir
eigulegur bæklingur með læsi-
legri og fróðlegri grein eftir Einar
um þróun landslagsmynda hér á
landi og gildi þeirra fyrir ímynd
þjóðarinnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Einar Garibaldi skapar spennandi
sýningu, en sýningarnar Flogið
yfir Heklu og k-þátturinn sem
settar voru upp á Kjarvalsstöð-
um 2001 og 2007 vöktu töluverða
athygli. Sýningin Flogið yfir Heklu
fjallaði einnig um fjölskrúðuga
nálgun myndlistarmanna og ann-
arra við náttúruna.
Á sýningunni í Listasafni Árnes-
inga kemur vel fram hversu sterk-
an þátt hugarfar og heimsmynd
hvers tíma á í myndum okkar af
umhverfinu, hvort sem um er að
ræða myndlist eða myndverk ann-
ars eðlis. Hér er þetta undirstrikað
með því að gera ekki upp á milli
málverka, korta og hönnunar, hver
salur inniheldur allt þetta og gerir
það að verkum að áhorfandinn
skynjar skýrar þá duldu merkingu
sem felst í málverkum liðins tíma,
les í málverk eins og í hönnun og
ljósmyndir. Málverk 19. aldar eru
t.d. gegnsýrð rómantískum hug-
myndum og færa myndefnið í
stílinn eftir því. Hér eru gjárn-
ar aðeins dýpri, klettaveggirnir
hærri, fjöllin reisulegri en í raun.
Ljósmyndir af hátíðahöldum á
Þingvöllum sýna hlutverk Þing-
valla í nútímanum, hvernig sam-
eiginleg fortíð verður sameining-
artákn þjóðarinnar.
Sýningin segir margar sögur.
Sögu landslagsins í málverkum,
sögu ljósmyndarinnar, sögu hönn-
unar og fjölmiðlunar en allt á þetta
sinn þátt í því að skapa þá marg-
breytilegu mynd sem Þingvellir
hafa tekið á sig í hugum lands-
manna. Ekki síst eru hér afar
mörg forvitnileg myndverk, hvort
sem um er að ræða gömul kort,
málverk sem ekki hafa oft komið
fyrir almennings sjónir eða hönn-
un og fjölmiðlamyndir samtímans.
Myndin af Þingvöllum er mikil-
vægt innlegg í umræðuna um gildi
myndlistar fyrir íslensku þjóðina.
Hér kemur skýrt fram hvað mynd-
listin á sterkan þátt í hugmyndum
okkar um land og þjóð, jafnt í sam-
tímanum sem áður fyrr, hvernig
myndverk móta og myndgera þjóð-
arímyndina fyrr og nú. Verkin á
sýningunni koma úr öllum áttum
en minna engu að síður á brýna
þörf fyrir að koma myndverka-
safni Listasafns Íslands í sóma-
samlegt húsnæði þar sem sagan
og samtíminn eru aðgengileg, ekki
aðeins sýnileg í mýflugumynd við
aðstæður sem eru óviðunandi og
fjársveltar á allan hátt.
Ragna Sigurðardóttir
Niðurstaða: Hér sjáum við hvernig
Þingvellir hafa birst á ólíkan og
margbreytilegan hátt í myndverkum
þjóðarinnar síðustu aldir. Sýning
sem afhjúpar ímyndarsköpun og
þjóðarímynd á aðgengilegan hátt og
er skemmtileg heim að sækja.
MANNGERT LANDSLAG
Gildir til 6. júlí eða á meðan birgðir endast.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 30. júní
➜ Tónleikar
12.00 Tómas Guðni Eggertsson
orgelleikari og Davíð Þór Jónsson
píanóleikari halda tónleika í Hall-
grímskirkju. Aðgangseyrir kr. 1.500.
19.00 Prikið og Den Danske Kro slá
til tónleikaveislu í tilefni af Hróarskel-
duhátíð í Danmörku. Blæti, Dj Danni
Deluxe, Depublic, Rottweiler, Green
Lights og Dj Gay Latino munu spila.
Aðgangur er ókeypis.
20.00 Sálmar Sigurbjörns Einarsson-
ar biskups verða fluttir í Lindakirkju í
tilefni af því að hann hefði orðið 100
ára. Aðgangur er ókeypis.
20.30 Mezzóbandalagið heldur
tónleika með þremur ungum mezzó-
sópransöngkonum á Listasafni Sigur-
jóns á Laugarnestanga. Aðgangseyrir
er kr. 1.500.
21.00 Deep Purple tribute með
Eyþóri Inga og félögum á Sódómu.
Aðgangseyrir er kr. 1.200.
21.00 Hljómsveitin Vicky spilar á
Bar 11 á svokölluðu kreppukvöldi.
Aðgangur er ókeypis.
21.30 Tríóið Jónsson & More verður
með djasstónleika í Deiglunni, Akur-
eyri. Aðgangseyrir er kr. 2.000 en
kr. 1.000 fyrir félaga í Jazzklúbbi
Akureyrar.
22.00 Skúli mennski verður með
tónleika í Tjöruhúsinu á Ísafirði.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
22.00 Hljómsveitin Caterpillarmen
heldur styrktartónleika á Faktorý.
Ásamt þeim spila Muck, The Dandel-
ion Seeds og Plastic Gods. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.000.
➜ Söfn
20.00 Söguganga Minjasafns Reykja-
víkur um slóðir 19. aldar kvenna í
miðbæ Reykjavíkur. Lagt upp frá
Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17.
Þátttaka er ókeypis.
➜ Tangó
20.00 Tangó-dansnámskeið í safn-
aðarheimilinu á Hellu. Kennarar eru
Beggi og Tania og aðgangseyrir er kr.
1.000.
➜ Hönnun Og Tíska
18.00 Verslunin GK Reykjavík á
Laugavegi heldur útsölupartý frá kl.
18-20. Plötusnúður spilar, leynigestur
með tónlistaratriði, veglegt happ-
drætti og léttar veigar.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.