Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 36
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR4 Hrukkur eru gull-náma lýtalækna en í samfélagi bótoxins og silíkonbrjóstanna hér á frönsku Ríveríunni eru sömuleiðis næg verkefni í fitu- brennslu. Rétt fyrir sumarfrí bjóða kvennablöðin að vanda ýmsar aðferðir til þess að missa 3-5 kíló áður en halda skal á ströndina og nú boða sérfræð- ingar byltingu í fitubrennslu. Hægt er að fara til læknis eða húðsérfræðings og biðja um hjálp til að vinna á björgunar- hringnum, slöppum magavöðv- um eða appelsínuhúð. Í dag er það „Body contouring“ eða „Body shaping“ sem gildir og þá er ég ekki að tala um fitu- brennsluleikfimi eða þolfimi- tíma heldur ný tæki sem sífellt fleiri sækja í. Notkunin á þess- ari tækni jókst um fimmtán prósent á síðasta ári og sérfræð- ingar búast við að þróunin verði svipuð á næstu árum. Aðferðirnar eru aðallega tvær. Annars vegar þær sem eiga að eyða fitufrumum sem geyma í sér fitu (Zeltiq) eða sem tæma þær (Lapex og Redustim) og hins vegar þær sem eiga að örva húðfrumur til vinnu, styrkja við- komandi líkamshluta og minnka ummál (EndyMed 3DEEP). Sér- fræðingarnir sem bjóða þessa þjónustu segja að heilsusamlegt líferni og hreyfing sé nauðsyn- legt meðan á meðferð stendur ef árangurinn á að verða verulegur og rétt er að taka fram að ekki eru neinar vísindalegar niður- stöður sem staðfesta árangurinn. Til að skýra nánar hvernig þetta fer fram má nefna Endy- Med 3DEEP aðferðina sem helst er beint gegn appelsínuhúð. Raf- bylgjum er hleypt með heitum skautum yfir húðina sem örva húðfrumurnar til vinnu og þann- ig verður húðin stinnari. Zeltiq virkar á björgunarhringinn, er eins konar kælandi ryksuga sem er látin vinna á keppunum í góðan klukkutíma í einu og það hjálpar til við að eyða fitu- frumum á tveimur til þremur mánuðum. Lapex er notað til að grennast á þeim líkamshlutum sem hættir til að safna á sig fitu; lærum, maga, lendum og hand- leggjum. Til þess er notaður kælandi lasergeisli. Reyndar fylgir það sögunni að nauðsyn- legt sé að stunda brennsluleik- fimi strax á eftir til að halda áfram að eyða fitunni. Árangur- inn er nokkur en ekki sláandi. Redustim er til þess að minnka magann. Þetta er gert með seg- ulómi sem eyðir fitu og eykur brennslu og er lofað allt að sex sentimetra minna ummáli. Allar eiga þessar aðferðir það sameig- inlegt að kosta sitt (1.000-1.500 evrur) og að þörf er á aga til að fylgja eftir árangrinum. Spurn- ing hvort ekki sé einfaldara að reyna gamaldags megrun sem er næstum ókeypis? bergb75@free.fr Tæknileg fitubrennsla ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice Fyrirsætan Kate Moss gengur í það heilaga í sumar. Uppi eru getgátur um brúðar- kjólinn og er talið líklegt að hinn fallni hönnuður John Galliano muni klæða brúðina en hann er góðvinur Kate. Bolir til styrktar fórnarlömbum jarð- skjálftanna í Japan fóru í sölu í verslun- um Uniqlo um heim allan í vikunni. Þekktar tískufyrirmyndir hönn- uðu boli, þar á meðal Karl Lagerfeld, Lady Gaga, Orlando Bloom, Blake Lively og Cyndi Lauper. fashion.telepraph.co.uk vogue.co.uk Bæjarlind 6 S. 554 7030 Eddufelli 2 S. 557 1730 En - eigum einnig svartar, dökk bláar og ljós bláar. Verð 8.900 kr. Og - hvítar og svartar kakíbuxur á 6.900 kr. Kíkið á heimas íðuna okkar www.rita .is Sendum í póstkröfu Hvítar kvartbuxur FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN NÚ ER UMRÆÐAN FJÖLBREYTTARI, SKEMMTILEGRI, FJÖRLEGRI, ÍTARLEGRI OG AÐGENGILEGRI Á VÍSI Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meira úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í topp–upplausn með greiðara og einfaldara aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.