Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 36
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR4 Hrukkur eru gull-náma lýtalækna en í samfélagi bótoxins og silíkonbrjóstanna hér á frönsku Ríveríunni eru sömuleiðis næg verkefni í fitu- brennslu. Rétt fyrir sumarfrí bjóða kvennablöðin að vanda ýmsar aðferðir til þess að missa 3-5 kíló áður en halda skal á ströndina og nú boða sérfræð- ingar byltingu í fitubrennslu. Hægt er að fara til læknis eða húðsérfræðings og biðja um hjálp til að vinna á björgunar- hringnum, slöppum magavöðv- um eða appelsínuhúð. Í dag er það „Body contouring“ eða „Body shaping“ sem gildir og þá er ég ekki að tala um fitu- brennsluleikfimi eða þolfimi- tíma heldur ný tæki sem sífellt fleiri sækja í. Notkunin á þess- ari tækni jókst um fimmtán prósent á síðasta ári og sérfræð- ingar búast við að þróunin verði svipuð á næstu árum. Aðferðirnar eru aðallega tvær. Annars vegar þær sem eiga að eyða fitufrumum sem geyma í sér fitu (Zeltiq) eða sem tæma þær (Lapex og Redustim) og hins vegar þær sem eiga að örva húðfrumur til vinnu, styrkja við- komandi líkamshluta og minnka ummál (EndyMed 3DEEP). Sér- fræðingarnir sem bjóða þessa þjónustu segja að heilsusamlegt líferni og hreyfing sé nauðsyn- legt meðan á meðferð stendur ef árangurinn á að verða verulegur og rétt er að taka fram að ekki eru neinar vísindalegar niður- stöður sem staðfesta árangurinn. Til að skýra nánar hvernig þetta fer fram má nefna Endy- Med 3DEEP aðferðina sem helst er beint gegn appelsínuhúð. Raf- bylgjum er hleypt með heitum skautum yfir húðina sem örva húðfrumurnar til vinnu og þann- ig verður húðin stinnari. Zeltiq virkar á björgunarhringinn, er eins konar kælandi ryksuga sem er látin vinna á keppunum í góðan klukkutíma í einu og það hjálpar til við að eyða fitu- frumum á tveimur til þremur mánuðum. Lapex er notað til að grennast á þeim líkamshlutum sem hættir til að safna á sig fitu; lærum, maga, lendum og hand- leggjum. Til þess er notaður kælandi lasergeisli. Reyndar fylgir það sögunni að nauðsyn- legt sé að stunda brennsluleik- fimi strax á eftir til að halda áfram að eyða fitunni. Árangur- inn er nokkur en ekki sláandi. Redustim er til þess að minnka magann. Þetta er gert með seg- ulómi sem eyðir fitu og eykur brennslu og er lofað allt að sex sentimetra minna ummáli. Allar eiga þessar aðferðir það sameig- inlegt að kosta sitt (1.000-1.500 evrur) og að þörf er á aga til að fylgja eftir árangrinum. Spurn- ing hvort ekki sé einfaldara að reyna gamaldags megrun sem er næstum ókeypis? bergb75@free.fr Tæknileg fitubrennsla ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice Fyrirsætan Kate Moss gengur í það heilaga í sumar. Uppi eru getgátur um brúðar- kjólinn og er talið líklegt að hinn fallni hönnuður John Galliano muni klæða brúðina en hann er góðvinur Kate. Bolir til styrktar fórnarlömbum jarð- skjálftanna í Japan fóru í sölu í verslun- um Uniqlo um heim allan í vikunni. Þekktar tískufyrirmyndir hönn- uðu boli, þar á meðal Karl Lagerfeld, Lady Gaga, Orlando Bloom, Blake Lively og Cyndi Lauper. fashion.telepraph.co.uk vogue.co.uk Bæjarlind 6 S. 554 7030 Eddufelli 2 S. 557 1730 En - eigum einnig svartar, dökk bláar og ljós bláar. Verð 8.900 kr. Og - hvítar og svartar kakíbuxur á 6.900 kr. Kíkið á heimas íðuna okkar www.rita .is Sendum í póstkröfu Hvítar kvartbuxur FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN NÚ ER UMRÆÐAN FJÖLBREYTTARI, SKEMMTILEGRI, FJÖRLEGRI, ÍTARLEGRI OG AÐGENGILEGRI Á VÍSI Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meira úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í topp–upplausn með greiðara og einfaldara aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.