Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 4
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR4
GENGIÐ 29.06.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,2129
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,65 115,19
183,72 184,62
165,25 166,17
22,152 22,282
21,231 21,357
17,939 18,045
1,4132 1,4214
182,99 184,09
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
FULLUR 11 KG GASKÚTUR + NÝR ÞRÝSTIJAFNARI
Fullur 11 kg gaskútur þegar þú
skilar tómum 9 kg kút á
Olís-stöð. Að auki fylgir nýr
þrýstijafnari. Takmarkað magn.
www.olis.is
50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
2.628 kr. GILDIR Í 48 TÍMA
5.475 kr.
Verð
52%
Afsláttur
2.847 kr.
Afsláttur í kr.
DÓMSMÁL Þremenningarnir sem
ákærðir voru í hinu svokallaða
Exeter-máli voru allir sýknaðir í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær-
morgun. Málið er annað mál sér-
staks saksóknara sem endar með
dómi, en í fyrra málinu, sem sner-
ist um innherjasvik Baldurs Guð-
laugssonar, var sakborningurinn
fundinn sekur.
Í Exeter-málinu voru fyrrver-
andi æðstráðendur Byrs, spari-
sjóðsstjórinn Ragnar Z. Guðjóns-
son og stjórnarformaðurinn Jón
Þorsteinn Jónsson, ákærðir fyrir
umboðssvik. Þeim var gefið að sök
að hafa brotið flestar lánareglur
þegar þeir ákváðu í sameiningu að
lána félaginu Exeter Holding sam-
tals milljarð króna. Féð var síðan
notað til að kaupa stofnfjárbréf í
Byr af MP banka og starfsmönnum
Byrs svo ekki yrði gengið að þeim.
Dómurinn var fjölskipaður.
Fyrir honum fór Arngrímur Ísberg,
en meðdómendur voru Ragnheiður
Harðardóttir og sérfræðingurinn
Einar Ingimundarson, forstöðu-
maður lögfræðisviðs Íslenskra
verðbréfa.
Arngrímur og Einar voru sam-
mála um að sýkna bæri alla þrjá.
Niðurstaða þeirra er sú að Ragnar
hafi haft heimild til að veita há lán
einn síns liðs, án aðkomu stjórnar
eða lánanefndar, og að verulegur
vafi leiki á um hvort stofnfjárbréf-
in hafi verið ófullnægjandi trygg-
ing fyrir láninu eins og ákæruvald-
ið heldur fram.
Segir í niðurstöðunni að tví-
menningarnir, einkum Ragnar,
hafi sannarlega farið á svig við
lánareglur með því að kanna ekki
stöðu lántakandans og hafi auk
þess verið vanhæfir til að veita
hærra lánið af tveimur.
Þetta tvennt breyti því ekki að
mönnunum hafi ekki mátt vera
ljóst í október 2008 að með lánveit-
ingunni myndu þeir skuldbinda
sparisjóðinn þannig að hann biði
tjón af, eins og síðar varð raunin.
Ásetningur þeirra hafi því ekki
staðið til þess að misnota aðstöðu
sína og stefna fé sjóðsins í hættu.
Ragnheiður skilar hins vegar
sératkvæði og vill sakfella Jón
Þorstein og Ragnar. Varúðar hafi
ekki verið gætt við lánveitinguna,
eins og reglur hafi kveðið á um, og
mönnum hljóti að hafa verið ljóst
á þessum tíma að sjóðurinn hefði
beðið töluvert tjón af hruni fjár-
málakerfisins og að virði stofnfjár-
bréfanna hefði þar með rýrnað. Þau
hafi aldrei getað talist fullnægj-
andi trygging fyrir láninu.
Allir dómarar eru hins vegar
sammála um að sýkna beri Styrmi
Þór Bragason, fyrrverandi for-
stjóra MP banka, af ákæru um hlut-
deild í umboðssvikum hinna fyrr-
nefndu og peningaþvætti.
stigur@frettabladid.is
Klofinn dómur sýknaði alla
sakborninga í Exeter-málinu
Þremenningarnir í Exeter-máli sérstaks saksóknara voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Einn dómaranna skilaði sératkvæði og vildi sakfella fyrrverandi æðstráðendur Byrs fyrir umboðssvik.
SÁTTUR Styrmir Þór Bragason mætti í dómsuppkvaðninguna í gær einn sakborning-
anna. Hann var ánægður með niðurstöðuna, þótt hann hafi að eigin sögn átt von á
henni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Dómurinn er nokkuð afdráttarlaus gagnvart mér og staðfestir þá trú sem
ég hef alltaf haft,“ segir Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka.
Allir dómarar málsins voru sammála um að sýkna bæri Styrmi í málinu.
Styrmir segir niðurstöðuna létti þótt hann hafi átt von á henni. „Ég hef
aldrei skilið almennilega ákæruna á hendur mér. Þetta snýst um meint
umboðssvik í annarri fjármálastofnun en ég starfaði hjá. Þar voru starfs-
menn og stjórnendur sem komu að þessum ákvörðunum. Ég var ekki í
neinni aðstöðu til að koma að lánveitingum í annarri fjármálastofnun og
finnst einkennilegt að fá á mig ákæru fyrir að standa mig of vel fyrir þá fjár-
málastofnun sem ég starfaði hjá,“ segir hann. - eh
Styrmir skildi aldrei ákæruna
PÁFINN MEÐ IPAD Páfagarður hefur nú
ákveðið að tæknivæðast og er kominn á
Twitter. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VATÍKANIÐ, AP Benedikt sextándi
páfi er kominn á samskiptasíðuna
Twitter. Í gær skrifaði páfinn sín
fyrstu skilaboð á síðuna með iPad,
þar sem stóð: „Kæru vinir, ég hef
nú opnað síðuna www.news.va Lof
sé drottni vorum Jesú Kristi! Með
blessun og virðingu, Benedictus
XVI.“
Síðan er tengd fréttasíðu Vatík-
ansins, sem samræmir nú í fyrsta
sinn fréttir og upplýsingar úr dag-
blöðum, útvarpi og sjónvarpi smá-
ríkisins. - sv
Vatíkanið tæknivæðist:
Páfinn lofar
Jesú á Twitter
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært mann fyrir glæfraakstur
undir áhrifum fíkniefna og rangar
sakargiftir, sem urðu til þess að
bróðir hans var tvívegis ákærður
fyrir brot sem sá fyrrnefndi hafði
sjálfur framið. Maðurinn var
tvisvar tekinn við akstur undir
áhrifum fíkniefna. Í síðara skiptið
ók hann á ofsahraða um höfuð-
borgarsvæðið. Akstrinum lauk
með því að bíll hans rann yfir á
öfugan vegarhelming og reyndi
hann þá að forða sér á hlaupum,
en lögregla náði honum á sprett-
inum.
Í báðum tilvikum gaf hann up
nafn og kennitölu bróður síns sem
var ákærður fyrir aksturinn. - jss
Ósvífinn ökuníðingur:
Lét ákæra bróð-
ur sinn tvisvar
Arnfríður G. Arngrímsdóttir,
saksóknarfulltrúi hjá sérstökum
saksóknara, vildi ekki tjá sig um
niðurstöðuna í héraðsdómi í
gærmorgun, þar sem hún hafði
ekki kynnt sér forsendur hennar.
„Ákæruvaldið ákærir ekki nema að
telja meiri líkur á sekt en sýknu,“
sagði hún spurð hvort dómurinn
væri vonbrigði.
Það er ríkissaksóknara að
ákveða hvort málinu verður
áfrýjað til Hæstaréttar. Sigríður
Friðjónsdóttir ríkissaksóknari
segir að nú muni hún skoða for-
sendur dómsins ásamt sérstökum
saksóknara. „Við förum vandlega
yfir það og tökum ákvörðun
fljótlega,“ segir hún, en bendir á
að héraðsdómur hafi verið klofinn
í málinu.
Ákvörðun um
áfrýjun fljótlega
EGYPTALAND, AP Meira en þúsund
manns hafa meiðst í hörðum átök-
um lögreglu við mótmælendur í
miðborg Kaíró tvo daga í röð.
Hundruð ungmenna hafa safn-
ast saman á götum miðborgarinn-
ar til að krefjast þess að málaferl-
um gegn lögreglumönnum, sem
sakaðir eru um hrottaskap, verði
hraðað.
Mótmælendum þykir herfor-
ingjastjórnin, sem tók við völd-
um eftir að Hosni Mubarak for-
seti hraktist úr embætti snemma
á árinu, hafa farið sér hægt í upp-
gjöri við ofbeldið, sem lögreglan
er sökuð um að hafa beitt meðan
Mubarak reyndi enn að berja niður
mótmælin.
Aðfarir lögreglu og hers þá urðu
til þess að um 850 mótmælendur
létu lífið.
Aðgerðir lögreglunnar núna
gegn mótmælendum þykja minna
óþægilega mikið á aðfarir hennar í
janúr og febrúar. Lögreglan hefur
notað táragas og skotið af byssum
upp í loftið, en mótmælendur kasta
grjóti og eldsprengjum á móti.
Herforingjastjórnin hugðist
stjórna til bráðabirgða og lofaði
nýrri stjórnarskrá í haust. - gb
Hörð átök mótmælenda og lögreglu í miðborg Kaíró tvo daga í röð:
Seinlæti herforingja mótmælt
ÁTÖK Í KAÍRÓ Mótmælendur krefjast
þess að málaferlum verði hraðað.
NORDICPHOTOS/AFP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
28°
22°
20°
17°
20°
20°
19°
19°
27°
20°
29°
27°
30°
20°
21°
21°
23°
Á MORGUN
5-10 m/s en 10-15 syðst.
LAUGARDAGUR
3-8 m/s.
6
10
10
10
10
8
3
9
11
13
12
4
2
3
1
6
4
5
3
8
5
2
15
14
10
12
13 1813
14
14
12
HLÝINDI NYRÐRA
Það dregur til
tíðinda í veðrinu
norðanlands en þar
fer heldur hlýnandi
og á laugardag má
búast við allt að
20°C í björtu veðri.
Fer að rigna syðra
upp úr hádegi á
morgun og má
búast við vætu
einkum sunnan og
suðaustan til fram
yfi r helgi.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
SVÍÞJÓÐ Sænsk heilbrigðisyfir-
völd rannsaka nú uppruna
E.coli-gerla smits á Skáni.
Einstaklingur sem veiktist þar
hefur engin tengsl við Þýskaland.
Bakterían sem olli veikindunum
er hins vegar af sömu tegund og
sú sem fannst í Þýskalandi. Talið
er að rekja megi veikindin til
smitaðra matvæla. Meðal annars
hafa strengjabaunir verið rann-
sakaðar.
Alls hafa 47 manns látist af
völdum E.coli-sýkingarinnar
sem herjaði í Þýskalandi. - ibs
Veiktist af E.coli-gerlum:
Svíar rannsaka
nú nýtt smit