Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 24
24 30. júní 2011 FIMMTUDAGUR Sérfræðingahópur sjávarútvegs-ráðherra hefur skilað skýrslu um áhrif breytinga á fiskveiðistjór- nun. Þeirra niðurstaða er að bann við framsali og beinni/óbeinni veð- setningu dragi úr hagkvæmni sjáv- arútvegsins og getu hans til að fjár- magna sig með ódýrasta mögulega hætti. Ráðherra og aðrir stjórnar- liðar hafa varist með því að benda á að huga verði að öðrum þáttum en bara hagkvæmni greinarinn- ar. Stjórnarliðar virðast ekki ætla að svara rökum sérfræðinganna, heldur halla sér frekar að líffræði- legum og samfélagslegum rökum fyrir breytingum á fiskveiðistjór- nunarkerfinu. Ég tel að það séu mistök enda eru ágætis hagfræðileg rök fyrir því að takmarka brask með aflaheimildir og möguleika fyrirtækja til að fjár- magna sig ótakmarkað með ódýr- asta mögulega hætti. Eignaverðsbóla frá 2003 Í ársbyrjun 1995 var verð á afla- hlutdeild í þorski 260 kr/kg og mátti rekja hækkanir fram til 2001 til bættrar afkomu fyrirtækjanna og breytingum á úthlutun heildar- afla. Eftir 2003 fóru einkavæddir bankar að lána ótæpilega og skuld- ir sjávarútvegsins margfölduð- ust um leið. Í júní 2008 náði verð- ið hámarki í 3.800 kr/kg, sem mátti fyrst og fremst rekja til offramboðs á ódýru lánsfé (Hrafn Sævalds- son, 2007). „Við hrun bankakerfis- ins hrundi verð á aflahlutdeildum um meira en helming þrátt fyrir að mikil lækkun á gengi krónunn- ar ætti að hafa gert aflahlutdeildir verðmeiri ef eitthvað er í krónum talið. Þessi þróun virðist benda til þess að verð á aflahlutdeildum á kvótamarkaði hafi ráðist meira af framboði á lánsfé í bankakerfinu en raunverulegu verðmæti aflahlut- deildar.“ (Jón Steinsson, 2010) Þessar sögulegu staðreyndir sýna að frá 2003 til 2008 myndað- ist eignaverðsbóla (e. asset price bubble) á aflaheimildum. „Þegar eignaverð hækkar eykst aðgengi að lánsfé þar sem virði hins undir- liggjandi veðs hækkar. Hækkandi eignaverði virðist einnig fylgja til- hneiging til að vanmeta áhættu á viðsnúningi eignaverðs og því skekkt áhættumat og hækkandi veðhlutföll (e. loan-to-value ratios). Allt þetta getur síðan fóðrað enn frekari hækkun eignaverðs sem kemur af stað vítahring þenslu og hækkandi eignaverðs sem að lokum endar með hörðum skelli þegar eignaverðsbólan springur.“ (SÍ Pen- ingastefna eftir höft, 2010). Mat sérfræðinga Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri er að hækkun skulda frá 2003 hafi verið 50-60% vegna kaupa á aflaheimildum, 20-30% vegna fjárfestinga í ótengdum rekstri og afgangurinn, 10-15%, vegna taps á gjaldeyris- og afleiðuviðskipt- um. Á sama tíma stóð fjárfesting í rekstrarfjármunum líkt og skipum, tækjum og húsum í stað. (Stefán B. Gunnlaugsson, Ögmundur Knútsson & Jón Þorvaldur Heiðarsson, 2010) Ótakmarkað framsal og óbein veðsetning á aflaheimildum stuðl- aði þannig að fjármálalegum óstöð- ugleika og slæmri nýtingu á fjár- munum í aðdraganda hrunsins. Hluti af peningastefnu Sjávarútvegur er undirstöðuat- vinnugrein á Íslandi. Mikilvægt er að draga úr núverandi skuld- setningu og tryggja að aldrei aftur verði til eignaverðsbóla í greininni. Lausnin þarf hins ekki að vera boð og bönn í lögum um fiskveiðistjór- nun. Seðlabankar hafa í auknum mæli verið að huga að eignaverðs- bólum samhliða verðstöðugleika. Þar duga ekki stýrivextir einir til, heldur getur verið nauðsynlegt að taka upp s.k. þjóðhagsvarúðartæki til að tryggja fjármálalegan stöðug- leika. Með þeim er horft á samspil þjóðarbúsins í heild, verðlagningu áhættu og tengsl fjármálastofnana og þeirra markaða sem þær starfa á. Beiting þjóðarhagsvarúðartækja kann að leiða til hærri fjármagns- kostnaðar, en líta megi á það sem tryggingariðgjald sem þjóðfélagið greiði til að draga úr líkum á fjár- málakreppu. Tæki sem mætti inn- leiða til að takmarka framsal í stað beins banns væri t.d. einhvers konar Pigou-skattur á söluand- virði aflaheimilda. Ef seljandinn endurfjárfesti ekki söluhagnaðinn í greininni þyrfti hann að borga mjög háan skatt. Önnur leið gæti verið að tengja skatta á fyrirtækin við þróun verðs á aflaheimildum. Takmarka mætti veðsetningu með því að setja þak á veðhlutfall skipa og miða við kostnað við nýsmíði. Eða að lán umfram ákveðið viðmið hefði neikvæð áhrif á eiginfjárhlut- fall fjármálafyrirtækja og þar með hvata þeirra til að lána óvarlega til sjávarútvegsins. Sjávarútvegur skiptir okkur öll máli. Við verðum því að vera tilbúin að ræða efnislega þær ábendingar sem fram koma til að lokaniðurstað- an verði til hagsbóta fyrir okkur öll. Sjávarútvegur og hagfræðin Sjávarútvegsmál Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Stjórnarliðar virðast ekki ætla að svara rökum sérfræð- inganna heldur halla sér frekar að líffræðilegum og samfélagslegum rökum fyrir breytingum á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að varnarsamn- ingur Íslands við Bandaríkin var undirritaður. Í samræmi við ákvæði samningsins kom banda- rískur her hingað til lands og dvaldi hér á landi til ársins 2006. Koma hersins á sínum tíma til Íslands var í kjölfar mikillar ólgu í öryggismálum í heiminum og átökum milli austurs (Sovétblokk- arinnar) og vesturs (samtaka lýð- ræðisríkja) sem náði hámarki í Kóreustríðinu árið 1950. Ísland var stofnaðili NATO árið 1949 og var koma hersins hingað til lands tveimur árum síðar byggð á grund- velli samningsins um NATO. Koma bandarísks hers til Íslands 1951 olli hörðum deilum innanlands og var þjóðin klofin í afstöðu sinni og dvöl hans ætíð pólitískt þrætuepli. Árin 1956- 1958 og 1971-1974 sátu ríkisstjórn- ir á Íslandi sem höfðu á stefnuskrá sinni að hefja brottflutning banda- ríska hersins en í bæði skiptin varð minna um efndir en vonir stóðu til. Brotthvarf hersins frá Íslandi árið 2006 átti sér stað vegna krafna bandarískra yfirvalda. Þau töldu veru hersins á Keflavík- urflugvelli vera tímaskekkju þar sem engar ógnir stæðu að land- inu sem réttlættu dvöl hans. Þann tíma sem herinn dvaldi hér á landi voru hernaðarleg og efnahagsleg umsvif hans mikil. Á sínum tíma námu tekjur af starfsemi hers- ins um 2% af landsframleiðslu og ávallt var hér öflug flugsveit. Með ákvörðun sinni um brott- flutning hersins gjörbreyttu bandarísk stjórnvöld inntaki varn- arsamningsins milli þjóðanna. Nú hefur samningurinn ekki meiri þýðingu fyrir Ísland en samning- urinn um Atlantshafsbandalag- ið og þá sérstaklega 5. grein þess samnings, sem fjallar um skyldu ríkja Atlantshafsbandalagsins til að koma einu aðildarríki til varnar sem hefur orðið fyrir árás. Brotthvarf bandaríska hersins skildi landið eftir í ákveðnu tóma- rúmi hvað öryggismál varðar. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist við með því að gera samninga við önnur NATO-ríki um loftrýmiseft- irlit við Ísland og enn fremur gert samstarfssamninga við Dani og Norðmenn um samstarf á N-Atl- antshafi um öryggis- og björgunar- mál. Að auki höfðu íslensk stjórn- völd frumkvæði að því að efna til mikilla umræðna um öryggis- og varnarmál á N-Atlantshafi meðal Norðurlandaþjóðanna. Sú umræða rataði í mikla skýrslu sem kennd er við Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, þar sem reifaðar voru ýmsar hliðar á öryggis-, varnar- og björgunar- málum á N-Atlantshafi. Í skýrsl- unni komu fram margar tillögur sem enn er verið að ræða frekar, t.d. umsjón Norðurlandaríkja með loftrýmisgæslu yfir Íslandi og samstöðuyfirlýsing Norðurlanda- ríkja í öryggis- og varnarmálum. Nú hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að sækja um aðild að ESB. Þó að öryggismál sem slík séu ekki hluti af aðalstarfsemi ESB tengj- ast þau starfsemi sambandsins og geta gefið Íslandi aukið skjól ef af aðild verður. Því er ljóst að íslensk stjórn- völd hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að efla öryggi landsins út á við vegna brotthvarfs banda- ríska hersins árið 2006. Varnarsamningur í sextíu ár Varnarmál Gunnar Alexander Ólafsson stjórnmálafræðingur Landsbankinn fjármagnar uppbyggingu gagnavers Við óskum Thor Data Center til hamingju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.