Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Miðvikudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Markaðurinn 6. júlí 2011 155. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 A rngrímur Borgþórsson, landshornaflakkari og vespugæi, ætlar nú í vikunni að leggja upp í langferð frá Norðurmýrinni í Reykjavík og rúlla sér alla leið á Lónsöræfi austan Vatnajökuls. Arngrímur ætlar að pakka litlu fyrir ferðina; verður með svefn-poka á bögglaberanum og kaffibrúsa og s austur á Arngrímur von á því að upplifa þjóðveginn og landslagið í meiri nálægð en bílafólkið sem tekur fram úr honum en sjálfur tekur hann fram úr hjólatúristum.Vespur eru greinilega ekki ein-göngu borgarhjól. „Ég hef farið út um allt á minni vespu. Kemhenni upp í níutíu h „Það eru aðeins torfærur þarna inn í Lón en á illfærum vegum fer ég rólega yfir, svona á þrjá-tíu,“ segir Arngrímur, sem þarf ekki að hafa áhyggjur af miklum bensínkostnaði. „Ég hef ekki reiknað út hverju vespan ðhu d FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Arngrímur Borgþórsson leggur upp í langferð á lítilli rellu og gerir ekki ráð fyrir miklum bensínkostnaði. Keyrir hægt í torfærum Þorláksmessa að sumri er 20. júlí og verður haldið upp á það með hressilegu skötu áti í Miðgarði Gerðaskóla í Garði. Þar verður borðað til góðs og rennur allur hagnaður til góðgerðar- mála. Hreimur, Bjartmar Guðlaugsson og Árni Johnsen eru meðal skemmtikrafta. Forsala og skráning er á asmundur@svgardur.is. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 6 6 Markaðsátak í vændum 4-5H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 6. júlí 2011 – 11. tölublað – 7. árgangur Síminn hefur sótt um tilrauna-leyfi til reksturs á 4G-háhraða-gagnaflutningsneti til Pó Síminn skoðar 4G SÆVAR FREYR Forstjóri Símans segir mikilvægt að kanna hvaða tíðnisvið fyrir gagnaflutningsnet henti best hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FRAMLEIÐA ÞARF MEIRI MATSameinuðu þjóðirnar segja nauð-synlegt að auka mjög matvæla-framleiðslu í heiminum, jafnvel þurfi hún að tvöfaldast á næstu þremur áratugum vegna mann-fjölgunar upp í níu milljónir. Mat-vælaframleiðslan þarf auk þess að verða „grænni“ eða umhverfis-vænni. LAGARDE RÁÐIN Christine Lagarde, nýr yfir maður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fæ Vistvæna prentsmiðjan! Miklir möguleikar í vetrarferðamennsku. Greinaröð um nýsköpun Að selja hugmyndir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á hlutabréfa-markað hér í rúm þrjú ár, eða frá skráningu Skipta, móðurfélagsins Símans á vordögum 2008. Staðan er hvergi jafn slæm á hinum Norðurlöndunum nema í Finnlandi. Þar hefur ekkert nýtt fyrirtæki litið dagsins ljós á aðallista hlutabréfamarkaðs í þrjú ár. V krafa bankanna miðaðist við upprunalegt virði lána frekar en niðurfært virði þeirra. Það myndi skapa hvata til að klára endurskipulagninguna og koma þessum ei num úr bókum bankanna,“ segir hann og bendir á ð á meðan gjaldeyrishöft eru í gildi sé fátt sem ýti við bönku um. Viðmælendur Fréttablaðsins taka undir gagn-rýni Páls að hluta. Nokkrir þeirra sem blaðið hefur rætt við bend jafnframt á ð k á Mörg fyrirtæki líkleg á markaðinn í haustVæntingar um skráningar fyrirtækja á hlutabréfamarkað hafa ekki gengið eftir. Endurskipulagning er sögð ganga hægt. Nýr vettvangur fyrir sprotafyrirtæki í leit að fjármagni er í mótun. Klausturbleikja Bíða eftir lífrænni vottun á bleikju. www.forlagid.is Átta vikna heilsuáætlun „Bókin Léttara og betra líf opnar nýja leið til heilsubótar, skref fyrir skref.“ þ o r g r ím u r þ r á in s s o n , r i t h ö f u n d u r M S . I S 2 0 % Á V E X T I R ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi lagði hald á um níutíu byssur og gríðarlegt magn skotfæra á heim- ili Páls Reynissonar, forstöðu- manns og eiganda Veiðisafnsins á Stokkseyri, eftir að tilkynnt var um skothvelli frá húsinu aðfara- nótt sunnudags. Maðurinn hélt á tveimur skammbyssum og stóð fyrir skothríð þegar lögreglu bar að garði. Forstöðumaðurinn var látinn laus í gær eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafði hafnað kröfu lögreglustjórans á Selfossi um gæsluvarðhaldsúrskurð. Forstöðumaðurinn reyndist ölvaður við handtöku. Hann hafði þá í hótunum við lögreglumenn en beindi ekki skot vopnunum sem hann var með að þeim. Hann var handtekinn vopnlaus utandyra. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði þá verið kölluð til en var ekki komin á staðinn. Lögreglan á Selfossi bað sér- sveitina um aðstoð við að hald- leggja og skrá skotvopnasafnið, en Veiðisafnið er í sama húsi og heimili mannsins. Tæknideild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom einnig á staðinn til að rann- saka hvað gengið hefði á. Loks fékk lögreglan á Selfossi aðstoð frá Landhelgisgæslunni, sem tók skotvopnasafnið til geymslu. Maðurinn reyndist vera með skotvopnaleyfi fyrir fjölda- mörgum byssum. Hann var þegar sviptur leyfunum til bráðabirgða. Lögreglustjórinn á Selfossi lagði fram kröfu um gæslu- varðhald yfir manninum og að hann sætti geðrannsókn. Héraðs- dómur hafnaði kröfunni í gær og var maðurinn þá látinn laus. Hann hefur kannast við að hafa hleypt af skotum við hús sitt. Í dag setjast lögreglumenn á Selfossi á fund með lögfræðing- um embættisins þar sem farið verður yfir málið og ákvörðun tekin um hvort úrskurður Héraðs- dóms Suður lands verður kærður til Hæstaréttar, að sögn Elísar Kjartanssonar lögreglufulltrúa á Selfossi. - jss Lögreglan tók níutíu byssur af skotglöðum byssusafnara Forstöðumaður Veiðisafnsins á Stokkseyri var sviptur byssuleyfi eftir að hafa skotið ölvaður út í loftið með skammbyssum. Lögregla gerði safnkostinn upptækan en dómari hafnaði gæsluvarðhaldi yfir manninum. VÍÐA BJART Víðast fremur hæg norðaustanátt. Nokkuð bjart á landinu en hætt við þokulofti við N- og A-ströndina. Hiti yfirleitt á bilinu 10-20 stig. VEÐUR 4 15 15 15 16 13 SANDFANGARI RÍS Í VÍKURFJÖRU Verktakafélagið Glaumur annast framkvæmdina. Halldór Ingólfsson framkvæmdastjóri segir að þegar hafi safnast sandur við áttatíu metra af garðinum. Framkvæmdin kostar 120 milljónir. Verklok eru í lok september. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK ÞÓR ÖRYGGISMÁL Bygging sandfangara, sem er 276 metra langur brimvarnargarður, við Vík í Mýrdal gengur að óskum. Garðurinn gengur hornrétt út frá fjörunni neðan við kauptúnið og hlutverk hans er að fanga sand og hamla þannig landbroti í Víkur fjöru. Þegar hefur verið lokið við 170 metra af garðinum. Garðurinn er mikið mannvirki. Hann verður um sex metra hár og í hann fara níutíu þúsund tonn af grjóti sem er sótt um 25 kílómetra leið í námu á Eystri-Sólheimaheiði. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Mýrdals- hreppi, segir það mikið fagnaðarefni að verkefnið sé loksins komið í gang. „Þetta skiptir okkur gríð- arlega miklu máli. Úthafið hefur brotið stöðugt á ströndinni sunnan við þorpið en við vonum að þetta hjálpi mikið til.“ Íbúar í Vík hafa lengi barist fyrir þessari fram- kvæmd. Óttast hefur verið að mikið sjávarflóð gangi á land þar sem landbrotið er mest. Það hefði í för með sér skemmdir á mannvirkjum í eigu sveitar félagsins og húseignum einstaklinga. - shá Níutíu þúsund tonn af grjóti þarf í byggingu brimvarnargarðs í Víkurfjöru: Sandfangari byggir nýtt land Á leið til Noregs Við vorum bæði atvinnulaus og orðin vonlaus um að finna vel launaða vinnu hér. fólk 26 Óskiljanleg endaleysa Lýður Guðmundsson segir fráleitt að Exista hafi reynt að hagnast á því að fella krónuna. umræðan 13 FERÐAÞJÓNUSTA Fjölga má ferða- mönnum sem heimsækja Ísland að vetri til og auka þannig arðsemi ferðaþjónustunnar, skapa fjölda starfa sem og gjaldeyristekjur. Þetta er mat starfsfólks fyrir- tækja og stofnana í ferðaþjónustu, en í Markaðnum í dag er fjallað um þá möguleika sem til staðar eru til að fjölga vetrar- ferðamönnum. Helstu sóknarfærin liggja í því að fjölga sérhæfðum viðburðum á Íslandi, fá hingað fleiri fyrir- tækja- og ráðstefnuhópa, halda áfram uppbyggingu heilsuferða- þjónustu og byggja upp margþætt- ari afþreyingu í tengslum við nátt- úru Íslands. Þá skiptir miklu að markaðs- setning verði markvissari, ekki síst á óhefðbundnum markaðs- svæðum. - mþl / sjá Markaðinn Skapa mætti fjölda starfa: Mikil tækifæri í ferðaþjónustu yfir veturinn Fræg skytta Páll Reynisson er ein þekktasta skytta og byssusafnari landsins. Hann hefur fellt fjölda villtra dýra, meðal annars afrískt ljón með skammbyssu. Á Veiðisafninu eru tugir skotvopna í eigu Páls til sýnis að jafnaði, meðal annars vélbyssur, skammbyssur, herrifflar og haglabyssur, og þar er haldin árleg byssusýning. Þar gefur einnig að líta upp- stoppaðar bráðir hans hvaðanæva að úr heiminum, svo sem ljón, sauðnaut, apa, sebrahest, gíraffa, bjarndýr og antílópur. Góður dagur á EM Ólafur Björn Loftsson lék frábært golf í Portúgal. sport 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.