Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 6
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Fáir æðarungar Ekki hafa verið færri æðarungar á kollu frá því að talningar hófust árið 2007. Það er Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi sem telur. Meðaltal unga á hverja kollu er nú um 0,21. Meðaltal síðustu ára var 1,67 ungar á kollu. NÁTTÚRA Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. 4 400 400 KJÖRKASSINN KJARAMÁL Bandalag háskóla- manna (BHM) lýsir yfir and- stöðu við þá túlkun vinnuveit- anda að fólk í fæðingarorlofi fái ekki 50 þúsund króna eingreiðslu sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Bandalagið telur þessa ráðstöfun sérlega ómálefnalega, ekki síst í tilfelli hins opinbera, í ljósi þess að ein- greiðslan er greidd atvinnuleit- endum og lífeyrisþegum. Þá telur BHM það ekki sæm- andi að nýbakaðir foreldrar séu teknir út fyrir sviga. - mþl Bandalag háskólamanna: Eingreiðsla í fæðingarorlofi DÓMSMÁL „Auðvitað er það þannig að íslenskir dómstólar og EFTA- dómstóllinn fara með ólík hlut- verk,“ segir Skúli Magnússon, dómritari EFTA-dómstólsins. „Íslenskir dómstólar dæma um íslensk lög en EFTA-dómstóllinn fer ásamt Evrópu dómstólnum með endanlegt úrskurðarvald um túlk- un EES-samningsins. Svo lengi sem Íslendingar vilja vera aðilar að EES-samningnum verða þeir að sætta sig við að íslenskir dómstólar fara ekki með endanlegt úrskurðar- vald um efni þessara reglna. Það liggur einfaldlega í eðli alþjóðlegra samninga.“ Skúli segir enga þversögn eða mótsögn fólgna í því að EFTA-dóm- stóllinn fari með þetta hlutverk og íslenskir dómstólar taki svo við boltanum og framfylgi EES-reglum á Íslandi. „En einmitt þess vegna er svo mikilvægt að samstarf EFTA- dómstólsins og íslenskra dómstóla sé bæði gott og heilbrigt. Ummæli á borð við þau sem innanríkisráð- herra hefur látið frá sér fara virð- ast benda til að hann átti sig ekki alveg á þessari verkaskiptingu íslenskra dómstóla og EFTA-dóm- stólsins og átti sig ekki heldur á mikilvægi þess að samstarf milli þessara dómstóla sé gott og heil- brigt.“ Skúli er þar að vísa til þeirra orða Ögmundar Jónassonar inn- anríkisráðherra að hann líti ekki á EFTA-dómstólinn sem heilaga ritningu í öllum efnum. Ögmund- ur ítrekar þau orð sín í viðtali við Frétta blaðið. „Ég minni til dæmis á að þegar þjónustutilskipun Evrópusam- bandsins var samþykkt fyrir fáein- um árum eftir áralangt tog á milli félagshyggjufólks og frjálshyggju- manna þá fögnuðu báðar fylkingar sigri. Báðar höfðu þær nefnilega fundið syllu til að standa á í mála- ferlum framtíðarinnar um túlkun tilskipunarinnar,“ segir Ögmundur. „Að sjálfsögðu er það samt svo að Íslendingar vilja fara að þeim reglum og lögum sem þeir gangast undir hvort sem það er hér á landi eða innan hins evrópska efnahags- svæðis og ef mönnum finnst eitt- hvað skorta á að mál gangi nógu greiðlega til álitsgjafar hjá dóm- stólnum, þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til að taka þá umræðu,“ segir Ögmundur. „Hitt er svo annað mál, að ég furða mig á hve stóryrtur forseti EFTA-dómstólsins hefur verið í yfirlýsingum sínum þegar hann gagnrýnir íslenskt réttarkerfi.“ Bæði Carl Baudenbacher, forseti dómstólsins, og Skúli Magnússon dómritari hafa gagnrýnt tregðu íslenskra stjórnvalda til að senda mál til ráðgefandi álits til EFTA- dómstólsins. Skúli segist hins vegar engan veginn átta sig á þess- um ásökunum um stóryrði af hálfu EFTA-dómstólsins. „Í gagnrýni sinni var Bauden- bacher fyrst og fremst að vísa til þeirrar stefnu íslenskra stjórn- valda og þá ríkislögmanns sérstak- lega að leggjast gegn því að spurn- ingum um túlkun EES-reglna sé vísað af íslenskum dómstólum til EFTA-dómstólsins,“ segir Skúli. Að auki hafi forseti réttarins vísað til gagnrýni sem hefur komið fram á einstaka dóma Hæstarétt- ar, þar sem því var hafnað að vísa málum til EFTA-dómstólsins þótt héraðsdómari hafi óskað eftir því. „Þar er hann einfaldlega að vísa til gagnrýni lögfræðinga eins og Davíðs Þórs Björgvinssonar, Elv- iru Méndez og Páls Hreinssonar.“ Þeir Skúli og Baudenbacher hafa einnig bent á að Ísland sé eina EFTA-landið sem gerir ráð fyrir því að hægt sé að kæra úrskurði héraðsdómara til æðra dómsvalds. Bæði í Noregi og í Liechtenstein sé dómurum treyst fyrir því að taka sjálfir ákvörðun um hvort þeir telji þörf á túlkun EFTA-dómstólsins í málum, sem þeir þurfa að dæma í. „Þetta er einmitt einn af þeim þáttum, sem við þyrftum að skoða í þessari umræðu,“ segir Ögmundur, sem fyrir sitt leyti er reiðubúinn að skapa umræðuvettvang um þessi mál. gudsteinn@frettabladid.is Ögmundur segir sjálfsagt að ræða EFTA-dómstólinn Gagnrýni dómara EFTA-dómstólsins á tregðu íslenska ríkisins til að senda mál hefur vakið nokkur við- brögð. Innanríkisráðherra segir það vekja furðu hve EFTA-dómstóllinn hafi verið stóryrtur í garð íslensks réttarkerfis. Skúli Magnússon segir mikilvægt að samstarf íslenskra dómstóla og EFTA-dómsins sé gott. Gagnrýni EFTA-dómstólsins hefur sérstaklega beinst að ríkislögmanni, sem hafi um árabil haft þá stefnu að kæra til Hæstaréttar helst alla úrskurði íslenskra héraðsdómara um að leita eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður hefur fullyrt að það sé engin stefna embættisins að kæra öll mál til Hæstaréttar. Hvert mál sé skoðað fyrir sig. Hann segist reyndar ekki sjá að það standist skoðun að flest mál sem beinast gegn ríkinu hafi í reynd verið kærð til Hæstaréttar. „Þegar maður fer yfir málin kemur í ljós að þau hafa ekkert verið kærð flest til Hæstaréttar. Þannig að ég hef mínar efasemdir um að þessi kenning sé rétt,“ segir hann. Ríkislögmaður vísar gagnrýni á bug EFTA-DÓMSTÓLLINN Í LÚXEMBORG Dómararnir Þorgeir Örlygsson, Carl Bauden- bacher og Henrik Bull ásamt Skúla Magnússyni dómritara. MYND/EFTA-DÓMSTÓLLINN MEXÍKÓ, AP Starfsmenn fangelsis í Quintana Roo í Mexíkó tóku eftir að Maria del Mar Arjona, nítján ára eiginkona fanga eins, virtist nokkuð taugaóstyrk þegar hún var á leiðinni út úr fangelsinu eftir að hafa heimsótt eiginmann sinn, hinn tvítuga Juan Ramirez Tijerina. Hún var að auki með í eftirdragi nokkuð stóra ferðatösku sem virtist mjög úttroðin. Þegar að var gætt reyndist eigin maður hennar vera í ferða- töskunni, þar sem hann hafði hniprað sig saman í fóstur- stellingu. Ramirez er að afplána tuttugu ára fangelsisdóm fyrir ólöglega vopnaeign. Hann á nú yfir höfði sér nýtt dómsmál vegna flótta- tilraunar. - gb Misheppnuð flóttatilraun: Ætlaði að flýja fangelsi í tösku EIGINMAÐURINN Í TÖSKUNNI Juan Ramirez Tijerina staðinn að verki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEIÐAR Settar hafa verið nýjar regl- ur um veiðar á göngusilungi í sjó, samkvæmt tilkynningu frá Fiski- stofu. Er þeim ætlað að vernda sjó- bleikju- og laxastofna á nokkrum svæðum við landið. Nýjar reglur kveða á um að netaveiði er bönnuð á svæðinu frá Akranesi að Hítará á Mýrum. Nær bannið til þessa og næsta árs frá og með 10. júní til 10. ágúst. Megintilgangur þessara reglna er að vernda bleikjustofna á Hvítár svæðinu, sem hafa átt mjög undir högg að sækja hin síðari ár en einnig að koma í veg fyrir veiðar á laxi í silunganet þegar mest gengur af laxi. Á sama tímabili er sjóbleikju- veiði bönnuð með allri strand- lengju Þistilfjarðar. Þar eiga sjó- bleikjustofnar undir högg að sækja, en einnig á að koma í veg fyrir veiðar á laxi í silunganet. Eins er sett bann við sjóbleikjuveiði með strandlengju Skjálfandaflóa frá ósum Laxár að Tjörnestá af sömu ástæðum. Stórlax hefur mjög átt undir högg að sækja í Laxá í Aðal- dal og hefur veiðifélagið brugðist við með því að setja reglur um að eingöngu megi veiða á flugu og sleppa skuli öllum laxi sem veiðist. Fyrir eru í gildi miklar takmark- anir á netaveiðum göngusilungs í sjó, samkvæmt lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. - shá Nýjar reglur settar um netaveiði til að vernda sjóbleikju- og laxastofna: Hertar reglur um netaveiði í sjó BLEIKJA Ótta um viðgang laxa- og sjóbleikjustofna er mætt með hertum reglum. MYND/GARÐAR Sækir þú skipulagða bæjar- hátíð á þessu sumri? Já 28,7% Nei 71,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú trú á grasalækn- ingum? Segðu skoðun þína á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.