Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 34
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR22
sport@frettabladid.is
SIGURGEIR ÁRNI ÆGISSON er á leið til norska handknattleiksfélagsins Kristiansund HK sem leikur í næstefstu deild
þar í landi. Þjálfari félagsins er Gunnar Magnússon, auk þess sem Jónatan Magnússon leikur með liðinu. Sigurgeir, sem verður
32 ára í haust, var fyrirliði Íslandsmeistara FH á síðustu leiktíð og skilur eftir sig stórt skarð í varnarleik Hafnfirðinga.
Miðvikudagurinn 6. júlí.
Þór - Valur kl.19.15
Þórsvöllur
Keflavík - Fram kl.19.15
Nettóvöllurinn
FH - Grindavík kl.19.15
Kaplakrikavöllur
Víkingur R. - Breiðablik kl.19.15
Víkingsvöllur
Stjarnan - Fylkir kl.20.00
Stjörnuvöllur
Volvo S60 R-Design frá 6.080.000 kr. Volvo V60 R-Design frá 6.380.000 kr. Volvo XC60 R-Design AWD frá 9.060.000 kr. Volvo XC90 R-Design AWD frá 11.190.000 kr.
Komdu í Brimborg.
Skoðaðu í dag
sparneytinn dísil
Volvo R-Design
milli kl. 9 og 17.
Skoðaðu
gott verð.
Vertu m
aður sportlegur og þú kem
ur við sögu á hverjum
degi
Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara, að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar Volvo.
GOLF „Ég átti góðan dag á golfvell-
inum og leið bara mjög vel. Það
gekk flest upp hjá mér og ég not-
aði aðeins 25 pútt og stutta spil-
ið skilaði sínu,“ sagði kylfingur-
inn Ólafur Björn Loftsson í gær,
en hann lék frábært golf á fyrsta
keppnisdegi Evrópumeistaramóts
áhugamanna sem fram fer í Portú-
gal. Ólafur lék á 66 höggum eða 6
höggum undir pari og er hann í
þriðja sæti í einstaklingskeppninni
en íslenska landsliðið er í 9. sæti
af alls 20 þjóðum sem taka þátt
á 4 höggum undir pari samtals.
„Þetta er frábær byrjun hjá okkur
og það er markmiðið að blanda
okkur í baráttuna um að komst í A-
riðil og leika þar með um Evrópu-
meistaratitilinn,“ bætti Ólafur við,
en Ísland hefur endað í 17. sæti í
þrjú skipti af síðustu fjórum EM.
„Það á að fækka liðum á næsta EM
og við verðum að vera í einu af 13
efstu sætunum til þess að tryggja
þátttökurétt. Hér eru allir bestu
áhugakylfinga Evrópu og miðað
við fyrsta keppnisdaginn þá erum
við alveg samkeppnishæfir,“ sagði
Ólafur.
Átta efstu þjóðirnar að lokn-
um öðrum keppnisdegi komast í
A-riðil og keppa þær um sjálfan
Evrópumeistaratitilinn. Íslend-
ingar eru aðeins þremur höggum
á eftir Finnum sem eru í 8. sæti en
Spánverjar virðast vera í sérflokki
ásamt Frökkum. Spánn er samtals
á -22, Frakkland á -20 og Þjóðverj-
ar eru á -17.
Guðmundur Ágúst Kristjáns-
son lék á 71 höggi í gær eða -1 og
Guðjón Henning Hilmarsson lék
á pari. Arnar Snær Hákonarson
lék á +1 og Alfreð Brynjar Krist-
insson var á +2. Alfreð fékk fugla
á síðustu tveimur holunum og lag-
aði hann stöðu Íslands verulega
með þeim hætti. Skor Axels Bóas-
sonar taldi ekki en hann lék á 78
höggum.
„Liðið er mjög samstillt og það
er frábært að strákar sem eru
að leika á sínu fyrsta EM skuli
vera á parinu eða við parið. Ég
man eftir mínu fyrsta EM og ég
get alveg viðurkennt það að ég
var stressaður fyrir þann hring,“
sagði Ólafur Björn Loftsson.
Íslendingar eru eins og áður segir
í 9. sæti en Finnar og Englending-
ar eru þar fyrir ofan á -7 samtals,
Svíar eru á -8 í sjötta sæti.
Íslenska kvennalandsliðið í
golfi lék ekki vel á fyrsta keppnis-
deginum á EM kvenna sem fram
fer í Austurríki. Fimm bestu skor-
in af alls sex gilda í höggleiknum
fyrstu tvo keppnisdagana og er
Ísland í 17. sæti af alls 20 liðum.
Samtals er Ísland á +17 höggum
yfir pari en Danir eru í sérflokki í
efsta sæti á -15.
Tinna Jóhannsdóttir, Íslands-
meistari í höggleik, lék best allra
í íslenska landsliðinu eða á pari
vallar, 72 höggum. Signý Arnórs-
dóttir og Guðrún Brá Björgvins-
dóttir léku báðar á 76 höggum eða
+4, og Ólafía Þórunn Kristins-
dóttir lék á 77 höggum (+5). Val-
dís Þóra Jónsdóttir var á 78 högg-
um (+6) en skor Sunnu Víðisdóttur
taldi ekki en hún var á 82 höggum
eða +10.
Tinna er í 20. sæti í einstak-
lingskeppninni. Að loknum öðrum
keppnisdegi verður liðunum raðað
upp í þrjá riðla eftir skori. Liðin í
sætum 1-8 leika í A-riðli, 9-16 í B-
riðli og 17.-20 í C-riðli.
- seth
„Ég átti góðan dag á golfvellinum“
Ólafur Björn Loftsson lék gríðarlega vel á fyrsta keppnisdeginum á EM áhugamanna í golfi. Íslendingar
eru í baráttunni um að komast í A-riðil og Ólafur með þriðja besta skorið í einstaklingskeppninni.
Á MEÐAL ÞEIRRA BESTU Ólafur Björn Loftsson lék gríðarlega vel á fyrsta keppnis-
deginum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Portúgal.
Skotinn Scott Robertson hefur
enn ekki samið við Fram en
hann hefur verið til reynslu hjá
félaginu í vikutíma. BBC greindi
frá því í gær að hann væri búinn
að semja við fótboltaliðið ætla sér
lengri tíma til að skoða hinn 23
ára gamla varnarmann. - seth
Liðstyrkur í Safamýrina?:
Robertson enn
til skoðunar