Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 11
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR11
marathon.is
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður að morgni
Menningarnætur, 20. ágúst. Vegalengdir við allra
hæfi, allt frá Latabæjarhlaupi fyrir börnin og upp í
heilt maraþon.
Boðhlaup
– hlauptu maraþon með
félögum þínum
Gerðu Reykjavíkurmaraþonið þitt enn skemmtilegra.
Í boðhlaupi taka 2-4 sig saman og skipta heilu
maraþoni á milli sín. Nánar á marathon.is.
Hlaupastyrkur
– hlaupum til góðs
Þú getur látið gott af þér leiða með hlaupinu. Á
hlaupastyrkur.is getur þú safnað áheitum til
stuðnings góðgerðarfélagi að eigin vali með því að
fá vini og vandamenn til að heita á þig.
- Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997
... og söfnum fyrir
Barnaspítala Hringsins á meðan
TRÚLOFUNARHRINGAR
falleg minning á fingur
www.jonogoskar.is LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN
Allt sem þú þarft
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt. Nánari
upplýsingar á visir.is/dreifing
REYKJAVÍK Fulltrúar frá sjálfboða-
liðasamtökunum SEEDS, eða SEE
beyonD borderS, vinna þessa
dagana að því að fegra ásýnd
miðborgarinnar. Borgin hvet-
ur húseigendur til að taka þátt í
átakinu.
Meðal þess sem sjálfboðalið-
arnir munu gera, undir stjórn
framkvæmda- og eignasviðs
borgarinnar, er að mála ljósa-
staura, vegstólpa og stöðumæla
við Laugaveg og Austurstræti.
Borgin hvetur húseigendur til að
mála framhliðar eða gafla í sjón-
línu frá götu, sé þess þörf. - sh
Íbúar hvattir til að mála húsgafla sem eru í sjónlínu frá götu:
Sjálfboðaliðar fegra borgina
FEGRAÐIR STAURAR Sjálfboðaliðarnir voru önnum kafnir við að mála ljósastaura á
Laugaveginum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN
SAMFÉLAGSMÁL Borgaryfirvöld hafa ákveðið að þeir
veiðidagar í Elliðaánum sem borgin hefur til ráð-
stöfunar verði nýttir af borgarbúum en ekki borgar-
fulltrúum og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur
eins og löngum hefur verið.
Reykjavíkurborg hefur haft fimm daga til ráð-
stöfunar í Elliðaánum. Í fyrra afsöluðu borgar-
fulltrúar sér tveimur dögum og voru Reykvíkingar
beðnir um að koma með ábendingar að hvunndags-
hetjum sem ættu skilið að fá að veiða í ánum. Það
fyrirkomulag verður haft áfram. Enn fremur hefur
Reykjavíkurborg ákveðið að gefa dugmiklum starfs-
mönnum borgarinnar kost á því að veiða í ánum í
einn dag á góðum tíma. Verða starfsmenn Reykja-
víkurborgar hvattir til að benda á samstarfsmenn
sem eru vel að veiðinni komnir.
Þá afhendir Reykjavíkurborg Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur tvo daga í ánum til ráðstöfunar og
munu félagsmenn SVFR njóta þeirra auk þess sem
félagið mun nýta þá til barna- og unglingastarfs.
Stangaveiðifélagið var stofnað árið 1939 til að
leigja veiðirétt í ánni og hafa félagsmenn þess stað-
ið að hreinsun og viðhaldi ánna æ síðan. - shá
Hvunndagshetjur og dugmiklir starfsmenn borgarinnar veiða í stað stjórnenda:
Afsala sér veiðirétti í Elliðaánum
MARÍULAX Gunnlaugur Sigurðsson, Reykvíkingur ársins, með
maríulax sinn við opnun ánna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA