Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 8
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR8 HOLLAND, AP Hollendingar bera ábyrgð á dauða þriggja Bosníu- múslima í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Þetta er niður staða hollensks áfrýjunar- dómstóls, sem kvað upp þann úrskurð að hollenska ríkið eigi að greiða ættingjum mannanna þriggja skaðabætur. Hollenskir friðargæsluliðar voru í Srebrenica þegar fjölda- morðin voru framin. Þeir áttu að bera ábyrgð á öryggi fólksins í Srebrenica, sem átti að vera griða- staður á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Bosníustríðinu. Málið getur haft víðtæk áhrif því ættingjar fleiri fórnarlamba gætu nú höfðað mál. Þá getur málið orðið fordæmisgefandi á víðari grunni, þannig að ríki sem senda fólk til friðargæslustarfa á vegum Sameinuðu þjóðanna geta nú átt á hættu að verða dregin fyrir dóm. „Þetta er mjög gott, loksins,“ sagði Damir Mustafic, einn ætt- ingjanna. Það hittist svo á að dómur inn féll aðeins fáum dögum áður en jarðneskar leifar föður hans verða jarðsettar í kirkjugarði í Srebrenica. Lík hans er eitt af sex hundruð sem grafin hafa verið upp og kennsl borin á með aðstoð DNA- greiningar nú á þessu ári. Þessi lík verða öll jarðsett í minningar- athöfn í kirkjugarðinum þegar þess er minnst að 16 ár verða liðin frá fjöldamorðunum, sem eru alvarlegasti stríðsglæpur sem framinn hefur verið í Evr- ópu frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar. Það var Hasan Nuhanovic, túlk- ur sem missti bæði föður sinn og bróður í fjöldamorðunum, sem höfðaði málið ásamt ættingjum rafvirkjans Rizo Mustafic, sem einnig var myrtur af Bosníu- Serbum í Srebrenica. Rafvirkinn Mustafic var í starfi hjá hollensku friðargæsluliðunum og Nuhanovic starfaði einnig hjá þeim, en ekki faðir hans og bróðir. Hinir myrtu voru meðal þúsunda Bosníu-Serba sem leituðu skjóls í Srebrenica, þar sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu heitið þeim öryggi. Hinn 11. júlí árið 1995 réðust serb neskir hermenn undir stjórn Ratkos Mladic herforingja á Srebrenica. Tveimur dögum síðar létu hollensku friðargæsluliðarnir, sem voru mun færri en hersveitir Serba, undan þrýstingi innrásar- liðsins og ráku þúsundir Bosníu- múslima út úr griðastaðnum. Serb- nesku hermennirnir tóku karla og drengi út úr hópnum og fluttu þá burt. Um það bil átta þúsund þeirra voru síðan myrtir og grafn- ir í fjöldagröfum. gudsteinn@frettabladid.is þúsund Bosníu-mús- limar voru myrtir af serbneskum her- sveitum í júlí 1995. Hersveit- irnar voru undir stjórn Ratkos Mladic herforingja sem var handtekinn í maí eftir 16 ár á flótta. 8 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Sel- fossi handtók nýverið þrjá gas- kútaþjófa. Til þeirra spurðist er þeir voru að reyna að selja gas- kúta hjá Olís á Selfossi. Þeim var neitað um viðskiptin. Að því búnu lögðu þremenn- ingarnir leið sína í N1 í Hvera- gerði. Þar voru þeir handteknir. Við yfirheyrslur játuðu þeir að hafa stolið gaskútum. Rannsókn leiddi í ljós að einn þeirra hafði stolið sex kútum af starfssvæði Samskipa á Selfossi, fjórum kútum frá Byko á Selfossi og fjórum kútum frá N1 á Hvols- velli í lok maí síðastliðins. Tveir mannanna hafa margoft komið við sögu lögreglu. - jss Gaskútaþjófar handteknir: Reyndu að selja stolna gaskúta 1. Hvaða bannaða eiturefni er talið að sé að finna í flugeldum sem hingað hafa verið fluttir? 2. Hvað heitir útgerðarfélagið á Flateyri sem úrskurðað var gjald- þrota í byrjun árs? 3. Hvað heitir þyrla Landhelgis- gæslunnar sem átti brátt að fara í reglubundna skoðun? SVÖR 1. Hexaklórbensen, eða HBC. 2. Eyraroddi. 3. TF-GNÁ. SAMGÖNGUR „Við erum í þeirri stöðu að vera með bakið upp við vegg. Það eru ofboðslega þung skref fyrir Vest- mannaeyjar að taka aftur upp siglingar í Þorláks höfn eingöngu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Yfirvöld í bænum hafa nú leitað til einka- aðila, innanlands og utan, til að kanna áhuga á því að sigla í Landeyjahöfn. „Málið er á allra fyrstu metrunum og er gert af stakri neyð,“ segir hann. Er þetta gert í ljósi þess að ferðum Herjólfs um höfnina var ítrekað aflýst í vetur og verið er að meta hvort beri að loka Landeyjahöfn allan næsta vetur. „Ef ölduviðmiðin eru tveir metrar fyrir Herjólf, þá verður þetta ekki einu sinni sumarhöfn lengur,“ segir Elliði. „Þegar hún var hönnuð var það gert með grunn- ristara skip í huga.“ Elliði segir áætlanir hafa legið fyrir um að smíða nýja ferju til að sigla um höfnina, en ríkið hafi fallið frá þeim áformum. Kostnaðaráætlun fyrir skipið hafi verið á milli tveir og þrír milljarðar króna. „Nú stöndum við frammi fyrir því, eins og varað var við, að Herjólfur ræður ekki við siglingar í Landeyjahöfn. Við getum ekki farið inn í annan vetur eins og þann síðasta,“ segir hann og bætir við að þeir rekstraraðilar sem leitað hafi verið til sýni verkefninu áhuga. - sv Yfirvöld í Vestmannaeyjum leita nú til einkaaðila til að sigla um Landeyjahöfn: Hafa leitað til innlendra og erlendra aðila Hollendingar bera ábyrgð á Srebrenica Áfrýjunardómstóll í Hollandi komst að þeirri niður- stöðu að hollenska ríkið eigi að greiða skaðabætur til ættingja þriggja Bosníu-múslima, sem Bosníu- Serbar myrtu í Srebrenica árið 1995. MERKIR LÍKKISTURNAR Starfsmaður lagfærir merkingar á 613 líkkistum í líkhúsi í Visoko. Borin hafa verið kennsl á líkin og verða þau grafin í minningarathöfn á sunnudag. NORDICPHOTOS/AFP H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 5 1 8 Ótrúlega þægilegt Skráðu þig í Meniga í Netbanka Íslandsbanka “ „ Matur Kr. Matur Kr. Ótrúlega þægilegt, spennandi að fylgjast - Kona á sextugsaldri LANDEYJAHÖFN Bæjarstjórinn í Eyjum segir bæjaryfirvöld hafa leitað til einkaaðila til þess að kanna áhuga á siglingum milli Eyja og Landeyjahafnar. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.