Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 20
Menningarstofnanir Reykjavíkurborgar standa fyrir kvöldgöngu á
fimmtudag þar sem menningarlífið í miðborginni verður kynnt á spænsku,
ensku, pólsku, taílensku og litháísku. Lagt verður af stað frá Grófarhúsi,
Tryggvagötu 15, klukkan 20 og endað í Listasafni Reykjavíkur.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI
MENNING
„Við fórum frá Skógum um
nýstikaða gönguleið meðfram
vestari kvísl Skógár. Þar varð
hver glæsifossinn eftir annan
á vegi okkar og mikil náttúru-
fegurð. Ég tel þetta vera leið
sem allir með áhuga á göngu-
ferðum ættu að setja í forgang,“
segir Halldóra Ingibergsdóttir
um nýlega Jónsmessugöngu um
Fimmvörðuháls sem hún fór með
Útivist.
Halldóra er mikil göngukona og
er einmitt að leggja á Lauga veginn
þegar þessar línur birtast. Hún
kveðst hafa gengið á Fimmvörðu-
háls bæði frá Skógum og Þórsmörk
til að skoða gosið í fyrravor en nú í
fyrsta sinn farið yfir Heljarkamb.
„Það var auðvitað stórbrotið að
vera þarna í kulda og roki með
gosið í fullum gangi en upplifunin
var enn meiri núna. Nú sá ég allt
í nýju ljósi og eldfjöllin Magna og
Móða í fyrsta sinn. Það var magn-
að að standa á Magna við sólarupp-
rás í heiðríkju og yndislegu veðri
og horfa yfir á Móða.“
Enn rýkur úr eldgígum og opin
sprunga er á svæðinu niður á gló-
andi hraun að sögn Halldóru. Eins
er mikil aska á göngu leiðinni,
sérstaklega á sjálfum hálsinum.
„En við vorum nánast í logni og
nýlega hafði rignt, þannig að
aðstæður voru eins góðar og þær
geta orðið,“ lýsir hún.
Halldóra segir hópinn hafa
komið niður í Bása á níunda tím-
anum að morgni eftir hálfs sólar-
hrings göngu. „Við vorum ekk-
ert að flýta okkur,“ segir hún.
„Stoppuðum oft til að taka myndir
og svo var Útivist alltaf að bjóða
upp á hressingu öðru hverju og í
skálanum á Fimmvörðuhálsi var
ilmandi kjötsúpa á boðstólum.
Þetta var mikil stemningsferð og
vel að henni staðið á allan hátt.“
gun@frettabladid.is
Á Magna við sólarupprás
Eftir að hafa horft á magnað gos á Fimmvörðuhálsi í kulda og roki fyrir rúmu ári var það ljúf upplifun
fyrir Halldóru Ingibergsdóttur gjaldkera að ganga á eldfjöllin nú á lognværri og bjartri Jónsmessunótt.
Nafnlaus slæðufoss í fossaröðinni með-
fram nýstikuðu leiðinni.
Við Innri Fellsfoss í Skógá.
Halldóra með Eyjafjallajökul í baksýn þar sem enn sjást gufubólstrar stíga upp frá
eldgígnum. MYNDIR/SIGURPÁLL INGIBERGSSON Göngufólk við nýja fjallið Magna.
ER VAGNINN RAFMAGNSLAUS ?
Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · skorri.is · Opið frá kl. 8:15 - 17:30
ÍSLENSKT
KISUNAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
Harðfisktöflur sem
kisur elska
VINSÆLVARA
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR
(KUNG-FU)