Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 12
12 6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa valið árið 2012 alþjóðlegt ár tileinkað samvinnu- hreyfingum um allan heim. Samvinnufélög eru ýmist fyrirtæki í atvinnurekstri eða samtök með rík samfélagsleg markmið. Samvinnufyrirtæki eru starfrækt í yfir 90 löndum og talið að félagsmenn séu nálægt milljarði í gegnum International Cooperative Alliance ICA sem eru alþjóða- samtök samvinnufyrirtækja. Samkvæmt ICA skapast um 100 milljónir starfa í heiminum vegna starfsemi samvinnu- fyrirtækja. Um 80-99% af mjólkurfram- leiðslu í Noregi, Nýja Sjálandi og Banda- ríkjunum á rætur í samvinnu fyrirtækjum. Samvinnufyrirtæki eru ábyrg fyrir um 70% fiskiðnaðar í Kóreu, 40% af land- búnaði í Brasilíu, 55% af verslun og þjónustustarfsemi í Singapore og 35% í Danmörku. Samvinnufyrirtæki í fjár- málageiranum eru talin þjónusta um 850 milljón manns eða um 13% af mannfjölda heimsins. Samvinnubankar eru 4.200 talsins í heiminum og starfa undir regn- hlífarsamtökum European Association of Cooperative Banks. Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið KPMG er alþjóðlegt Samvinnufyrirtæki. Ástæðan fyrir þessu vali Sameinuðu þjóðanna er að viðurkenna framlag Sam- vinnufélaga til félags- og efnahagslegrar þróunar, sérstaklega með tilliti til þróunar atvinnu og félagslegrar aðlögunar. Mark- mið ársins er að auka vitund almennings um hlutverk samvinnufélaga, stuðla að vexti samvinnufélaga um allan heim og koma á stefnu og löggjöf sem stuðlar að og styrkir stöðugleika samvinnuhreyfinga. Samvinnuhugsjónin á Íslandi á rætur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrri hluta nítjándu aldar þegar verkafólk og bændur sameinast um stofnun félaga með það markmið að bæta kjör sín og rísa úr fátækt. Á Íslandi eru í dag 37 samvinnu- félög og 9 húsnæðissamvinnufélög. Kaup- félag Suðurnesja var stofnað 13. ágúst 1945 og hefur síðan verið kjölfesta í atvinnulífi okkar Suðurnesjamanna. Samvinnufélög eru byggð á gildum sjálfshjálpar, sjálsábyrgðar, lýðræðis, jafnréttis og samstöðu til eflingar nær- samfélaginu. Samfélagsleg ábyrgð er rík í hugum samvinnumanna og er í raun hjarta félaganna. Siðferðislega eiga þau að starfa á grundvelli heiðarleika, með gegnsæjum starfsháttum, félagslegri ábyrgð og umhyggju fyrir öðrum. Samvinnustarf er þjóðfélagsstefna. Samvinnuhreyfingar árið 2012 Samvinnu félög Skúli Skúlason formaður Kaupfélags Suðurnesja F réttablaðið greindi frá því í gær að ríkistjórnin væri tæp- lega hálfnuð með áform sín um að fækka ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent. Þegar hefur þeim fækkað um 30, sem samsvarar um 15 prósentum, en ríkisstofnanirnar voru 200. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að fækka þeim um 30-50 í viðbót. Þetta er mikilsverður árangur í því verkefni að vinda ofan af þeirri gífurlegu útþenslu ríkisins sem átti sér stað á áratugnum fyrir hrun. Í hinu þægilega starfsumhverfi stjórnmálamannanna, þar sem skattpeningarnir ultu inn, var auðvelt að segja já við til- lögum um nýjar stofnanir og fleiri störf hjá ríkinu, án þess að hugsa út í afleiðingarnar ef tekjurnar brysti skyndilega. Fjöldi stofnananna segir ekki alla söguna um árangurinn í þessu nauðsynlega verki. Sam- eining verður að hafa í för með sér hagræðingu og gerir það vafalaust með fækkun stjórn- enda, en það dugir ekki til. Ætli menn að vinda ofan af vitleysu góðæristímans er óhjákvæmilegt að fækka störfum hjá ríkinu. Það er að sjálfsögðu aldrei auðvelt verkefni að fækka starfsfólki, sérstaklega ef grípa þarf til uppsagna. En tölurnar setja málið í samhengi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fjölgaði stöðugildum hjá ríkinu, þar með talið hjá opinberum hluta- félögum, um 38% á árunum 1999 til 2008. Hvar eru menn staddir í að vinda ofan af þeirri fjölgun? Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á þingi í desember síðastliðnum hefur stöðugildum hjá ríkinu fækkað um tæp 5% frá 2008. Sums staðar hefur raunar verið óhjákvæmilegt að fjölga ríkis- starfsmönnum eftir hrun, t.d. hjá nýjum embættum sérstaks saksóknara og umboðsmanns skuldara, og hjá stofnun á borð við Íbúðalánasjóð, sem þarf mannskap til að takast á við endurskipu- lagningu lána. Fjölgun hjá þessum stofnunum er væntanlega tíma- bundin og hægt að draga saman seglin á nýjan leik þegar frá líður. Þótt allir sæmilega ábyrgir stjórnmálamenn ættu að geta verið sammála um að fækkun ríkisstarfsmanna sé óhjákvæmi- leg, stökkva stjórnmálamenn í vörn þegar sparnaðurinn snertir atvinnugrein, hóp eða landsvæði sem þeir bera fyrir brjósti. Landsbyggðarþingmönnum fannst til dæmis ákaflega óréttlátt hvernig hagræðing í heilbrigðiskerfinu og víðar í ríkis rekstrinum kom niður á kjördæmunum þeirra. Þegar Steingrímur fjármála- ráðherra upplýsti á þingi að af 545 stöðugildum sem hurfu hjá ríkinu væru 300 á landsbyggðinni sagði Ásbjörn Óttarsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, það „mjög sláandi“. Hann kemur reyndar úr Norðvesturkjördæmi, þar sem ríkis- starfsmönnum fjölgaði um 162% á árunum 1999-2008, jafnmikið og í Norðausturkjördæmi og svolítið meira en í Suðurkjördæmi. Á sama tíma fjölgaði ríkisstarfsmönnum í Reykjavík um tæpan fjórðung og í Suðvesturkjördæmi um 12%. Hluti af hinu þægilega starfsumhverfi stjórnmálamannanna var nefnilega að reka „byggðastefnu“ með því að fjölga störfum á landsbyggðinni á kostnað skattgreiðenda með fullkomlega óforsvaranlegum hætti. Engum fannst það víst þá „mjög sláandi“. Markmið um sparnað í ríkisrekstrinum nást ekki nema ríkisstarfsmönnum fækki. „Mjög sláandi“ Lofsöngur Landeyjahafnar Mikið var um dýrðir í Landeyjahöfn 21. júlí 2110 þegar Kristján L. Möller, þáverandi samgönguráðherra, klippti á borða og lýsti höfnina opna. Ráðherra var enda stoltur af fram- kvæmdinni, þakkaði stjórnmála- mönnum baráttu fyrir henni og sagði meðal annars: „Við erum hreykin af þessu mannvirki og öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn; sérfræðing- unum sem sýndu fram á með rannsóknum sínum og vísindum að þetta væri gerlegt …“ Óvíst er að Vestmannaeyingar og gestir þeirra, sem horfa fram á að höfnin verði mögulega lokuð í vetur, séu jafn hreyknir og ráðherrann fyrrverandi. Best að halda lögin Nefnd um Byggðastofnun skilaði af sér skýrslu til iðnaðarráðherra í gær. Þar var margar tillögur að finna og flestar allrar athygli verðar. Ein aðal- tillagan vakti þó sérstaka athygli, en hún hljóðaði svo: „Stjórn Byggða- stofnunar og eigendur tryggi að starf- semi Byggðastofnunar stangist ekki á við samkeppnis lög.“ Ætli nefndin hafi þurft marga fundi til að leggja til að stofnunin héldi lands- lög? Útrás Sivjar Siv Friðleifsdóttir er mikil áhuga- manneskja um að takmarka eina söluvöru ríkisins, tóbak. Í því skyni hefur hún, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, lagt fram tillögu þess efnis að innan tíu ára verði tóbaks- vörur lyfseðilsskyldar og fáist aðeins í apótekum. Siv hefur hins vegar farið mikinn í kynningum á efni tillögunnar og er stórhuga. Á heimasíðu hennar mátti sjá að á tveimur dögum, mánudegi og þriðjudegi, var hún í sjö viðtölum við erlenda fjölmiðla um málið. Ekki slæmt það um mál hvers afdrif eru enn fullkomlega óljós. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.