Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN6. JÚLÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Kjaradeilur sextán stéttar-
félaga og viðsemjenda þeirra
hafa endað í hnút og liggja nú til
meðferðar á á borði Ríkissátta-
semjara.
Samningar Verkalýðsfélags
Akraness hafa legið þar lengst,
frá því í febrúar á þessu ári. Síð-
asta óleysta málið til að lenda á
borðinu er frá Læknafélagi Ís-
lands en þangað barst það á
föstudag.
Samtals hafa fimmtíu mál
komið til Ríkissáttasemjara frá
áramótum og hafa 34 samningar
verið undirritaðir síðan þá.
Ekki er til yfirlit yfir alla þá
kjarasamninga sem enn á eftir
að undirrita. Þeir sem enn eiga
eftir að semja sín á milli eru
hið opinbera og hlutafélög þess,
Samband íslenskra sveitar félaga,
Reykjavíkur borg, Samtök fyrir-
tækja í heilbrigðisþjónustu,
Rarik, Orkuveitu Reykjavíkur
og Faxaflóahafnir. - jab
Sextán kjaradeilur
til Ríkissáttasemjara
VÖFFLUKAFFI Lengi hefur tíðkast að
bjóða upp á vöfflukaffi við undirritun
kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands
og Samtök atvinnulífsins náðu saman í
maí. Fjöldi kjarasamninga liggur enn án
undirritunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Þetta er mjög skemmtilegt tæki-
færi. Ég lít samt ekki á þetta sem
aðalatriði en tel mikilvægt að
visst jafnvægi náist í kynjahlut-
föllum í fyrirtækjum, enda hefur
það sýnt sig að þeim fyrirtækj-
um sem það gera vegnar yfirleitt
betur,“ segir Elsa M. Ágústsdóttir.
Hún var ráðin framkvæmda-
stjóri smásölusviðs hjá Nýherja
í apríl og er fyrsta konan til að
gegna stöðu framkvæmdastjóra
hjá fyrirtækinu frá stofnun þess
fyrir nítján árum.
Á hennar könnu er rekstur
verslana Nýherja, netverslunar,
heildsölu til fyrirtækja auk sölu á
prentlausnum til fyrirtækja.
Elsa, sem er 39 ára viðskipta-
fræðingur frá háskólanum á
Bifröst, hóf störf hjá Nýherja
árið 2006 og hefur bæði verið
markaðsstjóri fyrirtækisins
og rekstrar stjóri Sense, eins af
dóttur félögum Nýherja.
Elsa bendir á að konum hafi
fjölgað hjá Nýherja í seinni tíða
eins og þróunin hefur verið í
tæknigeiranum. Fyrr á þessu ári
voru Hildur Dungal lögfræðing-
ur skipuð í aðalstjórn Nýherja, og
Marta Kristín Lárusdóttir, lekt-
or við HR, skipuð í varastjórn.
Þær eru fyrstu konurnar til setu
í stjórninni. - jab
Fyrsta konan í karlafansi Nýherja
FRAMKVÆMDASTJÓRINN Elsu M.
Ágústsdóttur finnst jákvætt að hafa bæði
kynin í lykilstöðum hjá fyrirtækjum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Rafmagnsreikningur íslenskra heimila gæti orðið
sambærilegur við það sem þekkist í Evrópu gangi
áætlanir Landsvirkjunar um lagningu sæstrengs
héðan og til meginlands álfunnar eftir á næstu árum.
Þetta kemur fram í skýrslu GAMMA um efna-
hagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjun-
ar til ársins 2035. Lagning sæstrengs helst í hend-
ur við framtíðarsýn Landsvirkjunar sem byggir á
tvöföldun raforkuframleiðslu fram til 2025 og virkj-
anaframkvæmdum af ýmsum toga sem gæti skilað
þjóðarbúinu tugmilljörðum króna í arð á ári.
„Sæstrengur er ekki á dagskrá hjá okkur í dag. Við
þurfum tvö til þrjú ár í viðbót í greiningarvinnu. En
við sjáum hann sem mjög áhugaverðan kost sem við
erum að kynna okkur,“ segir Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar. Hann kynnti skýrsluna í síð-
ustu viku ásamt fulltrúum GAMMA.
Landsvirkjun hóf í fyrra að gera mat á arðsemi
sæstrengs á milli Íslands og meginlandsins og stend-
ur sú vinna enn yfir.
Hörður bendir á að eftir því sem raforkuverð
hækki hér þá dragi úr arðsemi sæstrengs. Á móti
komi orkuöryggi og bætt nýting á dreifikerfinu. Það
sé helsta ástæða þess að verið sé að tengja saman
nær öll raforkukerfi heimsins.
Með sæstreng væri jafnt hægt að flytja umfram-
orku héðan og aftur hingað ef nauðsyn krefði.
Í skýrslu GAMMA kemur fram að um leið og ís-
lenska raforkukerfið tengist því evrópska þá muni
verðbilið á milli þessara svæða líklega minnka og
meðalverð Landsvirkjunar hækka. Bæði muni verð
fyrir þá raforku sem seld er úr landi hækka auk þess
sem orkusala innanlands muni verða fyrir töluverð-
um áhrifum þar sem samningastaða Landsvirkjun-
ar gagnvart orkukaupendum muni batna verulega.
Þótt þetta eigi öðru fremur við um orkusölu til stórra
viðskiptavina Landsvirkjunar sem eru með stöðuga
orkunotkun, þá geti það snert heimilin í landinu.
Hnýtt er við að hærra raforkuverð fyrir heimili
landsins kunni ekki að vera að öllu leyti slæm þróun
ef fundnar verði leiðir til þess að nýta arðinn af orku-
sölunni til að bæta landsmönnum upp kaupmáttar-
rýrnunina. Þá er tekið fram að hærra raforkuverð
til almennings ætti óhjákvæmilega að kalla á hag-
kvæmari, skynsamlegri og skilvirkari notkun raf-
magns í samræmi við kostnað.
Skýrsluhöfundar taka fram að stjórnvöld hafi
ákvörðunarvald um áhrif raforkuverðs á heimilin
enda kunni svo að fara að hið opinbera eignist sæ-
strenginn þegar fram líði stundir.
FORSTJÓRI MEÐ FRAMTÍÐARSÝN Gangi áætlanir Landsvirkjunar
eftir gæti breytt áhersla í rekstri skilað tugmilljörðum í þjóðarbúið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Sæstrengur gæti haft
áhrif á útgjöld heimila
Landsvirkjun áformar að tvöfalda raforkuframleiðslu á næstu
fimmtán árum. Líklega hagkvæmt að selja umframorku um
sæstreng. Niðurstaða fæst eftir þrjú ár, segir forstjórinn.
Heimsæktu ráðgjafa Eignastýringar í Austurstræti 11, hringdu í 410 4040
eða sendu okkur póst á fjarmalaradgjof@landsbankinn.is.
Velkomin í Eignastýringu
Landsbankans
Eignastýring Landsbankans er sérhæfð fjármálaþjónusta
og njóta sérfræðiráðgjafar á öllum sviðum bankaþjónustu.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Sigurður B. Stefánsson Eyrún Anna Einarsdóttir
B A N K A B Ó K I N
Samanburður á
vaxtatöflum bankanna
*Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö
daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25%
Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum.
Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán
innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja
Markaðsreikningur
1,25%A
11,25% 11,20%
Vaxtaþrep
1,90%
11,20% 11,20%
Vaxtareikningur
1,15%B
11,20% 11,20%
MP Sparnaður 9,40 til
1,95%
11,05% 11,05%
PM-reikningur 11,10 til
2,00% A 11,20% 11,20%
Netreikningur
1,90% C
11,25% 11,25%
Sparnaðarreikningur
2,00%
10,45% Ekki í boði.
Þýski bjórinn Löwenbräu varð fáanlegur á ný
í verslunum ÁTVR á föstudag í síðustu viku.
Bjórinn var á meðal þeirra fyrstu sem fáanleg-
ur var hér þegar sala bjórs hófst 1. mars árið
1989. Síðan þá hefur hann bæði komið og farið.
Bjórinn sem fékkst í Ríkinu á sínum tíma
var framleiddur hjá Sanitas hér á landi og naut
mikilla vinsælda enda með þeim ódýrari. Sá
sem nú hefur numið land er fluttur inn frá
Þýskalandi.
Ágúst Héðinsson, markaðsstjóri heildsölunn-
ar Haugen-Gruppen, sem tryggt hefur sér um-
boðið fyrir bjórinn segir að nú verði leikurinn
endurtekinn, fyrirtækið hafi dregið úr álagn-
ingu og verð bjórsins lægra en keppinautanna.
- jab
Sá gamli snýr aftur