Fréttablaðið - 08.07.2011, Page 16
16 8. júlí 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Með okkar augum hóf göngu sína í Ríkis-sjónvarpinu síðastliðinn mánudag. Ég
fylgdist spenntur með enda nýmæli á ferð í
íslenskri dagskrárgerð. Við stjórnvölinn er
fólk með þroskahömlun sem fjallar um mál-
efni líðandi stundar með sínum augum og
opnar þar sýn sem alla jafna stendur sjón-
varpsáhorfendum ekki til boða. Efnistök
fyrsta þáttar voru í sjálfu sér ekki framandi.
Saman fóru stuttar fréttaskýringar í bland
við léttara efni og framsetningin kunnugleg
úr hefðbundnum magasínþáttum. Til umfjöll-
unar voru málefni sem miklu varða í lífi fólks
með fötlun en einnig atriði sem eru jafnt á
áhugasviði fatlaðs fólks sem ófatlaðs og varða
okkur öll í stóru og smáu.
Umfjöllun um Fjölmennt var áhugaverð
og augljóst hvað miklu skiptir að fólki með
fötlun gefist kostur á að mennta sig og þjálfa
færni sína svo það fái notið sín sem best í
samfélaginu. Réttur til náms þarf að vera
öllum tryggður og ávinningur er ávallt fyrir
hendi hver sem á í hlut sé áhuginn er fyrir
hendi. Blindur faðir sem rætt var við lýsti
stöðu sinni miðað við sjáandi feður og sagðist
hlusta á son sinn vaxa úr grasi. Þótt auðvitað
væri sitthvað honum erfiðara að annast í upp-
eldinu hefði hann margt annað að gefa syni
sínum sem væri ekki síður mikils virði.
Umfjöllunarefni þáttarins áttu sam-
merkt að umsjónarmennirnir drógu fram á
einfaldan en skýran hátt að öll erum við að
fást við það sama þegar allt kemur til alls,
þótt áherslur séu mismunandi eftir einstak-
lingum, aðstæðum þeirra og lífsreynslu.
Umsjónar mennirnir sinntu verkefnum sínum
vel, jafnt tæknifólkið á bak við tjöldin og fólk-
ið fyrir framan myndavélarnar. Áhugi spyrla
á viðfangsefnunum leyndi sér ekki, spurning-
um var vel fylgt eftir en þó fór saman ein-
beiting og afslappað og þægilegt viðmót. Ég
hef ekki mikinn áhuga á tísku en þótti sann-
færandi umfjöllun um klæðaburð sumarsins
hjá þeim sem vilja fylgjast með og mat-
reiðsluhornið fékk mig til að sleikja út um.
Með okkar augum er tímamótaþáttur í
íslensku sjónvarpi og vonandi er með honum
sleginn tónn sem fær að hljóma áfram. Það er
svo mikilvægt að undirstrika fjölbreytileika
samfélagsins og sýna hve það er miklu ríkara
einmitt vegna hans. Ég nota líka tækifærið
og rifja upp slagorð fatlaðs fólks: Ekkert um
okkur án okkar! nokkuð sem allir ættu að
hafa hugfast sem á einhvern hátt fjalla um
tilhögun mála sem varða fatlaða.
Ég þakka öllum þeim sem gerðu mögulega
framleiðslu þessara þátta sem enginn ætti að
missa af í Ríkissjónvarpinu á mánudögum kl.
18.30. Ég hvet fólk líka til að heimsækja þátt-
inn á fésbók: facebook.com/medokkaraugum.
Ekki missa af þessu!
Málefni
fatlaðra
Guðbjartur
Hannesson
velferðarráðherra
M
ikilvægt skref er stigið í átt til sáttar um hvar
má virkja á landinu og hvar ekki með skýrslu
verkefnis stjórnar rammaáætlunar um verndun
og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnis-
stjórnin skilaði af sér í fyrradag og hefur raðað
í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum af alls 84 sem voru til
umfjöllunar. Um afganginn skorti vísindaleg gögn, þannig að þeir
virkjunarkostir verða metnir síðar.
Röðun virkjunarkostanna byggist á mati á gífurlegu magni
gagna sem fjórir undirhópar
hafa yfirfarið og rannsakað,
meðal annars út frá sjónar-
hornum orkunýtingar, náttúru-
verndar, ferðamennsku, efna-
hags- og samfélagsáhrifa og
verndar fornleifa og menningar-
minja.
Á listanum sem verkefnis-
stjórnin hefur stillt upp kemur út af fyrir sig ekki margt á
óvart. Vænlegustu virkjunarkostirnir eru sagðir þeir sem þegar
eru komnir vel á veg, til dæmis Hellisheiði, Blönduveita og
Reykjanes virkjun. Mest ástæða þykir til að vernda Torfajökuls-
svæðið, Kerlingarfjöll og Vonarskarð. Virkjanirnar í neðri hluta
Þjórsár, þótt umdeildar séu, þykja með vænlegri virkjunarkostum
að teknu tilliti til allra áðurnefndra þátta.
Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála um forgangsröðunina.
Það er engin leið að byggja virkjun án þess að það hafi einhver
áhrif á náttúruna. En jafnvel hörðustu náttúruverndarsinnar
halda því ekki fram að hvergi megi virkja. Með því að nýta
orkuna í háhitasvæðum og vatnsföllum er einhverju alltaf fórnað.
Með því að láta orkulindir landsins ósnertar væri líka færð mikil
efnahagsleg og samfélagsleg fórn. Hér þarf því augljóslega að
gera málamiðlanir.
Vinnan við rammaáætlunina skilar því ekki sízt að ákvarð-
anir um þær málamiðlanir verði byggðar á greinargóðum upp-
lýsingum og rannsóknum og faglegum samanburði á ólíkum
virkjunarkostum út frá mörgum sjónarhornum. Vinnunni er ekki
lokið; niðurstöður verkefnisstjórnarinnar verða settar í búning
draga að þingsályktunartillögu, sem almenningur, hagsmuna-
aðilar og félagasamtök hafa þrjá mánuði til að gera athugasemdir
við. Alþingis bíður svo það verkefni að setja virkjanakostina í
orkunýtingarflokk, þ.e. þar sem má virkja, verndarflokk, þar sem
má ekki virkja, og biðflokk þar sem safna þarf meiri upplýsingum
til að geta tekið ákvörðun um verndun eða nýtingu.
Þetta er ekki einfalt verkefni og búast má við að loka-
ákvörðunin verði umdeild en við færumst þó nær sæmilegri sátt
um virkjanir og vernd sem gerir okkur kleift að hagnýta orku-
auðlindir landsins með sem minnstum skaða fyrir umhverfið.
Þegar ákvörðun Alþingis liggur fyrir er von til þess að hægt verði
að setja nýjan kraft í orkuvinnslu í landinu.
Skýrsla um nýtingu og verndun hugsanlegra
virkjanasvæða er mikilvægur áfangi.
Skref í átt að
sæmilegri sátt
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
NJÓTTU SUMARSINS
TILBOÐSDAGAR
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
ÆGIR TJALDVAGN
1.279.000.
*Afsláttur -200.000.
Verð kr. 1.079.000.
með fortjaldi
PALOMINO COLT
2.559.000.
*Afsláttur -369.000.
Verð kr. 2.190.000.
með fortjaldi
KÍKTU VIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP
Í startholunum?
Þekkt aðferð stjórnmálamanna til að
kanna möguleika sína er að lauma
spurningu með í skoðanakönnunum.
Hvort slíkt er á ferðinni núna skal
ósagt látið, en ófáir hafa þó fengið
upphringingu frá Gallup þar sem
þeir eru spurðir um hver ætti að
vera formaður Sjálfstæðisflokksins,
sem heldur landsfund í haust.
Valmöguleikarnir eru athyglis-
verðir; Bjarni Benediktsson,
Ólöf Nordal, Hanna Birna
Kristjánsdóttir, Guðlaugur
Þór Þórðarson og Kristján Þór
Júlíusson. Spennandi verður
að sjá útkomuna, ef hún þá
verður einhvern tímann birt.
Opinber leynd
Opinber hlutafélög eru nokkur hér
á landi og hefur löngum staðið styr
um það rekstrarform. Sumir telja það
fyrsta skref í átt til einkavæðingar
og aðrir gagnrýna að með því formi
skjóta menn sér undan upplýs-
ingalögum. Því er það rifjað upp að
trekk í trekk hafa forsvarsmenn
opinbera hlutafélagsins ISAVIA
undanfarið neitað blaða-
mönnum um upplýsingar
um siðareglur fyrirtækisins,
en þær hafa verið í
umræðu vegna
niðurtekningar
auglýsinga í
Leifsstöð.
Bleikt og blátt
Björn Ingi Hrafnsson situr ekki
auðum höndum og rekur nú
umfangsmikið fjölmiðlaveldi ásamt
vefverslun fyrir hjálpartæki ástar-
lífsins. Enn virðist Björn Ingi ætla að
færa út kvíarnar. Samkvæmt skrán-
ingu á fyrirtæki hans, Vef pressan,
lénið blatt.is en nokkur umræða
hefur verið um opnun þess vefjar.
Björn Ingi á fyrir svæðið bleikt.is
svo nú hefur hann, auk ástartól-
anna, yfir lénunum Bleikt og
Blátt að ráða, en það var
einmitt heiti á erótísku
tímariti sem eitt sinn kom
út hér á landi.
kolbeinn@frettabladid.is