Fréttablaðið - 08.07.2011, Qupperneq 36
8. júlí 2011 FÖSTUDAGUR24
Þjóðleikhúsinu hefur verið
boðið að sýna uppfærslu
sína á Lé konungi á alþjóð-
legu Shakespeare-hátíðinni
í London að ári. Hátíðin
er hluti af hátíðarhöldum
vegna Ólympíuleikanna í
London næsta sumar.
Uppfærslu Þjóðleikhússins á Lé
konungi hefur verið boðið að taka
þátt í The World Shakespeare
Festival í London á næsta ári.
Konunglega Shakespeare-leik-
húsið stendur að hátíðinni í sam-
starfi við nokkur helstu leikhús í
Bretlandi, svo sem Roundhouse,
Barbican og breska þjóðleikhúsið
sem og breska ríkisútvarpið BBC.
Á hátíðinni eru sýndar framúr-
skarandi uppfærslur á verkum
Shakespeares
frá 37 löndum.
Tinna Gunn-
laugsdóttir,
þjóðleikhús-
stjóri, segir það
heilmikið fyrir-
tæki að flytja
sýninguna á
mi l l i la nda ,
enda var hún
mikið sjónar-
spil.
„Núna ætlum við að kanna hvort
það sé raunhæfur möguleiki fyrir
okkur að þiggja þetta góða boð.
Við munum auðvitað róa að því
öllum árum, enda er þetta bæði
mikil upphefð og tækifæri fyrir
Þjóðleikhúsið.“ Tinna býst við að
ákvörðun liggi fyrir að loknum
sumarleyfum.
Þetta er enn ein fjöðrin í hatt
sýningarinnar, sem sópaði til sín
sex Grímuverðlaunum á dögun-
um, meðal annars sem besta sýn-
ingin, auk þess sem Arnar Jónsson
var valinn besti aðalleikarinn og
Benedict Andrews hlaut Grímuna
fyrir leikstjórn. Tinna segir í ljósi
þess meðbyrs sem sýningin hefur
fengið ekki loku fyrir það skotið að
verkið fari aftur á fjalirnar í Þjóð-
leikhúsinu.
„Verkið yrði flutt á íslensku og
ef við þurfum á annað borð að
æfa það aftur upp væri mögulega
hægt að nota tækifærið og sýna
það aftur hér.“
Shakespeare-hátíðin stendur
frá apríl fram í september. Hún
verður óvenju vegleg að ári enda
er hún einn af hápunktum Cultural
Olympiad, umfangsmikillar fjög-
urra ára menningarhátíðar sem
haldin er í tilefni af Ólympíuleik-
unum í London næsta sumar.
bergsteinn@frettabladid.is
24
menning@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 8. júlí
➜ Tónleikar
17.30 Hljómsveitin Rökkurró heldur
síðdegistónleika í verslun 12 Tóna við
Skólavörðustíg. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Hljómsveitin Thin Jim með
tónleika í kirkjunni á Sauðarkróki.
Aðgangseyrir er kr. 1.500
20.30 Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðla
og Eyþór Ingi Jónsson harmóníum
verða með tónleika í Hömrum, Hofi.
Miðaverð er kr. 2.000 en aðgangur er
ókeypis fyrir 16 ára og yngri, öryrkja
og eldri borgara.
22.00 Varsjárbandalagið heldur
tónleika á Græna hattinum. Aðgangs-
eyrir er kr. 2.000.
22.00 Hljómsveitirnar Ofvitarnir,
Gang Related og tónlistarmaðurinn
Þórir Georg koma fram á tónleikum á
Dillon. Aðgangseyrir er enginn.
23.00 Hljómsveitin Orphic Oxtra
með styrktartónleika á Faktorý.
Ásamt þeim spila Valdimar og Of
Monsters and Men. Aðgangseyrir er
kr. 1.000.
➜ Leiklist
18.00 Sirkus Íslands sýnir Ö-faktor í
Tjarnarbíói. Aðgangseyrir er kr. 1.900.
➜ Opnanir
20.00 Gallerí Klósett, nýtt sýningarrými
á Hverfisgötu 61, er opnað með sýningu
Páls Hauks Björnssonar á verkinu
Garður. Allir velkomnir.
➜ Hátíðir
14.00 Jafningjafræðsla Hins hússins
heldur götuhátíð á Austurvelli. Þekktir
tónlistarmenn, fatamarkaður, pylsur,
gos, candyfloss og klifurveggur. Allir
velkomnir.
➜ Tónlistarhátíð
21.00 Besta útihátíðin hefst. Meðal
hljómsveita eru Gus Gus, Quarashi
og Valdimar. Miðaverð í forsölu er kr.
7.900, verð við hlið er kr. 9.500. 18 ára
aldurstakmark nema í fylgd forráða-
manna. Frítt fyrir 13 ára og yngri.
➜ Myndlist
16.00 Listakonan Hulda Hlín verður
viðstödd sýningu sína í Ráðhúsinu til kl.
19. Síðasta sýningarhelgi.
➜ Útivist
19.00 Kvöldganga um Skólavörðu
og Vaðlaheiði undir leiðsögn Grétars
Grímssonar. Farið frá Strandgötu 23.
Þátttökugjald er kr. 500, ókeypis fyrir
félagsmenn Ferðafélags Akureyrar.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
LÉR KONUNGUR Sýningin hlaut sex Grímuverðlaun á dögunum, þar á meðal var Arnar Jónsson valinn besti leikari í aðalhlutverki
fyrir túlkun sína á titilpersónunni.
Lé boðið á Shakespeare-
hátíðina í London að ári
TINNA GUNN-
LAUGSDÓTTIR
Franska forlagið Autrement
hefur tryggt sér útgáfuréttinn á
skáldsögunni Skaparanum eftir
Guðrúnu Evu
Mínervudóttur.
Autrement
er partur af
Flammarion-
samsteypunni,
fjórða stærsta
útgáfufyrir-
tæki Frakk-
lands, og er
með höfunda
á borð við
Margaret
Atwood á
sínum
snærum.
Franska út-
gáfan kemur út
í október á næsta ári.
Skaparinn kom út hér á landi
2009 og var tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Hún
hefur þegar komið út í Þýska-
landi, Bandaríkjunum, Bretlandi,
Ítalíu og nú síðast Finnlandi.
Skaparinn til
Frakkalands
GUÐRÚN EVA
MÍNERVUDÓTTIR
ÚTSALA
38
ÞREP
Laugavegi 49 / sími 561 5813
– ÞVÍ X ER EKKI NÓG!
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU YKKUR SIRKUS SÓLEY
MIÐASALA
Í TJARNARBÍÓI,
Á MIÐI.IS OG
Í SÍMA 527 2102SÝNT Í TJARNARBÍÓI Í JÚLÍ
S I R K U S
Í S L A N D S
K Y N N I R
AUKASÝNINGAR!
í kvöld 8. júlí kl. 18
laugardag 9. júlí kl. 14 og 18
sunnudag 10. júlí kl. 14 og 18
„Húmor, metnaður og
skemmtun í hávegum höfð“
—Kidda, Pressunni
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
SÍÐUSTU FORVÖÐ Frestur til að sækja um þátttökustyrk fyrir Menningarnótt 2011 rennur út
sunnudaginn 10. júlí næstkomandi. Menningarnótt verður haldin í sextánda sinn 20. ágúst næstkomandi.
Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn“, sem vísar til gestgjafahlutverks miðborgarinnar þennan dag og
hvetur gesti til að skilja bílinn eftir heima. Þá verður glerhjúpur Hörpunnar vígður á Menningarnótt.