Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 6
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR6 ÁSTRALÍA Stór rauð kengúra réðst á 94 ára gamla konu í garði við hús konunnar í Queensland í Ástralíu. Konan slapp blóðug og marin frá kengúrunni, að því er fram kemur á vef BBC. „Ég hélt hún ætlaði að drepa mig,“ segir Phyllis Johnson. Hún var að hengja upp þvott við hús sitt þegar kengúran stökk á hana, felldi hana og sparkaði í hana. Johnson reyndi að verjast með kústi og skreið undan keng- úrunni inn í húsið og hringdi á lögregluna. Lögreglan yfirbugaði keng- úruna með piparúða. Framtíð hennar er óráðin. Rauðar keng- úrur geta orðið allt að tveggja metra háar og 90 kíló á þyngd. - bj Kengúra ræðst á 94 ára konu: Blóðug og mar- in eftir spörkin SAMFÉLAGSMÁL Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið hefur heyrt af því að íþrótta- og æskulýðsfélög vilji að stofnað verði fagráð eða skýrar verklagsreglur settar um meðferð kynferðisbrota sem fram- in eru innan vébanda félaganna. Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytis- stjóri mennta- og menningarmála- ráðuneytisins, segir enn enga form- lega beiðni hafa borist ráðuneytinu, en henni verði tekið fagnandi. „Við höfum heyrt af því að innan frjálsra félagasamtaka eins og ÍSÍ, skátanna, KFUM og KFUK sé áhugi fyrir því að að búa að minnsta kosti til skýra viðbragðs- áætlun vegna þessara mála,“ segir Ásta. „Við vitum að þetta er í deigl- unni.“ Guðrún Ögmundsdóttir, formað- ur fagráðs innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga, segir afar brýnt að skoða þau lög sem snúa að meðferð kyn- ferðisbrota. Áætlanir séu um að fagráðið fari í samstarf við önnur ráðuneyti í haust til að skoða með- ferð kynferðisbrota innan íþrótta- og æskulýðsfélaga. „Næsta skref er að skoða lög um íþrótta- og æskulýðsmál, sem er afar brýnt,“ segir Guðrún og telur nauðsynlegt að skoða alla laga- bálka um fagráð og siðareglur. „Í haust munum við sjá slíkar laga- breytingar, ég efast ekki um það.“ Tilkynningum um mál tengd kynferðislegu ofbeldi mun fjölga með stofnun nýs fagráðs, að mati Guðrúnar. „Þegar það gerist má búast við gömlum málum úr þessum geira,“ segir Guðrún. „Við eigum eflaust eftir að sjá mun fleiri mál. Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjak- anum.“ Hún ítrekar að afar brýnt sé að setja sterkar siðareglur og lagaramma í tengslum við kyn- ferðisbrot innan alls barna- og unglingastarfs, ekki einungis trú- félaga. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur þessar hræring- ar með skipun fagráða tákn um aukna vitund, áhyggjur og ábyrgð í kynferðisbrotamálum. Hún bend- ir jafnframt á að það sé einnig til marks um að heildarstefnumörkun þurfi að eiga sér stað í málaflokkn- um. „Það er augljóst að það kerfi sem við búum við dugar ekki. Þess vegna þarf að gera allsherjar breytingu í þessum málum,“ segir Guðrún. „Það þarf að fara ofan í alla sauma og finna framtíðar- lausn.“ sunna@frettabladid.is Æskulýðsfélög vilja kynferðisbrotafagráð Íþrótta- og æskulýðsfélög hafa látið í ljós vilja við mennta- og menningarmála- ráðuneyti að setja á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Afar brýnt að slíkt verði gert, segir formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Talskona Stíga- móta segir að heildarbreytinga sé þörf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Formaður fagráðs telur brýnt að skoða meðferð kynferðisbrota hjá æskulýðs- og íþrótta- félögum. Við eigum eflaust eftir að sjá mun fleiri mál. Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum.“ GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR FORMAÐUR FAGRÁÐS INNANRÍKISRÁÐUNEYTIS KÖNNUN Mikill meirihluti lands- manna vill auka eftirlit með fólki sem kemur til Íslands frá aðildar- ríkjum Schengen-samstarfsins ef marka má niðurstöður skoðana- könnunar MMR. Alls sögðust 49 prósent því mjög fylgjandi að auka eftirlit og 34,5 prósent voru því frekar fylgjandi. Alls vildu því 83,5 prósent auka eftirlitið á landa- mærum Íslands. Um 11,7 prósent sögðust frekar andvíg auknu eftirliti og 4,8 prósent voru því mjög mótfallin. - bj Vilja eftirlit á landamærum: Yfir 80% vilja aukið eftirlit EFNAHAGSMÁL Vaxandi verðbólga er áhyggjuefni og rétt að fylgjast vel með þróuninni, en of snemmt er að segja til um áhrif verðbólgunnar á kjarasamninga, segir Matthías Kjeld, hagfræðingur hjá ASÍ. Í forsendum kjarasamninga ASÍ og SA frá því í maí er gert ráð fyrir því að verðbólgan haldist í kringum 2,5 prósent. Samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands stendur verðbólgan nú í fimm prósentum, og hefur aukist um 0,8 prósentustig á einum mánuði. Þriggja mánaða verðbólgan er meiri og jafngildir því að árs- verðbólga sé 6,3 prósent. „Það hafa verið utanaðkomandi þættir sem hafa kynnt undir verðbólgunni, matvara, bensín og hús- næði, auk þess sem krónan hefur sigið,“ segir Matt- hías. Hann segir of snemmt að segja til um áhrif vaxandi verðbólgu á kjarasamningana. Rétt sé að bíða og sjá næstu tvo mánuði í minnsta lagi til að átta sig á þró- uninni yfir lengra tímabil. - bj Of snemmt að meta áhrifin af vaxandi verðbólgu segir hagfræðingur ASÍ: Verðbólguþróunin áhyggjuefni SAMIÐ Kjarasamningar sem undirritaðir voru eftir mikið þóf í maí síðastliðnum gera ráð fyrir 2,5 prósenta verðbólgu, en nú stendur hún í fimm prósentum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Planta 300 þúsund trjám Skjólskógar á Vestfjörðum hafa gróðursett 300 þúsund plöntur það sem af er sumri. Gróðursetning hefur gengið vel þrátt fyrir erfitt tíðarfar. VESTFIRÐIR Svindlpóstur í hrönnum Almenningur lét lögreglu vita af nærfellt 1.500 svindlbréfum frá óprúttnum aðilum í fyrra. Ógerningur mun fyrir lögreglu að rannsaka hvert mál ítarlega en þó er farið yfir allan póst sem berst. Ríkislögreglustjóri hvetur fólk til að vera á varðbergi gegn svindlpósti. Barn tekið á ofsahraða Fjórtán ára piltur var tekinn á yfir 100 kílómetra hraða á Vesturlands- vegi í fyrrinótt. Fimm farþegar voru í bílnum, á aldrinum 13 til 15 ára. Ökumaður og farþegar voru færðir á lögreglustöð og síðan var hringt í foreldra þeirra. LÖGREGLUFRÉTTIR SJÁVARÚTVEGUR Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir í bókun frá fundi sínum í gær að það sé til skamm- ar hvernig unnið var úr málefnum þrotabús Eyrarodda ehf. á Flateyri. Fyrirtækið Toppfiskur, sem falaðist eftir öllum eignum þrotabúsins með það fyrir augum að hefja útgerð og vinnslu á Flat- eyri, dró tilboð sitt til baka í síðustu viku. Deila skapaðist um málið en fyrirtækið Lotna, sem var eina fyrirtækið sem gerði tilboð eftir fyrsta útboð, fékk vilyrði um kaup á hluta eign- anna frá Byggðastofnun. Vilyrðið var síðan dregið til baka og eignirnar boðnar upp að nýju. Þá hóf- ust samningaviðræður við Toppfisk, sem Byggða- stofnun taldi heppilegri til fiskvinnslu á Flateyri, en Lotna taldi að vilyrði Byggðastofnunar væri bindandi. Nú hafa bæði fyrirtækin fallið frá áformunum eftir margra vikna samningaviðræð- ur. Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, segir þetta ömurleg málalok. „Það var búið að byggja upp væntingar um að far- sæl lausn væri í nánd, síðan er þetta lendingin,“ segir hann. „Það er heilt samfélag sem brennur,“ segir hann um sína heimabyggð, Flateyri. Í síðasta mánuði sagði Lotna upp tíu af fimmtán starfsmönnum sínum á Flateyri. 42 misstu vinnu sína þegar Eyraroddi hætti starfsemi sinni síðast- liðið haust. - jse Bæjarráð Ísafjarðarbæjar harmar málalok í deilum um þrotabú Eyrarodda: Atvinnulíf Flateyrar í gíslingu FRÁ FLATEYRI Bið ætlar að verða á því að atvinnulíf glæðist á Flateyri eftir reiðarslagið í fyrrahaust er Eyraroddi hætti starfsemi sinni. KJÖRKASSINN Óttast þú að hryðjuverk verði unnin á Íslandi? Já 33,5% Nei 66,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú þá hugmynd að nýtt fangelsi verði reist sem einka- framkvæmd? Segðu þína skoðun á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.