Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 48
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR36 sport@frettabladid.is EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN spilar væntanlega sinn fyrsta leik með AEK í dag þegar liðið mætir tyrkneska liðinu Karabükspor í æfingaleik í Slóveníu. Eiður Smári mun hafa tekið þátt í sex æfingum með AEK-liðinu fyrir leikinn, þremur á mánudaginn, tveimur í gær og svo einni í morgun. Það er búist við því að Eiður byrji í fram- línunni með Jose Carlos nýjum spænskum framherja liðsins. FÓTBOLTI „Það er búið að vera mikið leikjaprógramm. En við mættum alveg tilbúnir í leikinn og náðum að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik úr föstum leikatrið- um. Það kláraði þetta. Ég held að fyrsta markið hafi slegið þá út af laginu,“ sagði Guðmundur Reynir um sigurinn gegn Blikum. Guðmundur Reynir, sem allir í póstnúmeri 107 og víðar þekkja sem Mumma, segir stemninguna í leikmannahópi KR ástæðuna fyrir frábærum árangri liðsins í sumar. „Mórallinn er frábær í lið- inu og Rúni (Rúnar Kristinsson, þjálfari KR) bæði heldur okkur á tánum og sér til þess að mórall- inn sé í lagi. Svo er hann líka frá- bær í því að leggja upp leikina á réttan hátt,“ segir Mummi. Aðspurður hvort mórallinn sé ekki svo góður vegna þess hve vel gengur segir hann: „Ég myndi segja að við værum að vinna af því að mórallinn og liðsheildin eru svo sterk. En auð- vitað gerir það liðsheildina og móralinn enn betri að vinna. En svo er Rúnar auðvitað mjög stór hluti af þessu.“ Mummi hefur komið við sögu í öllum deildarleikjum KR í sumar og spilað einstaklega vel. Líklega aldrei betur. „Ég held ég passi mjög vel inn í liðið. Mér finnst mjög þægi- legt að spila með Grétar hægra megin við mig og Skara (Óskar Örn) fyrir framan mig á kant- inum. Svo eru miðjumennirnir duglegir að detta í stöðu fyrir mig þegar ég fer fram. Ég er í mjög góðu formi og hef gaman af þessu,“ segir Mummi sem virkar þindarlaus í hlaupum sínum upp og niður völlinn. Hann er sam- mála því að hlaupin séu hans styrkleiki. „Mér finnst ég vera bestur í því að hlaupa mikið. Ég hleyp mikið í leikjunum og það nýt- ist mér að þreytast minna en andstæðingurinn. Svo myndi ég segja að ég væri með ágætis hraða og áræðni,“ segir Mummi sem veit hvar hann þarf að bæta sig á vellinum. „Ég get alltaf bætt varnarleik- inn. Ég er ekki orðinn 100 pró- sent í honum en finnst ég samt hafa bætt mig mikið.“ Mummi er örvfættur og blaða- maður spyr Mumma hvort hann geti ekki bætt hægri löppina eitt- hvað og uppsker hlátur. „Ég mætti líka bæta það. Ég er mjög lélegur með hægri, vægast sagt og nota hægri fótinn í mesta lagi einu sinni til tvisvar í leik,“ segir Mummi og hlær. Haustið 2008 hélt Mummi í atvinnumennsku til GAIS í Sví- þjóð. Með í för var Guðjón Bald- vinsson en óhætt er að segja að þeir félagar hafi ekki slegið í gegn líkt og þeir hafa gert í KR- búningnum í sumar. „Við Gaui fórum þarna út. Síðan kom nýr þjálfari í fyrsta mánuðinum og við náðum ein- hvern veginn ekki að slá í gegn undir hans leiðsögn. Fljótlega fór ég aftur að láni til KR. Þetta ein- hvern veginn gekk bara ekki.“ Undirritaður hleraði vini Mumma í Vesturbænum sem sögðu honum að Mummi væri afar heimakær. Hugsanlega hefði hann engan áhuga á að fara í atvinnumennsku yfir höfuð. „Nei, mig langar nú aftur í atvinnumennsku þó svo mér finnist gott að vera á Íslandi. Ég stefni á að komast aftur út á næstunni. Hvort það verði í ár eða á næsta ári, það verður að koma í ljós,“ segir Mummi sem undanfarið hefur verið orðaður við norska liðið Brann. Vi nst r i ba k va rð a rst að a íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu er annáluð vandræða- staða. Miðað við frammistöðu Mumma í sumar gerir hann til- kall til landsliðssætis. „Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér en það hlýtur að vera stefnan hjá öllum knattspyrnu- mönnum að komast í landsliðið. Ég ætla að sjá hvað gerist í því.“ Mummi er hæfileikaríkur píanóleikari og gaf út sinn fyrsta geisladisk á síðasta ári. „Það er fullrólegt í tónlistinni í augnablikinu. Ég er bara aðeins að trúbadorast. Aðeins að leika mér. Það er ekki von á næstu plötu bráðlega en hún hlýtur að koma einhvern tímann.“ Hann segist lítið hafa gert af því að skemmta í gleðskap með félögum sínum í KR-liðinu. „Nei, við höfum gert lítið af því að detta í gítarstemningu í KR- liðinu. En kannski mæti ég ein- hvern tímann með gítarinn inn í klefa.“ Mummi er annáluð svefnpurka og mætti halda miðað við sumar sögur að hann hafi varið meiri tíma ævi sinnar sofandi en vak- andi. „Mér finnst ágætt að sofa, ég neita því ekki. Sérstaklega í svona æfingaferðum þegar maður hang- ir uppi á hótelherbergi og hefur ekkert að gera. Þá finnst mér fínt að sofa, “ segir Mummi sem úti- lokar ekki að svefninn sé ávísun á árangur hans. Það sé hollt fyrir mann að sofa segir hann meir í gríni en alvöru. Líklegt er að Mummi hafi lagt aftur augun í gær en fram undan var síðdegisæfing með óhefð- bundnu sniði. „Við förum í spa í World Class. Það er bara lúxus,“ sagði vinstri bakvörðurinn en mikið álag hefur verið á KR-liðinu undanfarið og ekkert lát á því á næstu vikum. kolbeinntd@365.is Vægast sagt lélegur með hægri Guðmundur Reynir Gunnarsson, bakvörður KR-inga, hefur farið á kostum með liðinu í sumar. Hann segir sig langa í atvinnumennsku hvenær sem af því verður. Guðmundur Reynir átti frábæran leik í 4-0 sigrinum á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. ÆFÐI DANS ÞEGAR HANN VAR LÍTILL Guðmundur Reynir neitar því að hann hugsi mikið um dansinn þegar hann leikur listir sínar með knöttinn. Hann útilokar ekki að danssporin séu í undirmeðvitundinni hjá honum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Valsmenn fóru illa með góða stöðu þegar þeir urðu manni fleiri á móti FH-ingum í Pepsi- deildinni í fyrrakvöld og töpuðu þar með dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið í sumar sem Vals- liðið tapar leik þar sem liðið spil- ar ellefu á móti tíu í langan tíma. Valur tapaði 0-1 á móti ÍBV í 3. umferð þrátt fyrir að vera 11 á móti 10 allan seinni hálfleikinn. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Valsliðið er nú eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur ekki skorað mark ellefu á móti tíu. Valsmenn hafa verið manni yfir í 78 mínútur og tapað þeim kafla 0-3. Aðeins eitt annað lið er í mínus, Víkingar voru í 62 mín- útur manni yfir á móti Val en töp- uðu leiknum 1-2. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Pepsi-deildarliðin hafa nýtt þá stöðu að vera manni yfir. - óój Karlalið Vals í Pepsi-deildinni: Skora einir ekki manni fleiri GUÐJÓN PÉTUR LÝÐSSON Valsmenn eru ekki öflugir 11 á móti 10. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Lið 12. umferðarinnar Fréttablaðið hefur valið þá leikmenn sem stóðu sig best í sínum stöðum í 12. umferð Pepsi-deildar karla: Úrvalsliðið: Hannes Þór Halldórsson, KR Skúli Jón Friðgeirsson, KR Haraldur Guðmundsson, Keflavík Guðm. Reynir Gunnarsson, KR Finnur Ólafsson, ÍBV Bjarni Guðjónsson, KR Tómas Þorsteinsson, Fylki Gunnar Már Guðmundsson, Þór Matthías Vilhjálmsson, FH Dávid Disztl, Þór Hilmar Geir Eiðsson, Keflavík FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Breiðabliks sitja aðeins í 8. sæti eftir fyrstu 12 umferðir Pepsi- deildar karla og þar spilar stórt hlutverk slök frammistaða liðsins á útivelli enda hafa 87 prósent stiga Blika komið í hús í Kópavogi. Blikar eru aðeins búnir að ná í 2 stig af 18 mögulegum í sex fyrstu útileikjum sínum og að auki hafa Blikar tapað báðum útileikjum sínum í Evrópukeppni og bikarkeppni með markatölunni 1-9. Blikar hafa tapað 6 af 8 útileikjum sumarsins í öllum keppnum og markatalan er 7-25 þeim í óhag. Breiðablik er líka það lið í Pepsi-deildinni sem er með verst- an árangur á útivelli. Víkingur hefur einnig aðeins fengið tvö stig en er með einu marki betri markatölu. - óój Íslandsmeistarar Breiðabliks: Verstir allra liða á útivelli Markatala liða 11 á móti 10: +3 Breiðablik (í 95 mínútur manni yfir) 3-0 +2 FH (68) 4-2 +2 Grindavík (58) 2-0 +2 KR (99) 3-1 +1 Keflavík (3) 1-0 +1 Fram (11) 1-0 -1 Víkingur (62) 1-2 -3 Valur (78) 0-3 ÍBV, Stjarnan, Þór Ak.og Fylkir hafa ekki spilað manni yfir í sumar. FÓTBOLTI Valur vann Fylki örugg- lega 4-0 á heimavelli sínum í Pepsí-deild kvenna í gærkvöldi þar sem liðið lék við hvern sinn fingur, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu. Augu flestra voru á Hólm- fríði Magnúsdóttur sem er komin heim á ný eftir atvinnumennsku í Bandaríkjunum en Hólmfríður sat á varamannabekknum á meðan Valur yfirspilaði Fylki í fyrri hálf- leik og gerði út um leikinn, 3-0. „Liðið spilaði frábærlega. Aðstæður voru erfiðar, mikill vindur þannig að við ákváðum að halda boltanum á jörðinni, spila einfalt og vel. Mörkin voru gull- falleg og liðið spilaði bæði vörn og sókn frábærlega,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Vals að leiknum loknum. Hólmfríður kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir og var ljóst að hún ætlaði að skora í fyrsta leik sínum í rauðir treyju Vals þar sem hún sótti að marki í hvert skipti sem hún fékk boltann. „Ég ætlaði mér að skora í fyrsta leiknum fyrir Val, það var alveg klárt og það tókst. Það var gaman að opna markareikninginn með nýju liði. Ég er komin hingað til að hjálpa Val að vinna alla titlana,“ sagði Hólmfríður. Það var mikill vindur og kalt á vellinum í gær en Hólmfríður vill það frekar en hitann og rakann í Philadelphiu . „Það er búið að vera of heitt úti og því var gott að koma heim í ferska íslenska loftið og íslenska veðrið,“ sagði Hólmfríð- ur að lokum. „Sóknarleikur Vals í fyrri hálf- leik var stórkostlegur og þær gjör- samlega slátruðu okkur. Ég hefði viljað verjast vel en ég tek það ekki af Val að sóknarleikurinn var til fyrirmyndar. Við vissum að þær myndu sækja svona og við ætluðum að loka á þær en það eru mikil gæði í Valsliðinu og það sást mjög vel,“ sagð Jón Páll Pálmason þjálfari Fylkis eftir leik en lið hans virkaði andlaust gegn beittu liði Vals í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Valur léki gegn sterkum vindinum. Fylkir þétti varnarleikinn hjá sér í seinni hálfleik og gerði Valur lítið sóknarlega þar til Gunnar gerði tvöfalda skiptingu og Hólmfríður og Caitlin Miskel komu inn á. „Einn munur á Val og Fylki í dag var að Valur skipti inn á tveimur atvinnumönnum en við skiptum inn á þremur kjúk- lingum,“ sagði Jón Páll en Valur er tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar í efsta sæti deildar- innar en Fylkir er sem fyrr um miðja deild. -gmi Valskonur yfirspiluðu Fylki með frábærum sóknarleik og minnkuðu forskot Stjörnunnar á toppnum í tvö stig: Hólmfríður skoraði í fyrsta leiknum með Val TÍU MÖRK Í SUMAR Kristín Ýr Bjarnadóttir skorar hér eitt af þremur mörkum sínum á móti Fylki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.