Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 22
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR Hættu að hræða fólk, Jón! Jón Bjarnason er merkilegur stjórnmálamaður. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna fyrir- hugaðra hækkana á íslensku lambakjöti. Íslenskir bændur eru í þeirri óskastöðu að geta flutt út íslenskt lamb og grætt vel. Á móti er bannað að flytja inn erlent kjöt, ef á þarf að halda vegna eftirspurnar hér. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Íslands, segir að það komi ekki til greina, þrátt fyrir samninga þess efnis um að ákveðinn inn- flutning eigi að leyfa. Sem rök fyrir máli sínu notar Jón Bjarnason „fæðu og mat- vælaöryggi“ landsins. Kjarn- inn í þeim rökum er sá að allur innflutningur á landbúnaðar- afurðum (og þetta tengist að sjálfsögðu ESB-málinu, þar sem tollar á ESB-landbúnaðarafurð- ir myndu falla niður við aðild) myndi ganga af íslenskum land- búnaði dauðum. Rústa landbún- aðinn, eins og sumum bændum er tamt að segja. Það er hinsvegar svo að í engu ríki sem gengið hefur í ESB hefur landbúnaður lagst í rúst! Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er hið mikla landbúnaðarland, Pólland, sem gekk í ESB árið 2004. Þar hefur ESB styrkt landbúnað og eflt þá atvinnugrein í samvinnu við pólsk stjórnvöld. Þar með hefur aðild stóraukið „fæðu- og matvælaöryggi“ Póllands og nútímavætt pólskan landbúnað, gert hann samkeppnishæfari! Nefna má í þessu sambandi að útflutningur á pólskum land- búnaðarafurðum hefur stórauk- ist og um 70% útflutnings fara til ESB, mest Þýskalands. Pólskir bændur undirbjuggu aðild mjög gaumgæfilega (settu m.a. upp nýjar stofnanir og annað) og þegar að sjálfri aðild- inni kom var fyrirfram ákveðið fjármagn notað til þess að fram- kvæma nauðsynlegar umbætur, sem búið var að ákveða. Þetta stuðlaði að miklum vexti í land- búnaði Póllands. Þessu er alger- lega farið á hinn veginn hér á Íslandi og mikil andstaða við þetta meðal bænda. Það hlýtur að teljast athyglisvert og vekur upp þá spurningu hvort íslensk- ir bændur séu á móti umbótum? Um miðja síðustu öld starf- aði um þriðjungur vinnandi fólks við landbúnað á Íslandi. Nú er hlutfallið komið niður i 2,5% (tölur frá 2008). Allt þetta án aðkomu ESB! Og „fæðu- og matvælaöryggið“ er óskert, hér hefur enginn dáið úr hungri, sem betur fer! Á sama tíma hefur þeim sem vinna við viðskipti og þjónustu fjölgað úr rúmum 30% í rúm 70%. Skýringanna er sennilega að leita í aukinni alþjóðavæð- ingu, ekki síst auknum sam- skiptum Íslands og Evrópu á undanförnum áratugum, meðal annars EES-samningnum. Hann heldur okkur hinsvegar fyrir utan alla ákvarðanatöku í málefnum Evrópu. Að vera að hræða fólk og slá ryki í augu þess með því að ala á ótta í sambandi við fæðu og matvælaöryggi er í raun fyrir neðan virðingu ráðherra í ríkis- stjórn Íslands. Þetta eru svo fáránleg rök og það er ekki fótur fyrir þeim. Það sér líka hver maður í gegnum þetta! Verði hér meiriháttar ham- farir, sem valda því að allt flug og allar skipasamgöngur legg- ist hér af svo vikum skiptir er hægt að ræða í alvöru ógnir í sambandi við fæðuöryggi, þar sem langstærstur hluti mat- væla á Íslandi er innfluttur (frá Evrópu). Og varla verður hægt að kenna ESB um náttúruham- farir! Að reisa sífellda múra, hindra viðskipti og svo fram- vegis er aðferðafræði sem til- heyrði síðustu öld, ekki þessari! Væri ekki nær að Jón Bjarna- son ynni að því að efla íslensk- an landbúnað og gera hann samkeppnishæfan? Í því fælist t.d. að skapa bændum eðlilegt rekstrarum- hverfi með afnámi verðtrygg- ingar, lágum vöxtum, lágri verðbólgu, sem og auknum aðgangi að rannsóknum og þróun til nýsköpunar í landbún- aði, svo dæmi sé tekið. Þetta fæst með fullri aðild að ESB. Landbúnaður Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur Einu lélegasta leikári í sögu Leikfélags Akureyrar (LA) í langan tíma lauk með enn einum tveggja manna farsanum, hræri- vélarvitleysunni. Mér varð hugs- að til ummæla, sem höfð voru eftir leikhússtjóranum Maríu Sigurðardóttur í Fréttablaðinu í vetur, sem voru á þá leið að svo mikil leikhúsmenning væri á Akureyri. Leikhúsmenning- in, sem farið hefur fram á fjöl- um Samkomuhúss Akureyrar í vetur uppistendur af t.d. Sveppa, Harry og Heimi, Farsælum farsa, sem líkt var við freyðandi undan- rennu af Sigurbjörgu Árnadóttur í Fréttablaðinu og tek ég undir það, Villidýr og pólitík og end- aði á hrærivélarvitleysunni eins og fyrr er getið. Auðvitað enginn akureyrskur leikari því þeir fá ekki aðgang að leikhúsinu. Er enginn metnaður orðinn til hjá LA? Allt er aðkeypt og leik- arar allir að sunnan og hlýtur að vera kostnaðarsamt uppihald, flugferðir og laun. Á síðasta ári nægðu ekki 120 milljónir, sem LA fékk frá ríki og bæ og óskilj- anlegt að Akureyrarbær láti sig hafa það að henda tugum milljóna í slíkan rekstur þar sem uppistað- an er tveggja manna lélegir fars- ar með aðkomuleikurum. Engar alvöru leiksýningar. Spennandi leikár fram undan er gjarnan haft eftir leikhússtjóra. Ég, sem félagi í Leikfélagi Akureyrar, sé ekkert spennandi við reksturinn og er ekki einn um það og leyfi mér að fullyrða að rekstur LA er á hraðri niður- leið. Það er kannski lýsandi dæmi fyrir ástandið að þarna er fámenn klíka, sem virðist hafa yfirtekið félagið og dæmi eru um að þeir sem hafa orðið að ganga úr aðal- stjórn vegna reglna félagsins láta kjósa sig í varastjórn til þess eins að komast aftur í aðalstjórn- ina. Að lokum vil ég svo nefna annað dæmi, sem ég þekki ekki frá öðrum félögum og veit ekki hvort er löglegt, að á síðasta aðal- fundi var reikningum félagsins ekki dreift uppsettum og prent- uðum á meðal félagsmanna heldur var þeim varpað eins og skugga- myndum upp á tjald og illmögu- legt að fylgjast með. Ég lagði fram tillögu til stjórnar LA á síð- asta aðalfundi um að félagið yrði aftur gert að áhugamanna- eða hálfatvinnumannaleikhúsi og á þar við að byrjað verði aftur á byrjunarreit með akureyrskum leikurum því nóg er til af þeim og virðing Leikfélags Akureyrar verði reist við á ný. Freyvangsleikhúsið réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur þegar það tók tók til sýninga Góða dátann Svejk, sem er stór- góð sýning með hátt í þrjátíu leikurum. Stórgóð leiksýning með mörgum ágætum leikurum og var hún valin athyglisverð- asta áhugaleiksýning leikárs- ins 2010-2011. þetta er í annað skiptið á síðustu þremur árum, sem Freyvangsleikhúsinu hlotn- ast þessi heiður, en í fyrra skipt- ið var það Vínlandið eftir Helga Þórsson, stórgóð sýning og báðar hlutu þann sess að vera sýndar í Þjóðleikhúsinu. Leikararnir eru bæði úr Eyjafjarðarsveit og frá Akureyri, áhugafólk, sem vinn- ur kauplaust af áhuga og ánægju og á svo sannarlega heiður skil- inn. Fleiri mættu taka þetta fólk sér til fyrirmyndar og sumt ekur tugi kílómetra á æfingar. En af öllu þessu ágæta fólki, sem tekur þátt í Svejknum, ólöstuðu var eft- irtektarverður Ingólfur Þórsson í hlutverki lautinants Lúkasar og gerði því sterk og góð skil en síðast en ekki síst Brynjar Gauti Schiöth, sem leikur sjálfan Svejk og fer hreinlega á kostum og gefur ekkert eftir atvinnuleikur- um nema síður sé. Þetta var topp- leikur hjá þér Brynjar. Hafið öll miklar þakkir fyrir góða sýningu. Leikfélag Hörgdæla er annað áhugamannafélag, sem tefldi djarft til leiks að þessu sinni og tók til sýningar leikverkið Með fullri reisn. Þrjátíu urðu sýn- ingarnar og varð að hætta fyrir fullu húsi í vor vegna sauðburðar sem var byrjaður hjá bændum, en margir þeirra eru leikarar, en til stendur samt að setja upp fleiri sýningar í haust því sagt er að saumaklúbbar hafi verið sérlega áhugasamir að sjá bændurna striplast í allra handa stellingum þó svo engin hafi verið trúboða- stellingin. Annars var þetta mjög fjörug og athyglisverð sýning með um 20 leikurum og haft hefur verið á orði að leikhúsgestir hafi farið hlæjandi heim úr Hörgár- dalnum eftir sýningar. Mikil auglýsingaherferð var í gangi hjá Hörgdælingum, sem sýndi bænd- urna, leikarana, nakta í ýmsum stellingum eins og fyrr segir og skilaði sér vel. Það er mikið á sig lagt hjá þess- um landsbyggðarleikfélögum, en enginn telur eftir sér að eyða tíma í þetta svo vikum skiptir enda fá þau umbun erfiðis síns. Það var mikið þess virði að eyða kvöld- stund í Hörgárdalnum því þarna er á ferðinni margur gullmolinn í hlutverkum og af mörgum góðum voru að mínum dómi eftirtektar- verðust Stefanía Elísabet Hall- björnsdóttir í hlutverki Jóhönnu og gerði því góð skil svo og stór- leikarinn Bernharð bóndi Arnar- son, sem Gunni og stendur Benni sig alltaf vel. Þakkir fyrir góða skemmtum. Einu lélegasta leikári í sögu Leikfélags Akureyrar lokið Menning Hjörleifur Hallgríms framkvæmdastjóri Er enginn metn- aður orðinn til hjá LA? Allt er aðkeypt og leikarar allir að sunn- an ... Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM-nám) hefst við Háskólann í Reykjavík í haust. MPM-námið er hagnýtt stjórnendanám sem hentar þeim sem vilja stýra flóknum og krefjandi verkefnum hér á landi eða erlendis. Þeir sem ljúka MPM-námi fá alþjóðlega vottun IPMA (Alþjóðasamtök verkefnastjórnunarfélaga). Umsækjendur skulu hafa lokið grunnnámi í háskóla og æskilegt er að þeir hafi a.m.k. þriggja ára reynslu úr atvinnulífinu. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 1. ÁGÚST hr.is/mpm “The MPM programme has a technical and human compass which provides a truly holistic perspective and will engage students on all levels whatever their experience. It is a superbly practical education for those looking to develop their project management competence.” Bob Dignen, kennari í MPM-námi “It is important in project driven organiza- tions to have employees with an in depth and nuanced understanding of project management. To manage a project is not just about following a standard procedure. A situational approach to handling the challenges when managing a project is essential for the success. The master programme enables you to develop such competencies.” Morten Fangel, PhD í verkfræði og kennari í MPM-námi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.