Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 10
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR10
1. Hversu mikill var halli ríkissjóðs
árið 2010?
2. Hvað heitir hótelþernan sem
kærði Dominique Strauss-Kahn?
3. Hvað heitir fyrrverandi eigin-
maður Amy Winehouse?
SVÖR
1. 123 milljarðar króna - 2. Nafissatou
Diallo - 3. Blake Fielder-Civil
HJÁLPARSTARF Íslendingar hafa
gefið rausnarlega í safnanir sem
hjálparstofnanir og líknarfélög
standa fyrir vegna neyðarástands
í austurhluta Afríku.
Um 18 milljónir króna voru
komnar inn á söfnunarreikning
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF) síðdegis í gær og segir
Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi UNICEF, að mikil
vitundarvakning hafi greinilega
orðið síðustu daga.
„Það er greinilegt að neyðar-
ástandið hefur vakið sterk við-
brögð og við finnum að það snert-
ir við fólki. Enda er mikið í húfi
og líf hundruð þúsunda barna í
hættu. Við finnum að fólk hér á
landi áttar sig á að það er hægt að
koma börnunum til aðstoðar og er
tilbúið að leggja sitt af mörkum til
að hjálpa. Við erum afar þakklát
fyrir þetta og snortin af viðbrögð-
unum.“
Miklir þurrkar hafa verið þarna
síðustu tvö ár og nú er svo komið
að ellefu milljónir manna eru
hjálpar þurfi. Þar af eru um 700
þúsund börn sem eru lífshættulega
vannærð, segir í upplýsingum frá
Sameinuðu þjóðunum og UNICEF.
Þá hafa rúmar níu milljónir
króna safnast hjá Rauða Krossi
Íslands, sem hefur auk þess
lagt 4,3 milljónir króna úr eigin
neyðarsjóði í söfnunina.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hefur óstöðugleiki innanlands
í Sómalíu gert hjálparstofnunum
erfitt um vik, en Alþjóða Rauði
krossinn og Rauði hálfmáninn í
Sómalíu hafa að eigin sögn fengið
að dreifa mat óáreittir í landinu,
jafnvel á svæðum undir stjórn
skæruliðahópa.
Að sögn Þóris Guðmundsson-
ar, sviðstjóra alþjóðasviðs Rauða
krossins á Íslandi, verður öllu
söfnunarfé varið til kaupa á nær-
ingarbættu hnetusmjöri. Þórir
bætir því við að með því að hringja
í síma 904-1500 og leggja söfnun-
inni þannig til 1.500 krónur, sé
hægt að kaupa þriggja til fjögurra
vikna skammt af hnetusmjöri
fyrir eitt barn og hjúkra því þann-
ig til heilbrigðis.
Nánari upplýsingar um hvern-
ig styrkja má hjálparstarfið er að
finna á heimasíðum UNICEF og
Rauða krossins, en auk þess standa
Barnaheill - Save the Children og
Hjálparstarf kirkjunnar fyrir
söfnunum til handa bágstöddum í
Austur-Afríku.
Alþjóðasamfélagið hefur tekið
við sér og hyggjast Sameinuðu
þjóðirnar safna 1,6 milljörðum
Bandaríkjadala, sem jafngildir
rúmum 180 milljörðum króna, til
hjálparstarfsins næstu tólf mán-
uði. thorgils@frettabladid.is
Íslendingar gefa tugi
milljóna í neyðarhjálp
Söfnun á Íslandi vegna yfirvofandi hungursneyðar í Austur-Afríku gengur vel.
Um 18 milljónir hafa þegar safnast í átaki UNICEF og rúmar 13 milljónir hjá
Rauða krossinum. Sameinuðu þjóðirnar stefna á að safna 180 milljörðum.
Fjórar stofnarnir og samtök standa
fyrir söfnun fyrir bágstadda í
Austur-Afríku. Hægt er að hringja í
eftirtalin símanúmer til að styrkja
málefnið, en síðustu fjórir stafir
númeranna gefa til kynna styrktar-
upphæð:
■ UNICEF: 908-1000, 908-3000,
908-5000.
■ Rauði krossinn: 904-1500
■ Barnaheill: 904-1900, 904-2900
■ Hjálparstarf kirkjunnar: 907-
2003 (2.400 krónur)
Nánari upplýsingar má svo finna
á heimasíðum viðkomandi aðila.
Söfnun á Íslandi
HJÁLPAR ÞURFI Milljónir líða skort á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku, en Íslendingar
hafa styrkt hjálparstarf um tugi milljóna. Á myndinni sést móðir hins sjö mánaða
gamla Mihag Gedi Farah hlúa að syni sínum í Dadaab-flóttamannabúðunum í Keníu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ávaxta smoothie
Hver ferna inniheldur allt að þrjá heila ávexti. Allar vörur frá
Nestlé barnamat eru án viðbætts sykurs, rotvarnarefna eða
annarra aukaefna.
100% náttúrulegt
100% ávextir
C vítamín
Holl og góð millimáltíð hvar og hvenær sem er!
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM
HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann!
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
DÝRALÍF Magnúsi Helgasyni, land-
eiganda í Fljótavík á Hornströnd-
um, leist ekki á blikuna þegar
hann horfði út á sjó á sunnudag-
inn var og sá þar hval á reki. Var
hann um tuttugu metra frá landi.
„Það vill enginn fá þetta í sitt
land, það er mikill fnykur af
þessu og felst mikil fyrirhöfn
í því að koma þessu út,“ segir
hann.
Honum virðist hafa orðið að
ósk sinni því ferlíkið, sem Magn-
ús telur vera um fjögurra metra
langt, rak í átt til Rekavíkur.
Það er því af sem áður var
þegar menn börðust um hval
er rak á land líkt og lýst er til
dæmis í Fóstbræðrasögu þegar
Þorgeir Hávarsson skoraði Þor-
gils á hólm eftir að sá síðarnefndi
hafði tekið mesta kjötið af hvaln-
um. „Já, en það var farið að slá
verulega í þennan, meira að segja
fornmönnum hefði ekki litist á
hann svona á sig kominn, jafnvel
þótt þorrablót væri á næsta leiti,“
segir Magnús kankvís.
Fréttablaðið hafði ekki frekari
fregnir af hvalhræinu í gær en
ólíklegt má telja að hann reki á
haf út.
- jse
Landeigendur á Hornströndum eru uggandi yfir hval sem rekur úti fyrir landi:
Hvalreki enginn hvalreki lengur
HVALREKI ER EKKI ALLTAF MIKILL HVALREKI Enginn vill fá hvalinn, sem rekur fyrir
ströndum Hornstranda, upp í sína fjöru. MYND/DROPLAUG ÓLAFSDÓTTIR
VESTMANNAEYJAR Íbúum hefur fjölgað í Vest-
mannaeyjum þriðja árið í röð en íbúum
fækkaði sautján ár í röð þar á undan. Elliði
Vignisson bæjarstjóri segir að nú sé fjöldi
íbúa kominn í 4.200 manns og væri sú tala
orðin mun hærri ef ekki væri fyrir að fara
húsnæðisskorti í bænum.
„Það er slegist um leiguhúsnæði og það
er búið að byggja um 40 íbúðar- og einbýlis-
hús á seinustu tveimur til þremur árum en
samt stöndum við frammi fyrir því hér í Vest-
mannaeyjum að húsnæðismarkaðurinn er
þröngur og það háir frekari vexti,“ segir hann.
„Við erum alveg í öfugum takti við borg-
ina. Þegar vel gekk þar í fjárhagsbólunni þá
vorum við að glíma við mikla erfiðleika en nú
erum við aldeilis að rétta úr kútnum.“
Heimaey á þó langt í land með að ná fyrri
hæðum en árið 1998 voru 4.628 manns með
skráð lögheimili í Eyjum. Þá fór Eyjamönn-
um stigfækkandi og náði sú dýfa til botns árið
2008 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í
4.055. - jse
Eftir stöðuga fækkun í sautján hefur íbúum fjölgað í Eyjum síðust þrjú ár í röð:
Húsnæðisskortur ríkir í Vestmannaeyjum
HEIMAEY Íbúum fjölgar í Eyjum þriðja árið í röð en þó
eiga Eyjamenn langt í land með að ná fyrri hæðum
enda hafði íbúum fækkaði stöðugt í sautján ár þar á
undan.
Íbúafjöldi í Eyjum
1998 4.628
2008 4.055
2009 4.086
2010 4.135
2011 4.200
Heimild: Hagstofa Íslands og fyrir 2011, Elliði Vignisson
VEISTU SVARIÐ?