Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGmaraþon MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20114 Einn fremsti hlaupari Ís-lands, Kári Steinn Karls-son, tekur þátt í Reykjavík- urmaraþoninu þann 20. ágúst. Hann hleypur hálft maraþon sem æfingu fyrir Berlínarmaraþon- ið, sem verður hans fyrsta heila maraþon. „Ég stefni á að taka þátt í Ólympíuleikunum árið 2012. Til þess þarf ég að hlaupa heilt mara- þon á undir tveimur klukku- stundum og átján mínútum.“ Jöfn keppni og góðar aðstæður eru mikilvægir þættir fyrir hann til þess að ná settu markmiði. Því hleypur hann heila maraþonið erlendis, þar eru fleiri á hans reki og með hugann við þátttöku á Ól- ympíuleikunum. Áður hefur Kári, sem er 25 ára, tekið þátt í yfir tíu Reykja- víkurmaraþonum, bæði í fimm og tíu kílómetra hlaupum. „Það þykir gott að ná góðum grunni í brautarhlaupum og styttri hlaup- um, sem ég hef verið að gera und- anfarið,“ segir Kári sem varð um síðastliðna helgi Íslandsmeistari í fimm þúsund metra hlaupi líkt og undanfarin ár. Ferill Kára hófst með götu- hlaupum á yngri árum. Hann tók fyrst þátt í Reykjavíkurmara- þoninu þegar hann hljóp tíu kílómetra aðeins níu ára. Símtal frá Ungmannasambandi Skaga- manna var það sem breytti öllu. Þá var hann fimmtán ára og höfðu þeir veitt góðri frammi- stöðu hans athygli. „Margir öfl- ugir langhlauparar voru á þeirra snærum, ég þekkti nöfnin og fannst þetta mjög spennandi.“ Kári hóf að mæta á æfingar hjá þeim og fann þar með sína hillu í lífinu. Fyrir sex árum gekk hann til liðs við Breiðablik og æfir nú tíu til þrettán sinnum í viku og hleypur á bilinu 130 til 180 kíló- metra á viku. Þrátt fyrir þrotlausar æfing- ar segir Kári: „Maraþon er ekkert grín, margt getur farið úrskeiðið á þessari löngu leið.“ Hann vonar að allt muni þó ganga að óskum í Berlín og veita honum þátttöku- rétt á Ólympíuleikunum í Lond- on næsta sumar. -hþt Stefnir ótrauður á Ólympíuleikana Kári Steinn ætlar að hlaupa sitt fyrsta 42 kílómetra maraþon á undir tveimur klukku- stundum og átján mínútum og komast á Ólympíuleikana. MYND/STEFÁN HVETJANDI SKIPULAG Hlauparar nota í auknum mæli farsíma með inn- byggðu gps-mælitæki til að fylgjast með hversu langt þeir hlaupa. Á vefsíðunni endomondo.com er hægt að halda utan um slíkar mælingar og deila því hvernig æfingarnar ganga. Það virkar hvetjandi fyrir marga. Á síðunni er einnig hægt að skrá inn hjólavega- lengdir. GEFÐU LÍF Líf – styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans er meðal hinna fjölmörgu góðgerðarfélaga sem taka þátt í maraþoninu 20. ágúst. Það verður með boðsveit í heilu maraþoni og einnig munu fleiri hlaupa fyrir samtökin og safna með því áheitum. Þeir sem vilja slást í þann hóp eru hvattir til að skrá sig í hlaupið og fara síðan inn á www.hlaupastyrkur.is. Líf vinnur að því að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjöl- skyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og konur sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Meira um það á síðunni www.gefdulif.is. Pro-Gastro8 hefur hjálpað þúsundum Íslendinga að koma jafnvægi á meltinguna. Pro-Gastro8 er stútfullt af hjálpsömum góðgerlum ensímum og trefjum. Pro-Gastro8 er fáanlegt á ný! Pro-Gastro 8 fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. D reifing: G engur vel ehf. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 1 1 8 6 1 Þjálfun Náðu settum markmiðum með hlaupafélaganum í tækinu (Virtual Partner). Fáðu nákvæma vegalengd, staðsetningu, hraða, púls, kaloríur og fleira og fleira. Alvöru æfingar = Alvöru árangur. Geymdu, greindu og deildu. Þú sendir æfingaupplýsingarnar þína í tölvuna og sérð árangurinn strax. ÚT Á GRANDA ÚT Á GRANDA Grandagarði 3, 101 Reykjavík, Sími 552 9940 Opið mán.–fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 9–16 Opið á sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Jaxon slöngubátur Visa raðgreiðslur til 36 mán. Vaxtalaust Visa lán til 6 mánaða Leigjum einnig út bátana Síðustu 290 cm slöngubátarnir í tösku Verð áður 259.000 kr. TILBOÐ 199.000 KR. Rafmagnsmótorar 48 libs. Verð 44.900 kr. TILBOÐ 39.900 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.