Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 4
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR4
LÖGREGLUMÁL Grunur leikur á að
rúmlega fertugur karlmaður hafi
notað hnúajárn þegar hann réðst
á mann um sextugt í Grindavík og
slasaði hann aðfaranótt síðastlið-
ins laugardags.
Það var um fjögurleytið ofan-
greinda nótt sem árásarmaðurinn
mætti að heimili eldri mannsins.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins voru útidyrnar ólæstar.
Húsráðandi sá hreyfingu fyrir
utan húsið, hugðist hlaupa fram í
forstofu og læsa því. Hann varð
of seinn og því komst gesturinn
óboðni inn. Hann réðst þegar á
húsráðandann og veitti honum
áverka. Lögreglan á Suðurnesj-
um var kvödd á vettvang skömmu
síðar. Þar var húsráðandinn fyrir
og blæddi úr höfði hans. Einnig
var hann töluvert marinn.
Árásarmaðurinn var farinn
af vettvangi þegar lögreglu bar
að. Hann býr skammt frá fórnar-
lambinu og hélt lögregla til heim-
ilis hans þar sem hann var hand-
tekinn og hald lagt á hnúajárn.
Eldri maðurinn leitaði sér
aðhlynningar á sunnudaginn.
Árásarmaðurinn var yfirheyrður
og síðan sleppt.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins var undanfari líkams-
árásarinnar samskipti mannanna
á Facebook, þar sem yngri mað-
urinn hafði lofað ódæði norska
hryðjuverkamannsins Anders
Breivik, en eldri maðurinn beðið
hann að láta af slíku. Samskiptin
leiddu til þess að yngri maðurinn
hótaði þeim eldri og fjölskyldu
hans lífláti.
Að sögn lögreglunnar á Suður-
nesjum er málið rannsakað sem
stórfelld líkamsárás þar sem grun-
ur leikur á að barefli hafi verið
beitt.
Fórnarlambið vildi ekki tjá sig
um málið þegar eftir því var leitað.
- jss
Skiptar skoðanir á Facebook á norska hryðjuverkamanninum Anders Breivik undanfari líkamsárásar:
Talinn hafa barið manninn með hnúajárni
LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Rann-
sakar árásarmálið.
GENGIÐ 26.07.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
221,7504
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,41 114,95
187,59 188,51
165,47 166,39
22,198 22,328
21,324 21,450
18,223 18,329
1,4647 1,4733
183,98 185,08
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Fallegar
gjafaumbúðir
Hentar öllum
Gildir hvar sem er
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
Gjafakortið sem
gildir alls staðar
Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina.
SKÓLAR Fjárhagsstaða Ísaksskóla
kann að vænkast eftir að Lands-
bankinn féllst á að gefa eftir um 76
milljónir króna af um 260 milljóna
skuld skólans. Skilyrði er þó að
Ísaksskóli nái að selja húsnæði
sitt fyrir 184 milljónir króna sem
fari í að greiða upp bankaskuldina.
Ísaksskóli óskar nú eftir því að
Reykjavíkurborg kaupi skólahús-
næðið fyrri þessa upphæð og leigi
síðan skólanum.
Eins vill skólinn fá 15 milljóna
króna lán frá borginni og fella
afborganirnar inn í húsaleiguna.
Skólinn eigi síðan forkaupsrétt að
húsinu innan fimmtán ára á sama
verði að viðbættum verðbótum. - gar
Staða Ísaksskóla að vænkast:
Landsbankinn
afskrifar skuld
VIÐ ÍSAKSSKÓLA Vill selja borginni
skólahúsið fyrir 184 milljónir.
NEYTENDUR Kvartanir bárust til
Neytendastofu vegna svonefndra
Tax-Free daga Hagkaupa.
Kvartanirnar sneru að því að
neytendur voru óánægðir með að
fá aðeins 20,32 prósenta afslátt af
vörum á Tax Free-dögum, en þeir
töldu sig eiga rétt á 25,5 prósenta
afslætti, sem er prósentuhlutfall
virðisaukaskatts. Frá þessu er
sagt á vef Neytendasamtakanna.
Neytendastofa segir í úrskurði
að nauðsynlegt sé að tilgreina
prósentuhlutfall afsláttar skýr-
lega, bæði á sölustað og í auglýs-
ingum, þannig að fram komi að
afslátturinn nemur í raun 20,32
prósentum. Engar athugasemdir
voru gerðar við notkun Hagkaupa
á hugtakinu Tax Free. - sv
Kvartað vegna Hagkaupa:
Tax-Free er ekki
25,5 prósent
HAGKAUP Tax-Free afsláttur Hagkaupa
nemur ekki 25,5 prósentum heldur
20,32 prósentum.
BANDARÍKIN Reykingar á hvíta
tjaldinu hafa minnkað um 70 pró-
sent á undanförnum sex árum.
Þetta eru niðurstöður könnunar
bandarísku samtakanna Breathe
California. Í ár hefur tóbak sést
595 sinnum í bandarískum stór-
myndum og er það 70 prósenta
minnkun frá árinu 2005. Í helm-
ingi stórmyndanna sjást engar
sígarettur í ár en árið 2005 sáust
þær ekki í þriðjungi myndanna.
Ástæðan kann að vera sú að
kvikmyndaframleiðendur eins og
Time Warner og Disney hafa sett
bann við sígarettum í myndum
fyrir börn og unglinga. - ibs
Bandarísk könnun:
Færri reykja á
hvíta tjaldinu
MAROKKÓ, AP Talið er að 78 manns
hafi látið lífið þegar herflutn-
ingavél fórst í Marokkó í gær.
Leit að líkum stóð yfir í gær-
kvöldi og voru þeir þrír sem lifðu
slysið af alvarlega slasaðir.
Ríkisfréttastofan sagði í gær
að 60 hermenn, tólf óbreyttir
borgarar og níu manna áhöfn
hefðu verið um borð. Aðeins
höfðu 42 lík fundist og ekki ljóst
hvernig herinn gat gefið út til-
kynningu um að 78 hefðu látist.
- þeb
Flutningavél fórst í Marokkó:
78 taldir látnir
eftir flugslys
NÁTTÚRA Magn frjókorna í and-
rúmsloftinu í Reykjavík hefur
sveiflast mikið það sem af er
sumri. Um tíma leit út fyrir að
frjókornamagnið myndi jafnast á
við metsumarið í fyrra en síðustu
daga hefur það heldur minnkað.
„Síðustu daga
hafa frjótölur
verið nokkuð
lágar ef frá er
skilinn laug-
ardagurinn
þegar hvessti
nokkuð. Í dag
[í gær] fór svo
að rigna þann-
ig að ef veðr-
ið helst svona
næstu daga geta ofnæmissjúk-
lingar andað léttar í bili. En svo
er reyndar ástandið verra úti á
landi, á Akureyri og Egilsstöð-
um þar sem er gott veður núna,“
segir Margrét Hallsdóttir sem
sér um frjómælingar hjá Nátt-
úrufræðistofnun.
Það eru aðallega grasfrjó sem
valda fólki óþægindum á þessum
tíma ársins. Birkifrjó og súrfrjó
valda einnig ofnæmisviðbrögð-
um en þau eru mest áberandi í
lok maí og júní. Kuldatíðin í upp-
hafi sumars gerði það hins vegar
að verkum að lítið var af frjóum í
upphafi sumars.
„Sé sumarið í ár borið saman
við sumarið í fyrra byrjuðu háar
frjótölur hér töluvert seinna en í
fyrra. Það hefur vafalaust verið
vegna þess að það var kaldara í
byrjun sumars,“ segir Margrét.
Spurð um ástæður mikils magns
grasfrjós um miðjan mánuðinn
segir Margrét að þurrkatíð hafi
haft mest um það segja. Þá hafi
einnig sennilega haft áhrif að
sláttur á túnum borgarinnar
hefur verið stopulli en áður.
Þrátt fyrir að frjótölur hafi nú
dottið niður segir Margrét þá sem
glíma við frjókornaofnæmi þó
ekki alveg sloppna. „Það er mjög
oft toppur á þessum tíma í lok
júlí ef það er þurrt. En svo kemur
stundum toppur aftur í fyrstu eða
annarri vikunni í ágúst,“ segir
Margrét og bætir við: „Það fer
í raun eftir því hvort það verð-
ur þurrt eða ekki. Verði þurrt og
vindasamt má búast við miklu af
frjókornum aftur.“
Til að frjókorn valdi ofnæmis-
viðbrögðum þurfa þau að vera til
staðar í miklu magni en einnig að
innihalda ofnæmisvaka sem er
eggjahvítuefni sem líkami fólks
með ofnæmi skynjar sem hættu-
legt efni, segir á vef Náttúru-
fræðistofnunar.
magnusl@frettabldid.is
Sveiflukennt sumar
hjá frjókornunum
Magn frjókorna í Reykjavík hefur mælst lítið síðustu daga en um miðjan júlí
var útlit fyrir að heildarmagn yrði svipað og í fyrra sem var metsumar. Kuldatíð
í byrjun sumars og minni sláttur á túnum en áður hafa haft áhrif á frjómagn.
MARGRÉT
HALLSDÓTTIR
FRÁ MIKLATÚNI Þurrt og vindasamt veður er kjörveður fyrir frjókorn. Til að þau valdi
ofnæmisviðbrögðum þarf mikið magn en auk þess þurfa þau að innihald ofnæmis-
vaka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
28°
21°
24°
23°
26°
24°
21°
21°
26°
22°
27°
30°
33°
24°
23°
23°
24°Á MORGUN
víða 5-10 m/s,
hvassara SA-til.
FÖSTUDAGUR
víða 3-10 m/s
15
16
13
14
12
11
11
14
13
13 6
6
7
11
5
4
5
5
87
9
10
13
11
14
16
12 13
14
12
15
19
BEST NA-TIL
Gróðurinn á V- og
SV- landi ætti að
vera kátur eftir
þessa viku því það
lítur út fyrir ein-
hverja vætu áfram
næstu daga. Dreg-
ur heldur úr vindi í
dag. Nokkuð bjart
A-til og hlýjast þar
sérstaklega þegar
sólin nær að ylja.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður