Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 42
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR30
folk@frettabladid.is
2001
Þrívíddarmynd
um strumpana
var frumsýnd
í New York í
vikunni. Söng-
konan Katy
Perry, Modern
Family-stjarn-
an Sofia Verg-
ara og How I
Met Your Mot-
her-dólgurinn
Neil Patrick
Harris eru á
meðal þeirra
sem ljá strump-
unum raddir
sínar.
ALLT AF STAÐ Neil Patrick Harris bregður á leik ásamt
Strympu, Æðstastrumpi og óþekktum strumpi.
KYNÞOKKASTRUMP Sofia
Vergara lætur vel að heppnum
strumpi.
EKKI NORN LENGUR Melissa Joan Hart, sem lék táningsnornina Sabrinu í sam-
nefndum þáttum, mætti á frumsýninguna í New York.
STRUMPANDI STRUMP
Á STRUMPUNUM
FLOTT STRYMPA Katy Perry
er ekki ólík Strympu.GÓÐUR HÓPUR Neil Patrick Harris, Hank Azaria og Jayma Mays stilla sér upp með góðum strumpum.
LAG SEM MICHAEL JACKSON tók upp með Barry
Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees árið 2001 er fáanlegt til niður-
hals á heimasíðu Gibbs. Lagið heitir All in Your Name og hefur
aldrei áður heyrst opinberlega.
„Nú er maður bara nærbuxna-
laus,“ segir Kristján Viðar Har-
aldsson, betur þekktur sem Viddi
í Greifunum, en nærbuxum þeirra
var stolið fyrir utan skemmtistað-
inn SPOT í Kópavogi. Um er að
ræða risavaxnar nærbuxur sem
hengdar voru upp í auglýsinga-
skyni, en Greifarnir halda útihá-
tíð á skemmtistaðnum um versl-
unarmannahelgina ásamt Sigga
Hlö og Hvanndalsbræðrum.
„Brækurnar voru komnar upp og
áttu að auglýsa tónleikana, en ein-
hver óprúttinn hefur bara tekið
þær ófrjálsri hendi,“ segir Viddi,
og bætir við að nærbuxurnar séu
aðeins vikugamlar.
Saga nærbuxnanna nær þó
lengra en viku
aftur í tím-
ann, en fyrstu
nærbuxur
Greifanna
voru gerð-
ar fyrir 27 árum. „Þetta byrjaði
allt árið 1984 þegar við komum í
fyrsta skipti fram í bíóinu á Húsa-
vík. Móðir mín saumaði handa
okkur risanærbuxur sem á stóð
Special Treatment, eins og við
hétum í byrjun, en þetta reynd-
ist frábært auglýsingatrikk því
við fylltum bíóið,“ segir Viddi.
„Seinna létum við gera nærbux-
ur sem á stóð „Greifarnir“ og þær
hafa fylgt okkur í gegnum tíðina.
Það var samt kominn tími til að
gera nýjar og þær fengum við
fyrir viku. Þær fóru fyrst upp á
Mærudögum á Húsavík um síð-
ustu helgi, en svo er þeim bara
stolið núna,“ segir Viddi, en bræk-
urnar voru hengdar upp á mánu-
dag.
Viddi segir það líklegast að ein-
hver sé að gera at í þeim Greif-
um. Ætli þetta sé einhver rosa-
leg grúppía? „Hún er þá allavega
hrikalega stór,“ segir Viddi og
hlær, en nærbuxurnar eru 3,80
metrar á breidd. Hann vonast
til að endurheimta nærhaldið en
segir þetta mál þó hið alvarleg-
asta. „Þetta er háalvarlegt mál,
þó svo að ég sjái húmorinn í þessu
líka.“ -ka
Nærbuxum Greifanna stolið
NÆRBUXNALAUSIR Greifarnir hafa löngum hengt upp risavaxnar nærbuxur til þess
að kynna komandi tónleika. Þeir voru búnir að hengja upp glænýjar brækur fyrir
framan SPOT í Kópavogi, en brókunum var stolið aðfaranótt þriðjudags.
Popparinn og leikarinn Justin
Timberlake er ánægður með að
ráðamenn í New York hafi sam-
þykkt frumvarp um að leyfa
hjónabönd samkynhneigðra í
ríkinu. Ríkið varð það sjötta í
Bandaríkjunum til að leyfa slík
hjónabönd.
„Ég er mjög ánægður með
þetta. Fólk er eins misjafnt og
það er margt. Við eigum að sam-
einast um það sem er öðruvísi
við okkur og ekki vera hrædd við
eitthvað sem við þekkjum ekki,“
sagði Timberlake. „Margir vina
minna eru samkynhneigðir. Tveir
bestu vina minna eru par. Þetta
er mikill sigur fyrir jafnréttið.
Ég er stoltur af því að New York
hafi haft hugrekki til að gera hið
rétta í stöðunni.“
Sigur fyrir
jafnréttið
SÁTTUR Popparinn er ánægður með
lögin sem leyfa hjónabönd samkyn-
hneigðra.
Ný heimildarmynd um írsku
hljómsveitina U2 verður opnunar-
mynd alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðarinnar í Toronto 8. september.
Myndin nefnist From the Sky
Down og fjallar um feril U2 með
söngvarann Bono í fararbroddi.
Leikstjóri myndarinnar er Davis
Guggenheim, sem leikstýrði einn-
ig heimildarmyndinni An Incon-
venient Truth, sem hlaut Óskars-
verðlaunin. Þetta verður í fyrsta
sinn í 36 ára sögu Toronto-hátíð-
arinnar sem hún hefst með heim-
ildarmynd.
Mynd um
U2 í Toronto
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík S:5516646
Opið alla virka daga 10-18
Útsalan
30-70%
afsláttur
KRISTJÁN VIÐAR
HARALDSSON