Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING maraþon27. JÚLÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR 3 Frá adidas kemur fullkominn hlaupaþjálfari, miCoach, sem auðveldar notendum að ná hámarksárangri. Þetta er ótrúlega fullkomið kerfi, hannað í þeim tilgangi að auðvelda einstaklingum að ná hármarksárangri í hlaup- um,“ segir Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas á Íslandi, um miCoach-kerfi sem fyrirtækið setti fyrst á markað árið 2008. Hann lýsir virkni þess nánar. „Grunnurinn að miCoach-kerf- inu er heimasíðan micoach.com þar sem notendur geta meðal ann- ars skipulagt hlaupaæfingar til að ná betri árangri og síðan fylgst með framvindu mála. Allar upplýsingar á vefsíðunni eru mjög aðgengileg- ar og þægilegar og í raun undir not- endum sjálfum komið hversu flók- in hún er,“ bendir Bjarki á og bætir við að tengjast megi síðunni gegn- um tæki frá adidas. „Eitt er miCoach Zone, púlsmæl- ir sem veitir upplýsingar um hvaða álagssvæði er verið að hlaupa hverju sinni. Annað er miCoach Pacer-tæk- ið, púls- og skrefamælir sem veitir upplýsingar um vegalengd, hraða, tíma og púls og leiðbeinir og lætur vita fari maður til dæmis of hægt eða hratt. Síðan er hægt að tengja miCoach Pacer-tækið við alla tón- listarspilara,“ segir hann og getur þess að adiStar, Supernova og Re- sponse bjóði líka föt og skó sem tengjast tækjunum. Á fötunum eru vasar fyrir tækin og göt til að þræða snúrur og heyrnartól. Vegalengdar- mælinum er komið fyrir undir skó- sólunum. „Ekkert af þessu er þó skilyrði fyrir því að geta notað micoach-síð- una. Hægt er að nota hana eina og sér og þeir sem eiga snjallsíma (iP- hone eða Andriod) geta líka hlaðið niður ókeypis app-i og tengst henni beint,“ tekur Brynjar fram. Hann bendir á að miCoach-kerfið henti vel þeim sem eru að undirbúa þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. „Enn er tími til stefnu til að undirbúa sig fyrir hlaupið og mjög góður stuðningur af kerfi á borð við miCoach, þar sem hægt er að setja sér skýr markmið og æfa sig í sam- ræmi við þau.“ En hvernig hafa viðtökurnar verið? „Mjög góðar, alveg frá því að adidas setti miCoach á markað,“ segir hann og tekur fram að það hafi verið gert í samstarfi við fyrirtækið Core Performance sem sérhæfir sig í æfingaáætlunum fyrir íþróttamenn. „Svo er miCoach Pacer auðvitað besta tækið í boði í samanburði við önnur og fyrsta sinnar tegundar sem sameinar púls- og skrefamæli við rödd sem þjálfar á meðan æft er.“ Með þjálfarann í vasanum Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas á Íslandi, segir góða reynslu af notkun miCoach, bæði hér heima og erlendis. MYND/STEFÁN „Enn er tími til stefnu til að undirbúa sig fyrir hlaupið og mjög góður stuðningur af kerfi á borð við miCoach, þar sem hægt er að setja sér skýr markmið og æfa sig í samræmi við þau.“ GOTT GRIP Fyrirtækið adidas stendur framarlega í skógerð fyrir hlaup utanvega. Skórnir Response Trail þykja til að mynda sér á parti hvað gæði og grip varðar og henta í grófu og ójöfnu undir- lagi. „Ávallt er mikil eftirspurn eftir slíkum skóm og til marks um það kom átjánda týpan eða árgerðin nýverið á markað,“ segir Bjarki Magnúsarson hjá adidas á Íslandi. Hann bendir á að adidas lumi á fleiri góðum skóm í þessum flokki. „Fyrirtækið hefur þar á meðal fram- leitt þess konar skó í samstarfi við dekkjafram- leiðandann Continental en þeir hafa aukið grip við allar aðstæður, undirlag og veður.“ Response Trail. Þessi skór er með svokölluðum Continental sóla sem adidas vann í samstarfi við samnefnt fyrirtæki. LÉTTUR Á FÆTI Fyrirtækið adidas hefur sett á markað eina léttustu hlaupalínu sem völ er á, adiZero. Í línunni er meðal annars að finna skó sem voru sérstaklega hannaðir fyrir maraþonhlaup og kallast adiZero Adios. „Þeir hafa allt sem prýða þarf góða skó en ekkert aukalega og eru ótrúlega léttir; þannig vegur skór í stærð 42 og hálft ekki nema 200 grömm,“ segir Bjarki Magnúsarson hjá adidas á Íslandi og bætir við að góð reynsla sé þegar komin á notkun skónna. „Sem dæmi má nefna að bæði heimsmetið í maraþoni karla og heimsmetið í hálfmaraþoni kvenna voru sett í slíkum skóm.“ Púlsmælirinn miCoac Zone veitir upp- lýsingar um hvaða álagssvæði er verið að hlaupa hverju sinni. Tækið miCoach Pacer er púls- og skrefamælir í einum pakka. Hér má sjá sitthvora hliðina á tækinu og umbúðirnar utan af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.