Fréttablaðið - 08.08.2011, Blaðsíða 4
8. ágúst 2011 MÁNUDAGUR4
GENGIÐ 05.08.2011
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,8282
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,79 116,35
188,68 189,60
164,02 164,94
22,017 22,145
21,069 21,193
17,760 17,864
1,4752 1,4838
184,53 185,63
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Það skiptir máli hvaða blað fólk gefur sér tíma til að lesa. Ný Prentmiðlakönnun
Capacent Gallup staðfestir að lesendur á aldrinum 12-59 ára gefa sér lengri
tíma til að lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Við hlökkum til að færa ykkur
fleiri góðar stundir í framtíðinni.
Lesendur gefa sér
góðan tíma í Fréttablaðið
Allt sem þú þarft...
20 mín
15 mín
10 mín
5 mín
0 mín
12-14
ára
15-19
ára
20-24
ára
25-29
ára
30-34
ára
35-39
ára
40-44
ára
45-49
ára
50-54
ára
55-59
ára
MBL
FBL
Meðal lestími
í mínútum
á hvert eintak*
*Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Mældur er tími sem fer í lestur hvers eintaks
Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hjá lesendum á aldrinum 12-59 ára á öllu landinu.
Ranglega var sagt í Fréttablaðinu
á laugardag að Páll Scheving væri
bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Vest-
mannaeyjum. Hið rétta er að hann er
bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans.
LEIÐRÉTTING
STJÓRNSÝSLA „Ég er sannfærð um
að því nær ákvörðunarvaldinu
sem við erum, því markvissari
verða áætlanirnar,“ segir Elín
Björg Jónsdóttir, formaður BSRB,
um fyrirætlanir ríkisstjórnarinn-
ar um endurskoðun á hlutverki
ríkisins.
Elín Björg er sannfærð um að
flutningur fleiri verkefna frá
ríki til sveitarfélaga muni skila
árangri í fyrirætlunum yfirvalda
um frekara aðhald í komandi fjár-
lögum. Hún nefnir þar sérstak-
lega málefni aldraðra og heilsu-
gæslu.
„En það er nauðsynlegt að
hugsa þetta mál út frá öllum
hliðum,“ segir hún.
Árni Páll Árnason, efnahags-
og viðskiptaráðherra, sagði á
laugardag að skilgreina þyrfti
umfang ríkisrekstrar upp á nýtt
með því að afmarka kjarnaþjón-
ustu. Huga þyrfti alvarlega að því
hvort önnur þjónusta ætti heima
á hendi annarra. Nú stendur yfir
vinna í ráðuneytum við fjárlög
næsta árs og ljóst þykir að mik-
ils aðhalds þarf að gæta í rekstri
ríkisins.
Elín Björg segir afar mikilvægt
að ríkið skeri
ekki frekar
niður í vel-
ferðarkerfinu.
Krafan um þá
þjónustu í sam-
félaginu hafi
a ldrei verið
meiri og því sé
brýnt að taka
umræðuna upp
og taka ákvarð-
anir hvar hægt
sé að takmarka fjármagn.
„Við vitum að vandinn er mikill
en það má ekki skera meira niður
í velferðarmálunum; þjónustu
ríkis og sveitarfélaga,“ segir hún.
„Það þarf að taka þessa umræðu
í alvöru. Ákveða hvaða velferðar-
þjónustu við ætlum að verja og
hvað sé mikilvægast. Við þurfum
að láta annað bíða á meðan.“
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
sagði á föstudag að einboðið sé
að sveitarfélög verði að stækka
og eflast til að takast á við aukin
verkefni. Mikilvægt sé að ráðast
í algjöra endurskoðun á hlutverki
þeirra, en gæta þess að standa vörð
um velferðarkerfið. - sv
Formaður BSRB segir nauðsynlegt að standa vörð um velferðarkerfið í komandi fjárlögum:
Vill flytja fleiri verkefni til sveitarfélag
ELÍN BJÖRG
JÓNSDÓTTIR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
32°
21°
20°
19°
19°
21°
20°
18°
26°
20°
30°
32°
33°
19°
21°
22°
21°
Á MORGUN
víða 3-8 m/s
MIÐVIKUDAGUR
Yfi rleitt hæg A-læg
eða breytileg átt
8
9
9
9
9
7
8
13
11
11
14
10
9
8
12
13
12
12
9
10
14
3
3 2
4
3
4
2
3
2
4
2
BYRJUN VIKU
Lítillega kólnar
í dag og verður
dálítið svalt NA-til
næstu daga. Yfi r-
leitt fremur hæg N-
átt en snýst í A-átt
á miðvikudag. Víða
bjart næstu daga
með stöku skúrum
S- og SV-til. Þoku-
loft á annesjum N-
og A-lands í dag og
á morgun.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld beggja
vegna Atlantshafsins héldu neyðar-
fundi um helgina vegna þess titr-
ings sem skekið hefur fjármála-
markaði síðustu daga. Búist er
við því að hluta-
bréfaverð falli
áfram í dag í
kjölfar ákvörð-
unar matsfyrir-
tækisins Stand-
ard & Poor´s
um að lækka
lánshæfismat
Bandaríkjanna.
Gylfi Zoëga,
prófessor í hagfræði við Háskóla
Íslands, segir Ísland vera í skjóli
frá þeim hremmingum sem nú
eigi sér stað í Bandaríkjunum og
Evrópu. Erfiðleikarnir erlendis
geti hins vegar seinkað viðsnún-
ingi íslensks efnahagslífs. Skelli
önnur kreppa á í nágrannalöndun-
um muni lífskjör hér rýrna, segir
Gylfi.
„Ísland er í skjóli í þeim hremm-
ingum sem nú eiga sér stað í
Bandaríkjunum og Evrópu. Það
er vegna þess að íslenskir bank-
ar urðu gjaldþrota árið 2008 og
reiða sig ekki lengur á fjármögnun
erlendis vegna þess að gjaldeyris-
forði hins opinbera er nægur og
vegna gjaldeyrishafta sem tryggja
ríkissjóði lánsfé á viðráðanlegum
kjörum,“ segir Gylfi og bætir við:
„Verð á út- og innflutningsvörum
getur þó breyst. Verð á olíu gæti
lækkað og verð á útflutningsvör-
um einnig. Þetta hefur því áhrif á
gengi krónunnar og lífskjör.“
Spurður um ástæður þessara
hræringa svarar Gylfi: „Bönkum
í Evrópu var bjargað árið 2008 af
Seðlabanka Evrópu en það á eftir
að ákveða hver greiðir það tjón sem
í þeim varð; eigendur bankanna eða
skattgreiðendur og þá skattgreið-
endur þeirra ríkja þar sem lánin
voru veitt eða þeirra sem tóku þau.
Þetta er pólitískt vandamál sem á
eftir að leysa þótt evrusvæðið sem
heild eigi vel fyrir skuldum. Á svip-
aðan hátt á eftir að leysa hverjir
munu greiða opinberar skuldir
Bandaríkjanna; þeir efnuðu með
skattahækkunum, þeir sem minna
hafa með opinberri þjónustu eða
lánardrottnar með gengisfalli
dollarans og verðbólgu.“
Gylfi segir lánardrottna af þess-
um sökum ekki geta verið vissa um
að fá afborganir og vexti en það
valdi titringi á fjármálamörkuðum.
Við bætist svo óvissa um framtíðar-
hagvöxt vegna mikilla skulda hins
opinbera, ríkisins og heimila.
magnusl@frettabladid.is
Kreppa nágranna-
landa rýrir lífskjör
Titringur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur magnað áhyggjur af því að
hagkerfi Bandaríkjanna og Evrópu fari aftur í kreppu. Það hefði nokkur áhrif
innanlands og myndi seinka viðsnúningi hagkerfisins, segir hagfræðingur.
GYLFI ZOËGA
FJÁRFESTAR ÁHYGGJUFULLIR Áhyggjur fjárfesta af stöðu hagkerfa Bandaríkjanna og
Evrópu hafa magnast síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMGÖNGUR Flugvél Iceland
Express frá Kaupmannahöfn,
sem átti að lenda á Keflavíkur-
flugvelli klukkan hálffimm í gær,
varð að lenda í Inverness í Skot-
landi af öryggisástæðum. Við-
vörunarljós vélarinnar munu
hafa bilað en engin hætta hafi
verið á ferðum. Um borð voru 146
farþegar og áhöfn.
Leiguvél var send til Skotlands
um kvöldmatarleytið í gær til
að sækja farþegana. Samkvæmt
upplýsingafulltrúa flugfélagsins
fengu farþegarnir reglulega smá-
skilaboð um stöðu mála og nóg af
mat og drykk meðan þeir biðu. - sv
Iceland Express í Skotlandi:
Þurfti að lenda
vegna bilunar
BILUN Flugferð Iceland Express frá
Kaupmannahöfn til Íslands seinkaði um
nokkra klukkutíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Verð á olíu gæti
lækkað og verð á
útflutningsvörum einnig.
Þetta hefur því áhrif á gengi
krónunnar og lífskjör.
GYLFI ZOËGA
HAGFRÆÐIPRÓFESSOR
BANDARÍKIN, AP Átta manns voru
drepnir í skotárás í Ohio í Banda-
ríkjunum í gær. Tveir særðust að
auki. Skotárásin hófst eftir heim-
iliserjur en meðal látinna var ell-
efu ára barn. Lögregla skaut loks
árásarmanninn.
Lögreglumaðurinn Eric Goodw-
in sagðist ekki vita í hvernig
ástandi þeir særðu væru, né held-
ur hvernig árásarmaðurinn og
fórnarlömbin tengdust. Hann vildi
ekki upplýsa um nöfn fórnarlamb-
anna eða um hvað heimiliserjurn-
ar snerust. Sagði hann málið enn
vera til rannsóknar. - mmf
Árás í kjölfar heimiliserja:
Átta létust í
skotárás í Ohio
ÍTALÍA, AP Hringleikahúsið í Róm,
Colosseum, var rýmt í gær eftir
að grunur komst upp um að þar
væri sprengju að finna. Sér-
fræðingar sprengdu hina meintu
sprengju í loft upp, en í ljós kom
að um gervisprengju var að ræða.
„Þetta reyndist vera gabb,
mjög ósmekklegur brandari,“
sagði Gianni Alemanno, borgar-
stjóri í Róm, við Sky News 24.
„Þetta virtist vera sprengja, en
í raun gat hún ekki sprungið.“
Hluturinn, sem skilinn var eftir
í hringleikahúsinu, reyndist vera
hálffull dós af þynni. Fest var við
hana rafhlaða og úr henni lágu
tveir vírar í dósina. - kóp
Rýmdu fornminjar í Róm:
Gervisprengja í
hringleikahúsi
VIÐBÚNAÐUR Hringleikahúsið er á
meðal merkustu fornminja heims og
viðbrögð lögreglu eftir því.
NORDICPHOTOS/AFP
Lokað vegna ölvunar
Veitingastaðnum Langa Manga á
Ísafirði var lokað aðfaranótt sunnu-
dagsins vegna ölvunar starfsmanna.
Heimildir blaðsins herma að um
hafi verið að ræða drykkju hjá bæði
barþjónum og dyravörðum. Staðurinn
opnaði á ný í gær.
LÖGREGLUMÁL