Fréttablaðið - 08.08.2011, Page 6
8. ágúst 2011 MÁNUDAGUR6
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Heimilistæki frá
Siemens til að prýða
eldhúsið þitt og létta
þér störfin. Lausnina
færðu hjá okkur.
FRÉTTASKÝRING
Mun nást sátt um rammaáætlun?
Unnið er að tillögu til þingsályktun-
ar í iðnaðarráðuneytinu um hvern-
ig kostir í rammaáætluninni verða
flokkaðir. Um þrjá flokka er að
ræða: virkjanakosti, verndunarkosti
og biðkosti. Í síðastnefnda flokkinn
falla þeir kost-
ir sem ákveða
á síðar hvernig
verða nýttir; til
verndunar eða
virkjunar.
Katrín Júlíus-
dóttir iðnaðar-
ráðherra segir
að von sé á
þingsályktunar-
tillögunni fyrir
miðjan þennan
mánuð.
Tillagan
byggir á áfanga-
skýrslu verk-
efnastjórnar um
rammaáætlun,
en hún kom út 6.
júlí. Þar var að
finna lista yfir
66 virkjanakosti
sem nefndin
telur nýtanlega. Það er síðan póli-
tísk ákvörðun að grisja þá kosti,
ákveða hverja eigi að vernda og
hverja nýta.
Ljóst er að áherslumunur er á
afstöðu stjórnarflokkanna tveggja.
Samfylkingin hefur viljað setja
fleiri kosti í flokk virkjanlegra,
þá sé búið að leggja línurnar til
lengri tíma og ljóst sé hvaða kost-
ir verði nýttir í framtíðinni. Katrín
hefur einmitt talað fyrir því að
með rammaáætluninni náist sátt í
þessum málum og deilum um ein-
staka virkjanakosti fækki. Það sé
einfaldlega hluti af stefnumótun
hvort virkja eigi á ákveðnu svæði
eða ekki. Eitt af skilgreindum hlut-
verkum áætlunarinnar er að skapa
sátt um vernd og nýtingu náttúru-
svæða.
Innan Vinstrihreyfingarinnar
- græns framboð er það viðhorf
hins vegar sterkara að sá tíma-
punktur að ákveða í eitt skipti
fyrir öll hvaða svæði verði virkjuð
sé einfaldlega ekki runninn upp.
Þar á bæ vilja menn því frekar
hafa virkjanlega kosti færri, en
fjölga í staðinn þeim sem eru á
biðlista. Þar er einnig ríkari vilji
til verndunar svæða en innan
Samfylkingarinnar.
Þingsályktunin er, líkt og áður
segir, á borði iðnaðarráðuneytisins.
Efni hennar, það er raunverulegir
flokkunarlistar, hafa ekki komið
inn á borð þingflokkanna. Ljóst
er hins vegar að ráðherrar iðnað-
ar og umhverfis hafa haft með sér
samstarf í málinu.
Þegar tillagan lítur dagsins ljós
tekur við sex vikna umsagnarferli.
Þar gefst öllum kostur á að tjá sig
um efni hennar og koma athuga-
semdum á framfæri. Miðað við þá
miklu gagnrýni sem vinnan við
rammaáætlun hefur hlotið, má gera
ráð fyrir því að athugasemdir verði
fjölmargar.
Það mun velta á því hvernig listi
iðnaðarráðherra verður hvort tekst
að koma honum í gegnum þing-
ið, eftir að athugasemdafrestur
almennings er liðinn.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru það einkum tvö svæði
sem standa munu í þingmönnum
Vinstri grænna og raunar sumum
Samfylkingarmönnum einnig:
Þjórsárver og neðri hluti Þjórsár.
Svandís Svavarsdóttir umhverfis-
ráðherra hefur lýst því yfir að
stefnt sé að friðlýsingu Þjórsár-
vera. Það þýðir að Norðlingaöldu-
veita er ekki lengur uppi á borði,
nema að henni verði gjörbreytt.
Ekkert liggur fyrir um slíkt á
þessari stundu.
Það verður hins vegar þrautin
þyngri að sætta andstæð sjónar-
mið á þingi og ljóst er að fjölmarg-
ir stjórnarþingmenn eru andvígir
virkjununum í Þjórsá og vilja auka
við verndarsvæði áætlunarinnar.
Það verður því pólitískur línu-
dans að sætta þessi sjónarmið og
slagurinn mun snúast um Þjórsár-
verin, og þar með Norðlingaöldu-
veitu, og virkjanirnar í neðri hluta
Þjórsár. kolbeinn@frettabladid.is
Norðlingaalda og neðri hluti
Þjórsár munu valda deilum
Iðnaðarráðherra vinnur nú að tillögu til þingsályktunar um flokkun virkjanakosta vegna rammaáætlunar.
Ekki er sátt innan stjórnarflokkanna um málið. Stækkun Þjórsárvera mun útiloka Norðlingaölduveitu.
Samkvæmt skipulagi er gert ráð
fyrir þremur virkjunum í neðri
hluta Þjórsár, en dómsúrskurð
þurfti til að umhverfisráðherra
staðfesti það skipulag. Ekkert
framkvæmdaleyfi liggur hins vegar
fyrir og raunar hefur iðnaðarráð-
herra sent Orkustofnun tilmæli
um að engin ný framkvæmdaleyfi
verði gefin út fyrr en þingið hefur
afgreitt þingsályktunartillöguna, í
síðasta lagi 1. febrúar 2012.
Virkjanir í Þjórsá
URRIÐAFOSS Verði af virkjunum í neðri hluta Þjórsár mun vatnsrennslið um Urriða-
foss minnka umtalsvert. Virkjanirnar eru á skipulagi en ekki er búið að sækja um
framkvæmdaleyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
LONDON, AP Lögreglan í London bjó
sig í gær undir framhald á óeirð-
um sem brutust út í norðurhluta
borgarinnar á laugardag. Snemma
í gærkvöldi höfðu óeirðaseggir
brotið rúður í verslunum og eyði-
lagt lögreglubíl.
Lögreglan hefur lofað ýtarlegri
rannsókn á aðdraganda óeirða í
norðurhluta borgarinnar sem hóf-
ust aðfaranótt sunnudags. Á þriðja
tug lögreglumanna slasaðist í átök-
um við mótmælendur.
Mótmælendur kveiktu í bygg-
ingum og tveggja hæða strætis-
vagni, og létu greipar sópa í versl-
unarmiðstöð. Alger ringulreið
ríkti um miðnætti þegar þjófar
tæmdu verslanir í hverfinu.
Mótmæli voru skipulögð við lög-
reglustöð í Tottenham-hverfinu á
laugardag í kjölfar þess að lög-
reglumenn skutu mann til bana á
fimmtudag.
Einhverjir úr hópi mótmælenda
hentu bensínsprengjum og aðrir
börðu á lögreglumönnum með
kylfum og járnstöngum.
Alls voru 46 handteknir meðan
á óeirðunum stóð á laugardags-
kvöld, en 26 lögreglumenn voru
sárir eftir átökin. - bj
Á þriðja tug lögreglumanna slasaðist í óeirðum sem brutust út í Norður-London:
Óeirðir í London annan daginn í röð
ÓEIRÐIR Kveikt var í nokkrum bygg-
ingum, tveimur lögreglubílum og
tveggja hæða strætisvagni í óeirðunum
á laugardag. NORDICPHOTOS/AFP
SLYS Svissnesk hjón lentu í hættu
í Skyndidalsá seinnipartinn í gær
þegar þau óku í ána á röngum
stað. Áin reif bílinn með sér og
bar hann um 50 metra niður með
straumnum.
Þegar bíllinn stöðvaðist í ánni
kom fólkið sér upp á þak bílsins
og náði að hringja eftir aðstoð
þrátt fyrir að símasamband sé
afar stopult á svæðinu. Hringdu
þau í lögregluna í Sviss sem lét
Neyðarlínuna vita.
Björgunarfélag Hornafjarðar,
sem var samstundis kallað út, gat
komið fólkinu til aðstoðar. Fólk-
inu var bjargað af þaki bílsins og
varð ekki meint af. Bíllinn var
dreginn úr ánni og er hann mikið
skemmdur. - sv
Svissnesk hjón í vanda:
Bíllinn flaut 50
metra í ánni
ÍSRAEL, AP Avigdor Lieberman,
utanríkisráðherra Ísraels, varaði
við því í gær að stjórnvöld í Pal-
estínu undirbyggju fordæmis-
lausar blóðs-
úthellingar
í september.
Kom yfirlýsing
Liebermans í
framhaldi af
stuðningi Sam-
einuðu þjóð-
anna við sjálf-
stæði Palestínu.
Hvatti Lieber-
man til þess að
Ísrael sliti sam-
bandi við Palestínu.
Lieberman studdi þó yfirlýs-
ingu sína engum gögnum. Tzachi
Mosche, talsmaður Liebermans,
sagði að hann drægi ályktanir
sínar út frá skýrslum leyniþjón-
ustunnar og opinberum yfirlýs-
ingum palestínskra ráðamanna.
- mmf
Hvetur til sambandsslita:
Blóðsúthelling-
ar skipulagðar
AVIGDOR
LIEBERMAN
MENNING Tæplega 50 styrkir
verða veittir vegna menningar-
nætur í ár. Það eru Höfuðborgar-
stofa og Landsbankinn sem veita
styrkina. Rúmlega 60 sóttu um.
Sem dæmi má nefna að 8 fá
styrk á sviði tónlistar, 2 vegna
menningar og fræðslu, 2 fá vegna
leiklistar, 7 fjölllistaviðburðir
verða styrktir, 4 fá styrk til að
opna húsnæði sín fyrir gestum, 3
dansatriði verða styrkt, 2 mynd-
listar- og ljósmyndasýningar
og loks fá 5 styrki í flokknum
allskonar. - kóp
Menningarnótt undirbúin:
Styrkir veittir
vegna viðburða
Hefur þú farið á Fiskidaginn
mikla á Dalvík?
Já 22,5%
Nei 77,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Telurðu að fækka eigi verk-
efnum ríkisins?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN