Fréttablaðið - 08.08.2011, Side 8

Fréttablaðið - 08.08.2011, Side 8
8. ágúst 2011 MÁNUDAGUR8 Í HIGH COURT OF JUSTICE CHANCERY DIVISION COMPANIES COURT Í MÁLI FRIENDS PROVIDENT LIFE ASSURANCE LIMITED - og - Í MÁLI FRIENDS PROVIDENT PENSIONS LIMITED - og - Í MÁLI BUPA HEALTH ASSURANCE LIMITED - og - Í MÁLI FRIENDS PROVIDENT LIFE AND PENSIONS LIMITED - og - Í MÁLI FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000 Hér með tilkynnist að þann 28. júlí 2011 var umsókn gerð samkvæmt hluta 107 í lögunum Financial Services and Markets Act 2000 (“Lögunum”) hjá High Court of Justice, Fjármáladeild, Fyrirtækjarétti í London af Friends Provident Life Assurance Limited (“FPLAL”), Friends Provident Pensions Limited (“FPP”), Bupa Health Assurance Limited (“BHA”) og Friends Provident Life and Pensions Limited (“FPLP”) um Skipanir: (i) undir hluta 111 í lögunum þess efnis að samþykkt sé áætlun (“áætlunin”) um flutning allra langtíma tryggingaviðskipta (eins og skilgreint er í lögunum) FPLAL og BHA og hluta langtíma tryggingaviðskipta (eins og skilgreint er í lögunum) FPP í FPLP; og (ii) að gerðar séu viðbótarráðstafanir í tengslum við áætlunina í samræmi við hluta 112 og 112A í lögunum. Afrit af skýrslunni sem óháður sérfræðingur gerði um skilmála áætlunarinnar samkvæmt hluta 109 í lögunum (“skýrsla um áætlunina”), bækling sem inniheldur yfirlýsingu um skilmála áætlunarinnar og samantekt skýrslunnar um áætlunina og áætlunarskjalið má nálgast endurgjaldslaust með því að hringja í +44 (0)1722 326785 eða skrifa Insurance Business Transfer Department, Unit 28-33, Blakey Road, Milford, Salisbury, SP1 2UD, United Kingdom. Þessi skjöl og önnur, að meðtöldum tryggingafræðilegum skýrslum, eru tiltæk á vefsíðu Friends Life Group plc, www.fpinternational.com/is/flutningur2011. Afgreiða á umsóknina hjá Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL þann 18 nóvember 2011. Allir þeir (að meðtöldum starfsmönnum FPP, FPLAL, BHA eða FPLP) sem telja að hagsmunir þeirra verði fyrir neikvæðum áhrifum við framkvæmd áætlunarinnar eiga rétt á aða vera viðstaddir dómsafgreiðsluna og gera grein fyrir skoðunum sínum, annað hvort í eigin persónu eða með aðstoð lögfræðings. Það myndi hjálpa til við ferlið ef þeir sem hyggjast gera slíkt gætu haft samband skriflega við Herbert Smith LLP, lögfræðinga FPP, FPLAL, BHA og FPLP, á heimilisfangið sem gefið er upp hér að neðan, sem fyrst og helst fyrir 14. nóvember 2011, og útlistað sjónarmið sín. Þeir sem vilja gera athugasemdir við áætlunina en ætla ekki að vera viðstaddir dómsafgreiðsluna geta komið þeim á framfæri með því að senda skriflega tilkynningu um þær til Herbert Smith LLP á heimilisfangið hér að neðan, sem fyrst og helst fyrir 14 nóvember 2011, þar sem þeir útlista sjónarmið sín. Dagsett 8. ágúst 2011. Herbert Smith LLP (ref 2067) Exchange House Primrose Street London EC2A 2HS United Kingdom Claim No. 6394 of 2011 ATVINNUMÁL „Ég er búinn að selja tvö hús sem ég hefði viljað afhenda fyrir áramót en ég veit ekki hvern- ig ég á að fara að því þar sem ég fæ enga smiði. Ég er að skila húsi núna sem ég hefði átt að vera búinn að afhenda fyrir talsverðum tíma.“ Þetta segir Stefán Einarsson, verktaki á Akureyri, sem byggir svokölluð Kanadahús. Hann kveðst hafa fengið lista hjá Vinnumála- stofnun fyrir norðan með nöfn- um um 20 smiða. „það gat enginn þeirra komið í vinnu til mín. Sumir unnu bara hjá einstaklingum. Aðrir voru erlendis og enn aðrir voru að fara í sumarfrí. Ástandið er væg- ast sagt mjög sérstakt. Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysisbótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. Ég verð hins vegar grautfúll þegar þetta bitnar á mér.“ Stefán hefur verið með smiði frá Kanada í vinnu við smíði húsanna. Það sé hins vegar of kostnaðar- samt. „Við fáum ekki atvinnuleyfi fyrir þá nema í tvo mánuði. Það gengur ekki að kaupa flugfar fyrir menn á tveggja mánaða fresti því að við þurfum að reka þetta með eins litlum kostnaði og hægt er. Mér finnst jafnframt hart að þurfa kannski að ráða smiði frá Póllandi og Lettlandi þegar á annan tug þús- unda er á atvinnuleysisskrá hér.“ Kristján Jónsson, sem á bifreiða- verkstæðið K2M Kraftbílar, hefur verið í vandræðum með að fá bif- vélavirkja til starfa. „Við höfum auglýst en viðbrögðin hafa verið afar dræm.“ Á Vélaverkstæði Hjalta Einars- sonar vantar menn til starfa í hinum ýmsu iðngreinum. „Við höfum leit- að eftir málmiðnaðarmönnum, vél- virkjum, vélstjórum, rafvirkjum og rafeindavirkjum auk verkamanna. Að vísu hefur ekki verið mikil end- urnýjun í málmiðnaði og vélvirkjun í nokkur ár. Skólakerfið hefur verið á villigötum en það er annar hand- leggur. Mér finnst aftur á móti að margt geti verið að kerfinu þegar fólk fæst ekki í vinnu. En ég vil ekki vera harðorður. Það er ekkert grín að missa vinnuna,“ segir Einar Þór Hjaltason starfsmannastjóri. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra bendir á að harðar reglur gildi neiti menn á atvinnuleysisskrá að þiggja vinnu. „Þeir eiga að fara út af skránni nema um alveg sér- stakar ástæður sé að ræða.“ Ráðherrann segir að í jafn- miklu atvinnuleysi og hér ríkir sé hætta á að menn skrái sig atvinnu- lausa og fái bætur en séu samt ekki reiðubúnir fyrir markaðinn. Að loknu átaki Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra um eflingu góðra atvinnuhátta verði staðan metin. Sérstakt vettvangsteymi fyrr- greindra aðila hefur frá miðjum júní heimsótt á annað þúsund fyr- irtækja. Steinþór Haraldsson, stað- gengill ríkisskattstjóra, segir menn í rekstri ekki alltaf átta sig á þeim reglum sem gilda. Dæmi séu um brot hjá einhverjum fyrir tækjanna. „Það á eftir að vinna úr þessu. Teymið gefur daglegar skýrslur. Sumt er komið í lag nú þegar en annað þarfnast ítarlegri skoðunar. Við erum ekki að tala um svart þjóð- félag yfir heildina. Langstærstur hluti launa skilar sér til ríkissjóðs með eðlilegum hætti.“ ibs@frettabladid.is Tuttugu smiðir á skrá en engir fást í vinnu Verktaki á Akureyri er í vandræðum með afhendingu húsa þar sem hann fær ekki smiði til starfa. Um 20 smiðir á atvinnuleysisskrá gátu ekki komið í vinnu. Viðbrögð við auglýsingum fyrirtækja eru sögð dræm. AÐ STÖRFUM Hrun í byggingageiranum hefur valdið atvinnuleysi. Ekki tekst þó alltaf að fá smiði á atvinnuleysisskrá í vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FERÐAMENNSKA Flestir þeirra erlendu ferða- manna sem komu hingað til lands í fyrra, fljúgandi til Keflavíkur, eru breskir ríkis- borgarar. Þeir voru rúmlega sextíu þúsund það ár. Þjóðverjar hafa rutt Bandaríkjamönn- um úr öðru sæti og eru nú næstfjölmennastir í þessum hópi, rúmlega 54 þúsund. Þetta kemur fram í samantekt sem Hagstofan gaf nýverið út. Bretarnir reynast vera tryggir gestir því þeir voru einnig fjölmennasti hópurinn árið 2005. Aukinn áhugi á Íslandi virðist hins vegar vera að kvikna í Þýskalandi því í fyrra komu hingað tæplega 54 þúsund Þjóðverjar, sautján þúsund fleiri en 2005. Ferðir Iceland Express til Winnipeg setja mark sitt á þennan lista en í fyrra komu rúm- lega þrettán þúsund Kanadamenn til landsins miðað við 3.400 árið 2005. Spánverjum fjölgar einnig ört í þessum hópi, en þeir voru tvöfalt fleiri í fyrra en þeir voru fyrir sex árum. Af þessum helstu gestaþjóðum fækkaði einungis í flokki Japana, séu árin 2005 og 2010 borin saman, en þeim fækkaði um fimm hundruð. - jse Fleiri Þjóðverjar koma til landsins nú en fyrir fimm árum samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands: Breskir ferðamenn fjölmennastir sem fyrr Ferðamenn eftir þjóðerni 2005 2010 Bretar 57,792 60,326 Þjóðverjar 36,959 54,377 Bandaríkjamenn 54,270 51,166 Danir 34,624 38,139 Norðmenn 23,963 35,662 FRÁ LEIFSSTÖÐ Ýmissa grasa gætir í alþjóðaflórunni í Leifsstöð en fyrir utan Íslendingana eru þó Bretar venjulega fjölmennastir. SÝRLAND, AP Sýrlenski stjórnarher- inn réðst í gær gegn uppreisnar- mönnum í þremur borgum í land- inu í gær. Mannréttindasamtök sem fylgjast grannt með ástandinu segja í það minnsta 52 hafa fallið í árás- unum. Hörðust voru átökin í borginni Deir el-Zour þar sem hermenn bundu enda á níu daga umsátur um borgina og réðust á uppreisnar- menn. Vitað er um 42 sem létust. Ástandið í borginni er sagt afar alvarlegt. Talsmaður uppreisnar- manna segir skorta lyf, mat og elds- neyti. Árás hermanna á borgina Hama héldu einnig áfram. Talsmaður spítala í borginni sagði í gær að átta fyrirburar sem voru í hita- kössum hafi látist í síðustu viku eftir að hermenn tóku rafmagnið af spítalanum. Harðar árásir stjórnarhersins á vígi uppreisnarmanna hófust við upphaf Ramadan, helgimánaðar múslima. Talið er að Basjar Assad, forseti Sýrlands, vilji koma í veg fyrir að fjöldasamkomur í mosk- um landsins breytist í allsherjar- mótmæli gegn stjórn hans. - bj Stjórnarher Sýrlands heldur áfram árásum á uppreisnarmenn í landinu: Á sjötta tug létu lífið í átökum MÓTMÆLT Sýrlendingar í Egyptalandi mótmæltu stjórn Basjars Assad Sýr- landsforseta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JEMEN, AP Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, hefur verið útskrifaður af spítala í Sádi-Arab- íu. Saleh slasaðist illa þegar ráðist var á forseta- höllina í Sanaa, höfuðborg Jemen í júní. Forsetinn er enn undir eftir- liti lækna og ekki er vitað hvenær hann snýr aftur til Jemen. Hann dvelst nú í hús- næði í eigu konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu. Saleh hefur komið einu sinni fram opinberlega eftir árásina og sagði þá að hann hefði undirgengist átta aðgerðir. Lengd spítaladvalarinnar hefur vakið upp vangaveltur um hvort forsetinn muni snúa aftur til Jemen. - mmf Forseti Jemen laus af spítala: Verður áfram í Sádi-Arabíu BORGARBYGGÐ Byggðaráð Borgar- byggðar krefst þess að Orkuveita Reykjavíkur hefji þegar í stað framkvæmdir við nýja vatnsveitu í Reykholtsdal og tryggi íbúum og fyrirtækjum nægjanlegt vatn. Þetta kemur fram í Skessuhorni. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá hefur verið viðvar- andi vatnsskortur í dalnum. Svo rammt hefur að honum kveðið að sú staða hefur komið upp að ekki sé hægt að sturta niður í klósett- um á Fosshótel Reykholti. Byggðaráð hélt 200. fund sinn í Reykholti á fimmtudag. Fyrir honum lá bréf frá slökkviliðs- stjóra Borgarbyggðar þar sem áhyggjum var lýst af vatns- skorti með tilliti til slökkvistarfs. Byggðaráð tók undir það. - kóp Vatnsskortur í Reykholtsdal: Byggðaráð kref- ur OR úrbóta REYKHOLT Orkuveitan hefur þurft að keyra vatn í bílum á svæðið vegna lélegra vatnsbóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Brú yfir Staðará í útboð Vegagerðin óskar eftir tilboðum í byggingu brúar yfir Staðará í Stein- grímsfirði. Um er að ræða 40 metra langa eftirspennta bitabrú í tveimur höfum, 9 metrar að breidd. Tilboðum skal skila fyrir klukkan 14 30. ágúst og verða þau opnuð síðar sama dag. VEGAGERÐ ALI ABDULLAH SALEH 1. Hversu langt er grillið sem notað er á Fiskideginum mikla á Dalvík? 2. Hvað heitir yfirdýralæknir? 3. Hvað vinna margir hjá Securitas við afgreiðslustörf á landinu? SVÖR: 1. 8 metrar. 2. Halldór Runólfsson. 3. 60 til 70 manns Ég skil að vísu að menn fái sér svarta vinnu með atvinnuleysis- bótum til þess að hafa ofan í fjölskylduna. Menn eru svo skattpíndir. STEFÁN EINARSSON VERKTAKI VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.