Fréttablaðið - 08.08.2011, Side 14

Fréttablaðið - 08.08.2011, Side 14
8. ágúst 2011 MÁNUDAGUR14 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Okkar innilegustu þakkir viljum við færa öllum þeim fjölmörgu sem stóðu þétt við bakið á okkur og gáfu okkur styrk og stuðning við hræðilegt fráfall okkar elskuðu, Bergþóru Bachmann Basel, Swiss, áður Grundarhúsum 30, Reykjavík. Fjölskylda, vinir og vinnufélagar, hjálp ykkar hefur verið okkur ómetanleg, að ógleymdum öllum þeim sem hafa rétt okkur hjálparhönd við að koma Tecklu aftur til Íslands. Eyrún Þóra Baldursdóttir Bachmann Ingi Steinn Bachmann Guðríður Jónsdóttir Bachmann Ástrós Jónsdóttir Bachmann Sóley Rut Jónsdóttir Bachmann MOSAIK Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Birgir Þorgilsson fv. ferðamálastjóri, andaðist 4. ágúst. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Ragnheiður S. Gröndal Hrefna Birgisdóttir Brynja Birgisdóttir Jan Helsinghoff Sigrún Birgisdótir Guðjón Gunnar Ögmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæri eiginmaður minn og vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Þór Ólafsson andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 5. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Sigríður Haraldsdóttir Birgir Þór Gunnarsson Ásta Karen Rafnsdóttir Gerða Gunnarsdóttir Guðmundur Arnar Jónsson Lára Guðrún Gunnarsdóttir Gunnar Þór, Íris Ósk, Tara Sif, Arna Rán, Jón Gunnar og langafabörn. Við sendum alúðarþakkir öllum þeim sem heiðruðu minningu ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jóhönnu G. Guðbrandsdóttur og sýndu okkur samúð, hlýhug og vinarþel við andlát hennar og útför. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar fyrir kærleika og frábæra umönnun síðustu æviár hennar. Sigurður Þorkelsson Þorkell Sigurðsson Sigríður Ólafsdóttir Guðbrandur Sigurðsson Ásdís Þórbjarnardóttir Árni Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Jason Ólafsson Hæðargarði 35, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 31. júlí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, mánudag 8. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13.00. Inga Sigríður Ingólfsdóttir Björg Jónsdóttir Gestur Pálsson Hjördís Jóndóttir Jörgen Moestrup Ásta Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn 60 „Ég tala um að tilheyra Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Stundum kalla ég mig mormóna. Það fer kannski eftir því hvernig liggur á mér,“ segir Ólafur Einarsson, grein- arforseti Reykjavíkurgreinar Kirkju Jesú Krists Hinna síðari daga heilögu sem fagnar 35 ára afmæli. „Kirkjan byggir á Biblíunni og Mormónsbók. Biblían er opinberanir eða heimildir frá gamla heiminum, en Mormónsbók er opinberanir og heimildir frá nýja heiminum,“ segir Ólafur og útskýrir að forfeður indíána í Suður-Ameríku hafi skrifað Mormónsbók að mestu leyti. Saga kirkjunnar á Íslandi nær aftur til ársins 1851 þegar tveir íslensk- ir námsmenn komu heim frá Kaup- mannahöfn og tóku að boða fagnaðar- erindið í Vestmannaeyjum. Þar fundu þeir marga sem meðtóku boðskap- inn en nýi söfnuðurinn varð engu að síður fyrir mikilli andspyrnu og voru skírnir hans bannaðar. Af þeim sökum sigldu margir kirkjumeðlimir vestur um haf til Bandaríkjanna árið 1855. Frá þeim tíma og til aldamóta fluttu um 150 fjölskyldur frá Íslandi til Utah- ríkis. „Það var nýlega verið að opna varanlega sýningu um vesturfarana í Vestmannaeyjum því það fóru svo margir úr eyjum á þessum tíma. Það fór alveg hálfur bærinn vegna trúar sinnar og ofsókna, og einnig vegna boðs um að koma til Síonar í Utah,“ segir Ólafur. Í dag eru í kringum 300 safnaðar- meðlimir í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. „Það er heilmikið að gerast hjá unga fólkinu í söfnuðin- um. Við erum með barna- og unglinga- starf og svo fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára. Í augnablikinu eru fá börn, en það gengur í bylgjum,“ segir Ólafur. Í röðum mormóna starfar fjöldi trú- boða og eru flestir ungir menn. „Alla jafna er vel tekið á móti þeim. Yfirleitt eru það útlendingar sem sinna þessu starfi og íslendingar hjálpa til. Á sama tíma fara margir héðan til sambæri- legra starfa erlendis,“ segir Ólafur og tekur fram að Kirkja Jesú Krists sé trúboðskirkja. „Hún er byggð á orðum Krists sem sagði fylgjendum sínum að fara út og boða fagnaðarerindið.” Annað markvert sem Ólafur minnist á í starfi kirkjunnar eru ættfræðirann- sóknir. „Kirkjan fór um allan heiminn árið 1938 og tók allar kirkjubækur og manntöl upp á míkrófilmur og þetta er í raun grunnurinn sem Friðrik Skúla- son byggði á þegar hann fór að vinna að Íslendingabók með Íslenskri erfða- greiningu. Upprunalegu heimildirn- ar eru margar hverjar ónothæfar nú, en hver sem er getur komið og skoð- að sína sögu á míkrófilmunum,“ segir Ólafur og bætir að lokum við að nú sé í gangi vinna við að skrá upplýs- ingarnar á tölvutækt form svo allt sé aðgengilegt á netinu. nielsg@365.is REYKJAVÍKURGREIN KIRKJU JESÚ KRISTS HINNA SÍÐARI DAGA HEILÖGU: 35 ÁRA Stunda bænagjörðir, sögu- ritun og ættfræðirannsóknir GUÐRÆKINN MAÐUR „Kirkjan byggir á Biblíunni og Mormónsbók,” segir Ólafur Einarsson, greinarforseti Reykjavíkurgreinar sem fagnar 35 ára afmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Krónprins Sádi-Arabíu lagði fram friðaráætlun í sjö liðum á þessum degi árið 1981, en hún gerði meðal annars ráð fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og að höfuðborg þess yrði gamli hluti Jerúsalem. Einnig að allt herlið Ísraelsmanna yrði dregið til baka frá svæðum sem höfðu verið hertekin í sex daga stríðinu 1967. Þá voru önnur ríki fyrir botni Miðjarðarhafs hvött til að viðurkenna Ísrael gegn því að Ísrael viðurkenndi ríki Palestínumanna. Þetta var í fyrsta skipti sem Sádi-Arabar lögðu fram tillögur að lausn deilunnar milli Ísraela og Palestínumanna. Þeim var fagnað en síðan þá hefur málum lítt þokað áfram. ÞETTA GERÐIST: 8. ÁGÚST 1981 Sádi-Arabar leggja fram friðartillögu LOUIS VAN GAAL fótboltaþjálfari er sextugur í dag. „Er ég svona klár eða þú svona vitlaus?”

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.